Tíminn - 14.10.1995, Qupperneq 14

Tíminn - 14.10.1995, Qupperneq 14
14 flliKWI Laugardagur 14. október 1995 Hagvrðingaþáttur Ég sá Þröst á kvistinum Að Þresti sestnm segja memi — sem er kannski von: „Þingflokkur krata siglir senn sömu leið ogKRON." Þjóstólfur Buslubænir tíðkast enn og er engu líkara en aö menn trúi á mátt bundins máls, þegar sá gállinn er á. Hér á eftir er svolítið innlegg í stjórnmálabaráttuna og er í einsýnna lagi. „La falla," sagði Óli Maggadon og er okkur ekki vandara um en danska skipstjóranum, sem trúði á ka- skeiti Óla úti á vita og kastaði akkeri í hafnarkjaftinum. Örlagaflokkur Sjálfstœðissvikaflokkur selur og prettar okkur, dró löngum drullusokkur drœsuna eftir sér. Þjóðlífið þríigar bara, því liggur á sem mara, hann má til fjandans fara fljótt vestur burt frá mér og aldrei aftur snúa, í víti stöðugt búa, heimsbyggðin hann má þúa sem hundspott, hvað hann og er. HG I i Þetta má nú brúka meö, eins og stjornarráðsfulltrúinn sagði við Benedikt Gröndal, eitt sinn þegar hann var full- ur og lét landstóipanna hafa það á leiðinlegri útihátíð. Þögnin Tíminn líf okkar saman setur sitt úr hverri ögninni. Nú fer ég að þekkja fólkið betur — og flest afþögninni. Auðunn Bragi Sveinsson Æskan Glaðvœr löngum œskan er, ör aflífsins kœti, og annað veifið unir sér við alls kyns skrípalœti. ABS Basl Hljóðna oft vor hlátrasköll, harðar raunir þolum. Hjá oss tíðum auðnan öll er í handaskolum. Pétur Stefánsson Botnar og vísur sendist til Tímans Brautarhoiti 1 105 Reykjavík P.s. SKRIFIÐ GREINILEGA ÚTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræöings, er óskab eftir tilbo&um í byggingu 3. áfanga Ölduselsskóla. Útbo&iö nær til jar&vinnu, uppsteypu og utanhússfrágangs. Útbo&sgögn ver&a afhent á skrifstofu vorri, aö Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000 skilatryggingu. Tilboöin ver&a opnuö á sama staö þri&judaginn 24. október 1995, kl. 11:00 f.h. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR (REYKJAVÍK PURCHASING CENTER) Fríkirkjuvegi 3 - Sími 5525800 5631631 5516270 v V Sími Fax: Gleraugun skapa manninn Flestir eöa aliir þeir, sem komast til vits og ára, þurfa á gleraugum að halda. Sumir allt frá unga aldri og aðrir þegar þroskinn færist yfir og sveigjanleiki augn- anna minnkar. Gleraugu eru ekki aðeins tæki til að skerpa sjónina, heldur eru þau líka hluti af persónuleika hvers og eins. Tækni í gerð sjón- glerja fleygir fram og umgjörðir breytast, og eins og á öðrum sviðum ræður tískan hvernig gleraugu em í laginu og hvernig þau fara manni. Heiðar Jónsson hefur um nokkurt skeið leiðbeint við- skiptavinum Linsunnar um val á gleraugum, en það er afar ein- staklingsbundið hvers konar umgjörðir passa fólki og er val á gleraugum ekki einfalt mál, eins og sumir skyldu ætla. Hvernig gleraugu á að fá sér er svo bund- ið við persónu að ekki er hægt að gefa einhlít svör vib svo sak- leysislegri spurningu. Heibar: Einn skemmtilegasti þáttur minnar vinnu er að fara reglulega niður í Linsu og ráð- leggja fólki meö gleraugu. Af langri reynslu get ég fullyrt að ekki er hægt að gefa neinar ákveðnar reglur um gleraugna- form. Fólk verður að máta, því að þótt tískan spili inn í, veröur hver manneskja ab velja sér gleraugu við hæfi. Reglan er sú ab gleraugnaum- gjörbin veröur að fylgja augna- brúnalínu og