Tíminn - 29.07.1995, Qupperneq 15

Tíminn - 29.07.1995, Qupperneq 15
Laugardagur 29. júlí 1995 iwiiitmj 15 Frœgasti íbúi Shrewsbury — oð sögupersónunni bróbur Cadfael ekki undanskildum — er án efa Charles Darwin, sem þar ólst upp og gekk í skóla, hjá engum ómerkari skólameistara en Samuel Butler, sem var mik- ill menntafrömubur á sinni tíb. „Live the history ... solve the my- stery ... in the footsteps of Brother Cadfael" — sem lauslega má útleggja sem „lifðu söguna ... leystu gátuna ... í fótspor bróður Cadfaels". Enda hefur mikið ver- ið lagt upp úr því að sýna sem gleggst hvernig talið er að menn hafi haft í kringum sig á þeim sögutíma bróður Cadfaels, 12. öld, og gefa hugmynd um það sögusvið sem honum er ætlað. Hér og hvar hefur hann skilið eft- ir nóturnar sínar sem gestirnir geta haft sér til stuðnings og leið- beiningar. Úti er aö finna garð- ana hans, bæði það almenna og eins þann sértæka, þar sem hann ræktaöi eitraðar jurtir, eins og bláhjálm (venusvagn). Á ritstofu safnsins geta gestir sjálfir spreytt sig á aö afrita skjöl og skrautrita, með viöeigandi áhöldum og lit- um. Safnið hefur reynst henta fjölskyldufólki alveg sérstaklega vel, því börnum og unglingum finnst afar áhugavert það sem þarna er að sjá og reyna. Elsta járnbrú í heimi og lifandi útimark- aöir En Shrewsbury er í rauninni aðeins ofurlítill hluti af því sem er að skoða og upplifa í Shrops- hire í heild. Og þar sem bróðir Cadfael er rauði þráðurinn í ferðamannaútvegi skírisins, hefur verið búið til það sem heitir „Cadfael Mystery Car Trail", sem er eins konar leiðarvísir um skíriö og hvað þar sé áhugavert að skoða og reyna. Á þeim tíma sem sá er hér skrifar hafði til umráða, einni helgi, var í rauninni ekki hægt ab skoða nema brotabrot af því sem áhugavert væri, eða njóta þess sem hægt er að njóta. Samt gafst færi á að staldra við í Bridgnorth, þar sem fólk bjó sér til hella í klettana meðfram ánni og bjó í þeim eða hafði í þeim geymslur inn af híbýlum sínum — og gerir jafnvel enn að hluta. Sömuleiðis í lítilli sveitakirkju utan alfaraleiðar, þar sem fólkib úr þorpinu rétt hjá kom til að spjalla saman á sunnudags- morgni, hlýða á guðsþjónustu og líta eftir leiðum ástvina sinna. Koma við í Ironbridge, þar sem Abraham Darby hóf fyrstur manna að brenna járn úr grjóti með koxi í stabinn fyrir viðarkol, en segja má að það hafi veriö upphaf iðnbyltingarinnar. Þar reisti Abraham Darby III fyrstu járnbrú í heimi yfir Severnárgilið, sem enn stendur, og handan við það er Blist Hill Open Air Muse- um, lítiö þorp í aldargömlum stíl þar sem fólkiö gengur í klæðnaði eins og þá tíðkaðist, gengur til þeirra verka sem þá tíbkuðust og ber fram samskonar veitingar og þá tíðkubust. Þá var auðvelt að gleyma tím- anum í markaðsborginni Ludlow, með útimörkuðum og allskonar / ritstofunni í Shrewsbury Quest, Cadfael-minjasafninu í Shrewsbury, geta gestir og gangandi spreytt sig á ab búa til fornleg skjöl og lýsingar. Efþá rekur íþrot, geta þeir leitab abstoba bróbur Gareths, sem kann vel til verka. I Bridgnorth voru hellar í klettun- um mebfram Severnánni notabir sem híbýli og geymslur. Sumir gegna enn þessum hlutverkum, en abrir eru abeins menjar um libna tíma. uppákomum, sem margar hverjar byggjast á því að fá gesti og gang- andi sjálfa til þátttöku. Þess utan er þar haldin fjölsótt árleg hátíð með tónleikum og leikuppfærsl- um, fjölsótt og vinsæl, The Ludlow Festival. Víða í Miðlöndunum eru báta- skurðir, kanalar, þar sem hægt er að taka sér far með báti, eða jafn- vel leigja sér húsbát og róla um sjálfur og taka land þar sem mann lystir. Golfvellir eru víða og ýmiskonar íþrótta- og tóm- stundaaðstaða, í raun endalaus afþreying eins og hverjum hent- ar. Víba er að finna merktar gönguleibir um fallega og áhuga- verða staði. Gisting virðist vera á hverju strái, ýmist sem hótel, B&B (áning & árbítur eins og það heitir á fínu máli, bæli & biti manna á meðal), eða orlofsíbúði. fyrir tvo eða fleiri eftir atvikum. Og ef menn veigra sér við að aka sjálfir, virbist vera auðvelt að komast leibar sinnar með al- menningsfarartækjum, áætlunar- bílum, járnbrautum og síkjabát- um. Ein helgi í Shropshire er skemmtileg og öbruvísi utan- landsferð. Verst hvab hún er stutr. En hver segir að ekki sé hægt að vera lengur næst? S.H. í kofa Cadfaels úti ígarbi hafbi hann abstöbu til ab vinna úr jurtum sínum seybi og smyrsl, eba bara ebalvín. Þar má nú líta alls konar jurtir sem hanga til þerris, krukkur og glös og annab sem þessari ibju vibkemur. -6

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.