Tíminn - 14.10.1995, Page 13

Tíminn - 14.10.1995, Page 13
Laugardagur 14. október 1995 13 Mest seldu amerísku dýnurnar Marco HUSGAGNAVERSLUN Langholtsvegi 111, sími 533 3500 Verzlunarskóli íslands 90 ára á morgun og býöur 6.630 nemendum til hátíöahalda: Andinn var fluttur í skjóöu í nýja skólann Verzlunarskóli íslands, sem á morgun fagnar 90 ára afmæli, hóf starf sitt á hógværan hátt, en sannaöi um leiö aö mjór er mikils vísir. í dag er skólinn meöal hinna stærstu í landinu meö hátt í þúsund nemendur, rekur sérstakan Tölvuháskóla VÍ og stofnar nú Verzlunarhá- skóla, en kennsla þar á aö hefjast 1998. Tvær stundir dag hvern í fyrstu Nafn Verzlunarskólans í Reykjavík sást fyrst á prentuöu máli í blööunum Þjóöólfi og ísa- fold, en þar birtist auglýsing þess efnis í október 1905 aö skólinn verði haldinn, 2 stundir dag hvern frá 8 til 10 árdegis, aö desember fráteknum, eins og segir í auglýsingunni. Skólinn var í fyrstu til húsa í Mjóstræti 3, í húsinu Vinaminni sem enn stendur í Grjótaþorpi. Síðar flutti skólinn í Melstedshús milli Lækjartorgs og Hafnar- strætis, þá í Hafnarstræti 19. Frá 1912 til 1931 var skólinn til húsa aö Vesturgötu 10, að hann flutti að Grundarstíg 24. Þar var skólinn lengst starfandi, eöa í 54 ár, og þótti andinn í þeim skóla til mikillar fyrirmyndar. Núverandi bygging Verzlun- arskóla íslands að Ofanleiti 1 var tekin í notkun árið 1986 og olli straumhvörfum í öllum rekstri hans. Eölilega óttuðust menn um aö „gamli andinn" af Grundarstíg mundi láta á sjá viö flutninginn. En svo varö ekki. Einhverjum datt þaö snjallræði í hug aö handsama í skjóöu nokkra „sálina" úr gamla skól- anum, sem þeir síöan slepptu lausri í nýbyggingunni. Þetta bragö heppnaöist að sögn afar vel og andinn í skólanum er hinn sami og verið hefur um áratuga skeið. Nafntogabir Verzlingar Verzlingar, eins og nemendur kalla sig gjarnan, hafa frá fyrstu tíð verið menntaðir til starfa í atvinnulífinu og þá ekki síst viö- skiptalífi og verslun. En það er ekki endilega lokatakmark Verzlinga aö stunda viöskipti. Nemendur hafa aö loknu námi við skólann farið til margskonar annarra og óskyldra starfa. Þannig er biskup íslands, Ól- afur Skúlason, stúdent frá Verzl- unarskólanum. Það er Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráöherra líka, sem og Ólafur Egilsson sendiherra og Helgi Ágústsson ráöuneytisstjóri í utanríkisráöu- neytinu. Kristján Ragnarsson hjá LÍÚ lauk námi úr Verslunar- deild skólans og var mikill „óra- tor" á sinni tíö á mögnuðum málfundum skólans. Jóhanna Siguröardóttir, alþingismaður og formaöur Þjóövaka, var hins vegar ekki mikið í pontunni á sínum yngri árum í skólanum. Helga Jónsdóttir borgarritari er menntuð frá Verzlunarskólan- um, og það eru líka Jóna Gróa Sigurðardóttir og Vilhjálmur Vilhjálmsson borgarfulltrúar og Ellert Schram, forseti íþrótta- sambands íslands. Ótal marga fleiri mætti telja upp og sá listi yrði langur. Ekki fara allir í versl- unarstörf Þaö er athyglisvert aö hjá 44 stærstu fyrirtækjum landsins, samkvæmt lista Frjálsrar versl- unar, eru 14 Verzlunarskóla- menn stjórnendur, þar af fjórir hjá 10 stærstu fyrirtækjunum. En eins og fyrr sagði, halda hreint ekki allir Verzlingar til viðskipta og verslunar. Núna eru um 600 stúdentar frá skól- anum viö nám í Háskóla ís- lands. Af þeim eru 29% í við- skiptadeild og 15% í lagadeild. í heimspekideild eru 95 nemend- ur frá Verzlunarskólanum eða 16% og 11% í læknadeild eöa 678 nemendur. Þá eru 38 Verzl- ingar í verkfræðideild eöa 6%. Ennfremur eru nemendur frá skólanum í tannlæknadeild, raunvísindadeild og