Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 8

Tíminn - 14.10.1995, Blaðsíða 8
8 Laugardagur 14. október 1995 Jónas Cubmundsson, rektor Samvinnuháskólans á Bifröst: Nýtist atvinnulífinu best aö nemendur kunni skil á sem flestu Tímamynd: Tt>. -En er stefnan sett á æöri sviö háskólastigsins, stendur til aö út- skrifa fólk meö master-gráöu í framtíöinni? „Nei, viö stefnum ekki á þaö. Viö horfum frekar til meiri verka- skiptingar á háskólastiginu í land- inu. Viö sjáum aö Háskóli íslands sækir meira inn í meistara og doktorsnám heldur en áöur og höldum, eins og reyndar háskóla- rektor hefur lagt til, aö fagháskól- ar eins og okkar geti betur sinnt þörfum á fyrri háskólastigunum." -Samvinnuháskólinn stendur í geysifögru umhverfi í Norðurár- dal í Borgarfirði. Bifröst er í um 150 kílómetra fjarlægö frá Reykja- vík, á miðju Vesturlandi. Hefur staðsetningin einhver áhrif á viö- fangsefni skólans? „Við teljum aö viö getum lagt atvinnulífinu á Vesturlandi til mjög margt og samstarf við það hefur þegar verið talsvert. Bæöi nemendur og kennarar hafa tekiö þátt í verkefnum í fyrirtækjum og stofnunum á svæðinu. Viö erum núna að auka samstarf okkar við sveitarfélögin á Vesturlandi, í gegnum Samtök þeirra, með námskeiöahaldi, ráðgjöf og fleiru. Samtökin hafa nýlega greitt fyrir því að í skólann komi svæðismið- stöö íslenska menntarietsins. Þetta styrkir okkar starf, en at- vinnulífið græðir einnig á aö þessi miðstöö komi hér, vegna lægri símagjalda og auöveldari aðgangs aö Internetinu; stööin veröur tekin í notkun 18. október nk." Jónas segist sjá þaö fyrir sér að á Bifröst rísi háskólaþorp í framtíö- inni: „Ég held ab við höfum nú þeg- ar stigið mjög stór skref í þá átt aö hér veröi háskólaþorp. Hér er orð- in hátt í tvöhundruð manna byggö yfir vetrarmánuðina. Hér er aö koma þjónusta sem tengist þessu, t.d. leikskólaaðstaða, og fleira. Þessi tilraun til að finna skólanum á Bifröst nýjan staö í menntakerfi þjóðarinnar, með því að hækka hann upp á há- skólastigið, hefur að okkar áliti tekist vonum framar. Það er oröin mikil eftirsókn eftir plássum hér og fólk sem er útskrifað héðan er vel metiö þegar kemur aö ráðn- ingu starfsfólks í atvinnulífinu. Auövitað þarf sífellt aö þróa slíkt Athugasemd vegna viötals viö formann Bœndasamtaka íslands í Tímanum 13. október 1995: Staöfesting á trúnaðarbresti í Tímanum 13. október 1995 segir Ari Teitsson: „Þaö er ekki okkar aö ákveba hvort ríkib velur sér til fulltingis einhverja samningsabila" og „Ef trúnab- arbrestur hefur orðib þá er hann á milli ASÍ og ríkisstjóm- arinnar. Viö getum ekki ákveb- iö hvenær þeir koma aö samn- ingsborðinu." Þessi ummæli eru í reynd stab- festing Ara á þeim trúnaöarbresti sem er orðinn á milli forustu bænda og verkalýðshreyfingar- innar og annarra aöila vinnu- markaöarins en jafnframt afneit- un á því samstarfi sem tókst á milli samtaka bænda og aðila á hinum almenna vinnumarkaði vib gerb kjarasamninga árið 1990. Þegar formaöur Bændasamtaka íslands segir að aðkoma verka- lýöshreyfingarinnar að búvöru- samningnum sé mál ríkisstjórn- arinnar þá er hann ennfremur aö segja aö bændur hafi ekkert að tala við verkalýðshreyfinguna um verö búvara, styrki til bænda sem eru skattgreiöslur launafólks og atvinnumál bænda og launa- fólks. Það er hryggilegt ab forusta bænda hafi svona viðhorf til sinna helstu viðskipaabila sem hafa ítrekað látiö í ljós vilja til aö finna sameiginlegar leiðir til lausnar vanda búvöruframleiðsl- unnar. Þetta