kinnbeinalínu, passa augnstærð og breidd and- litsins og breidd á milli augna. Þegar tískan býöur, eru þessar reglur stundum þverbrotnar og farið í andstöðu við þetta eðli- lega form. Þetta getur gengiö, en andstaban er á öllum svib- um. Það þýðir til dæmis ekki að fara í andstöðu við augnabrún- ina en ekki kinnbeinin. Þab þarf ab vera jafnvægi í andstöðunni. Það getur veriö mjög skemmti- legt, ef fólk vill vera svolítið áberandi, ab brjóta viðurkennd- ar reglur. Heiðar Jónsson, snyrtir, svarar spurningum lesenda Hvemig áég a6 vera? Andlitslag og tíska Ef fólk vill aftur á móti láta umgjörðina falla betur að and- litsfalli sínu, er aðalatriðið að hún falli vel við höfuðlag og andlitsfall. Aldrei má gleymast að gler- augu eru fyrst og fremst til þess að skerpa sjónina, en ekki sakar þótt þau fari fólki vel, enda eru þau hluti af persónuleikanum. Tískan spilar náttúrlega tals- verba rullu, en þótt farið sé eftir þeim straumum verður fólk að gæta þess vel að gleraugu falli vel að andlitsdráttum. Sumu fólki fara allar gleraug- naumgjöröir vel, en erfiðara er að aðstoða marga aðra, vegna þess hve það er takmarkað hvað hentar fólki. En það kemur aldr- ei í ljós hvað hverjum passar fyrr en farið er að máta. Maður getur stabið frammi fyrir að aðstoða smágerða og laglega konu sem allar umgerðir fara vel. Svo getur komið önnur kona næst á eftir, mjög lík hinni fyrri, sem ber umgjörð illa. Þarna getur munað miklu hvernig neflag er, hve hátt gler- augun sitja á andlitinu og fleira af því tagi. Svo getur komið stórgerð manneskja sem þarf smágerð gleraugu, og líka stórgerð manneskja sem þarf grófgerð gleraugu og eins líka smágerð manneskja sem þarf stórgerð gleraugu. Yfirleitt er mjög erfitt að gefa neina sérstaka línu um gleraugnagerð, þetta er svo per- sónubundið. Fylgihlutir sem skerpa sjónina Gleraugu eru í sjálfu sér fylgi- hlutir og er ekkert nema gott um það aö segja að fólk breyti til. Karímabur þarf að eiga tvenn gleraugu, önnur í vinn- una og hin þegar hann vill vera svolítið sparilegur. Ef vel á að vera, þarf kona ab eiga þrjár tegundir gleraugna: þessi daglegu sem eru hlutlaus og passa við allt, kvöldgleraugu sem hún setur upp þegar hún fer í kvöldklæðnað, og svo aftur gleraugu sem er kannski skipt oftar út og þau þurfa að vera dá- lítið nýtískuleg. Þannig að þegar kona fer í nýjasta tískufatnað- inn sinn og ætlar að vera voða smart og nota mjög hlutlaus gleraugu, þá skerðist heildar- myndin. Ef konan fer í kvöld- kjól með sömu gleraugu og hún var með í vinnunni og passar fyrirtækinu, þá er hún að nokkru leyti sama manneskja og hún var klukkan níu að morgni, þegar hún klæddi sig í vinnufötin. Gleraugu skipta miklu máli hvað varðar útlit. Mabur sem notar hornspangargleraugu í vinnunni, gjörbreytist þegar hann setur upp smágerð gler- augu með stálumgjörð. Ef hann er þannig í útliti og framkomu að honum fara aðeins ein teg- und af gleraugum, getur hann orðið asnalegur þegar hann breytir skyndilega um stíl og persónuleika. En sé hann aftur á móti þannig í laginu að honum passi öll gleraugu eða umgjörð- ir, þá skerpir það aðeins per- sónuleikann ab breyta til. En það er nú einu sinni svo að sumu fólki passa flestar flíkur eða tegundir fatnaðar, en öðr- um síður. Það er eins meö gler- augun. ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.