félagsvís- indadeild. Nágrannarígur og vinahugur Verzlunarskólinn hefur lengi veriö kunnur fyrir öflugt félags- líf af öllu tagi. Ekki er alveg laust viö að mílli nágrannaskólanna í Þingholtunum, Verzló og MR, hafi verið nokkur rígur. Hins vegar ríkti mikil vinahugur Verzlinga í garö Kvennaskólans í Reykjavík og nemenda hans, og sú vinátta var oft á tíöum gagnkvæm! Innan veggja Verzl- unarskólans hafa fegurstu stúlk- ur landsins ævinlega numiö fræöin. Þar voru fegurðardrottn- ingarnar Hólmfríöur Karlsdótt- ir, Berglind Joharisen, Unnur Steinsson, Guörún Möller, Pá- lína Jónmundsdóttir og Hrafn- hildur Hafsteinsdóttir, núver- andi feguröardrottning lands- ins. Og svo auðvitað allar hinar, sem skipta þúsundum. Sjálfkrafa í Heim- dall! Verzlingar fyrri tíma voru pól- itískir — gegnumbláir og gengu nánast sjálfkrafa í Heimdall. í dag er öldin önnur. Þorvaröur Elíasson skólastjóri segir okkur að pólitískur áhugi, bæbi í Verzlunarskólanum og öörum framhaldsskólum, sé nánast enginn. Áhugamálin eru allt önnur í dag, listir, íþróttir og tómstundamál af fjölbreyttu tagi. Verzlunarskólinn hefur haldiö uppi ýmsum „tradisjón- um" í félagslífi sínu og nægir þar aö benda á Peysufatadaginn og hið stórbrotna Nemendamót skólans. Á 90 árum hafa fimm menn stýrt Verzlunarskóla íslands: Ól- afur G. Eyjólfsson frá 1905 til 1915, Jón Sívertsen frá 1915 til 1931, Vilhjálmur Þ. Gíslason frá 1931 til 1953, dr. Jón Gíslason frá 1953 til 1979, og Þorvarður Elíasson frá 1979, en hann fékk leyfi frá störfum 1990 til aö gegna starfi útvarpsstjóra ís- lenska útvarpsfélagsins, og var Valdimar Hergeirsson þá skóla- stjóri á meðan. Vilhjálmur Þ. Gíslason gegndi líka þeirri stööu hjá Ríkisútvarpinu eftir aö hann lét af störfum við Verzlunarskól- ann. Eina leiðin til að læra almennilega bókfærslu „Nemendur héöan fara í allar áttir, rétt eins og nemendur annarra framhaldsskóla. Þaö fellur vel aö okkar stefnu, viö er- um ekkert endilega að búa fólk undir viöskiptafræði. Þaö er ab vísu mjög traust og greiðfær leiö að fara fyrst í Verzlunarskólann og síöan í viðskiptafræði. En við teljum jafnvel enn meiri ástæöa til aö kenna væntanlegum lög- fræðingum, prestum og Iækn- um og öðrum þessar viðskipta- greinar, því alls staðar eru viö- skipti. Læri lögfræðingar og verkfræöingar ekki bókfærslu í Verzlunarskólanum, þá lærir hann aldrei almennilega bók- færslu," sagði Þorvaröur Elías- son skólastjóri í gær. Verzlunarskólinn er talinn einn best útbúni skóli Evrópu hvaö tölvukost áhrærir. Tölvu- háskóli VÍ er rekinn af skólan- um. Og nú vinna arktitektar að því að teikna nýjan skóla, sem á aö rísa á vesturhluta lóðar Verzl- unarskólans við Ofanleiti — Verzlunarháskóli íslands mun standa þar. Sá skóli verður opn- aður1998. - JBP FROSTVARNIR A VATNSINNTOK Því að taka óþarfa áhættu. Láttu leggja hitastreng á vatnsinntakið Hitastrengur - frábær reynsla Rafhitastrengirnir frá Sigurplasti hafa verið notaðir á íslandi í yfir 20 ár. Árangurinn er mjög góður. Hætta á frostskemmdum er engin. Einungis þarf að tengja strenginn við 220 V straum og strengurinn hitnar sjálfkrafa þegar kólnar í veðri. Komið í veg fyrirfrostskemmdir nteð hitastrengnum frá Sigurplasti Rafhitastrengurinn kemur í tilbúnum settum og er hann sjálfhitastillandi. Útsölustaðir eru: Glóey, Ármúla 19 og Rafvörur, Ármúla 5, Reykjavík, Rafport, Kópavogi, Rafbúð Skúla, Hafnarfirði, Árvirkinn, Selfossi, Raflagna- deild KEA, Akureyri. O SIGURPLAST" VÖLUTEIGUR 3, MOSFELLSBÆ. SÍMI 566-8300 Dæml um frágang á lelðslu tll að koma í veg fyrir trostskemmdir.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.