eru sjónarmið sem koma úr lokuðum turni. Það skal tekið fram að landbún- abarrábherra hefur sagt á fundi með aðilum vinnumarkaðarins að hann vildi að þeir kæmu að gerð búvörusamningsins og ab haldið verði áfram því starfi sem var um stefnumörkun í landbún- abi. Benedikt Davíðsson Jónas Gubmundsson tók við stöðu rektors vib Samvinnuhá- skólann á Bifröst í sumar. Hann hefur starfab vib skólann síban árib 1989, en þá hafbi skólinn starfab eitt ár á háskólastigi. Jónas hafbi gegnt stöbu abstob- arrektors frá árinu 1991 til 1995. Tíminn forvitnabist hjá nýjum rektor um skólastarfib og framtíb stofnunarinnar. Jónas segir ab ekki verði um neinar stórkostlegar stefnubreyt- ingar að ræða í skólanum á næst- unni, enda sé nýlega búiö að fara í gegnum stefnumótun skólans og samþykkja stefnuyfirlýsingu hans í Skólanefnd. Þar hafi áherslur verið skerptar, horft fram á veginn og ákvebið hvernig skólastarfið yrði í stórum drátt- um. Þetta starf var unniö í tengsl- um viö að ný deild, sem útskrifar fólk meö BS-grábu í rekstrarfræð- um, tók til starfa við skólann. „Starfið mitt felst talsvert í því að kofna þessum stefnumálum og áherslum í framkvæmd, kynna, túlka, og auðvitab breyta rekstrar- þáttum í samræmi við stefnuna," segir Jónas. Grœnt símanúmer Krabbameinsfélagsins: 800 4040 Krabbameinsfélagib hefur nú tekib í notkun grænt símanúm- er, 800 4040, þar sem almenn- ingur getur fengib upplýsingar eba rábgjöf um krabbamein. Hægt er ab hringja í græna númerib hvaban sem er af land- inu, án þess ab greiba meira en innanbæjargjald fyrir símtalib. Það eru tveir hjúkrunarfræð- ingar, Bryndís Konráösdóttir og Guðbjörg Jónsdóttir, sem munu svara í símann milli kl. 9 og 11 virka daga, en utan þess tíma er símsvari. Símaþjónusta af þessu tagi hefur gefist vel erlendis og verið mikiö notuð. . Fólk er hvatt til aö notfæra sér þessa þjónustu Krabbameinsfé- lagsins ef það vantar upplýsingar um krabbamein, einkenni, meö- ferð, lyf, varnir o.fl. Þess má geta aö á Akureyri er Brynja Óskarsdóttir félagsrábgjafi með símatíma hjá Krabbameins- félagi Akureyrar og nágrennis kl. 13-15 virka daga í síma 461 1470. Jónas Guömundsson, rektor Samvinnuháskólans á Bifröst, viö skólahúsiö. -En í hverju er framtíðarstefna skólans fólgin? „Aöaláherslan verður á kennslu í rekstrarfræbum á háskólastigi. Þar erum við að tala um tveggja ára rekstrarfræðanám og viðbót- arnám sem veitir BS-gráðu. Áherslurnar verða á hagnýtt nám sem er tengt atvinnulífinu. Við miðum kennslufræðina við þetta, með mikilli verkefnavinnu og hópstarfi sem er eftirlíking af því sem menn eiga að vænta þegar þeir koma til starfa í atvinnulíf- inu. Viö ætlum ekki að vera með mikla sérhæfingu í náminu. Við teljum að á fyrri háskólastigum henti það best íslensku atvinnu- lífi ab fólk kunni skil á sem flest- um þáttum í rekstri og viðskipt- um. Þab hefur sýnt sig að fólk fer til starfa á mjög mmjög víða, á ólíkum vettvangi, og þarf að vera tilbúið til að breyta til, skipta um störf. Þannig nýtist atvinnulífinu best að nemendur kunni skil á sem flestu. Eina sérhæfingin sem viö bjóðum upp á felst í vinnslu lokaverkefna," segir Jónas. En þab eru fleiri þættir sem lögð er áhersla á í Samvinnuhá- skólanum. Skólinn hefur frá upp- hafi verið þekktur fyrir mikla fé- lagsmálaþjálfun nemenda sinna og enn er, til hliðar við reglulegt nám, rík áhersla lögð á félagsmál og fundatækni: nemendur eiga ab vera vel þjálfaöir á þessum svið- um þegar þeir koma út úr skólan- um. „Við höfum reyndar tekiö upp tvö önnur áhersluatriði í náminu. Upplýsingatækni fær aukið rými í námsskrá og starfi skólans. Við viljum undirbúa nemendur undir framtíðina í þessum efnum og þá fjölmörgu nýju möguleika sem eru að opnast í tölvusamskiptum — um leið undirstrikum viö að staðsetning skóla úti í sveit er honum enginn fjötur um fót. Við ætlum líka ab flétta breyttan veruleika í samskiptum og við- skiptum okkar hér á landi við umheiminn sem mest inn í starf- ið á sem fjölbreytilegastan hátt, og höfum endurskoðað námsefni og kennsluþætti með tilliti til þess." Er samstarf við erlenda háskóla á einhvern hátt þáttur í því? „Formlegt samstarf er ekki komiö á við einstaka skóla, en við höfum hvatt okkar nemendur í BS-náminu til að taka hluta af sínu námi við erlenda háskóla; vib viðurkennum það síðan sem hluta af þeirra námi. Vib munum fjölga erlendum fyrirlesurum og kennurum eftir því sem tök verba á — þeir eru þegar á dagskrá vetr- arins — og stefnum að samskipt- um milli skóla varðandi skipti á kennurum." starf áfram, og þab er orðið mjög þröngt um okkur, en stofnunin hefur fundib sér góban grundvöll til ab starfa á. Eitt merki um þroska stofnunarinnar er fyrir- hugað gæðamat á skólanum, sem vib væntum að fari af stað í vetur í samvinnu vib Menntamálaráðu- neytib og með þátttöku erlendra sérfræðinga." -Er það þá fólgið í beinu mati á skólanum sjálfum og því starfi sem þar fer fram? „Það er fólgið í mati á mjög mörgum þáttum, kennslufræð- inni og skipulaginu sem við höf- um komið okkur upp. í gegnum þetta mat eigum við að geta þró- ast ennþá áfram, lagað þá þætti sem má laga og treyst hina í sessi," segir Jónas. -Það hefur vakið nokkra athygli að mat á árangri nemenda við Samvinnuháskólann er nokkub óhefbbundið, jafnvel eru dæmi um að ekki séu tekin eiginleg lokapróf í námsgreinum. „Við leggjum mesta áherslu á símat meb allri þessari verkefna- vinnu. Þar sem nemendur eru að vinna mörg verkefni í hverri viku þá veitum við þeim stöðuga end- urgjöf á þeirra vinnu og það veg- ur mest í þeirra einkurin að lok- um. Þetta teljum við tryggja jafn- ari og betri vinnu í gegnum allan skólatímann og nýtast nemend- um vel. En við höfum líka loka- próf í velflestum áföngum." Þetta námsfyrirkomulag sem beitt er á Bifröst er byggt á erlend- um fyrirmyndum og og reynslu og hefur vakið athygli hérlendis. Nú eru ýmsir aðrir skólar hérlend- is að taka upp sambærilega kennsluhætti. Nemendur við Samvinnuhá- skólann eru um eitthundrað í vet- ur. Jónas segir að viö núverandi aðstæður sé í rauninni alls ekki hægt ab taka viö fleirum. Ef til vill á þessi takmarkaði fjöldi nem- enda ákveðinn þátt í því hversu vel skólanum hefur tekist að fóta sig í nýju hlutverki, móta starfið og ná því orbspori sem hann hef- ur gert á innan við áratug. Hvað framtíðin ber í skauti sér er síðan erfitt að segja til um, en saga Sam- vinnuháskólans hingab til lofar góðu. -TÞ, Borgamesi. Jóhann G. sýnir í Spari- síóbnum í Garðabæ Einn helsti popptónlistar- mabur sjöunda áratugarins, Jóhann G. Jóhannsson, hasl- abi sér völl sem myndlistar- mabur árib 1971 og vann síb- an jöfnum höndum ab tó'nlist og myndlist. Jóhann G. hefur sýnt alloft og sl. sunnudag opnaði hann enn eina sýningu í Sparisjóðn- um í Garðabæ, opið frá 14 til 17. Á sýningunni eru verk unnin með blandaðri tækni og vatns- litamyndir, allar frá þessu ári. Jóhann G. Jóhannsson fæst mest við náttúrustemmningar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.