Tíminn - 23.12.1995, Qupperneq 3

Tíminn - 23.12.1995, Qupperneq 3
Laugardagur 23. desember 1995 WtömMw 3 Samnorrœnt sendiráö í Berlín. Sigríbur Siguröardóttir arkitekt hjá Framkvœmdasýslunni: Sendiráð okkar sómir sér vel á þessum stað Hér er líkan af vinningstillögunni, sem arkitektarnir fengu 3,5 milljónir króna fyrír og mikla vinnu í nœstu framtíb. Hús íslands er litli kubburinn vinstra megin á myndinni, en sameiginlega byggingin vib Rauchstrasse er stærsti kubburinn lengst til hœgri. Norburlöndin fimm munu byggja sameiginlega bygg- ingasamstæbu fyrir sendiráb sín á Dýragarbssvæðinu í Berl- ín, hinni nýju höfuðborg Þýskalans. Allur sendiráðs- rekstur mun þá hverfa frá Bonn. Efnt var til opinnar sam- keppni arkitekta um tillögu að heildaruppbyggingu svæðisins, þar sem byggingarlist var látin endurspegla norrænt samstarf, auk þess sem keppendum var ætlað að gera tillögu að aðal- byggingu fyrir sameiginlega starfsemi sendiráðanna. Þátt- taka reyndist mikil, því 222 til- lögur bárust, þar af 4 frá íslandi. Sigurvegarar voru tveir ungir arkitektar, Tiina Parkkinen frá Finnlandi og Alfred Berger, en þau starfa saman í Austurríki. Þau fá það verkefni að sjá um heildarskipulag svæðisins og staðsetningu einstakra sendi- ráðsbygginga, auk þess aö hanna aðalbygginguna, þar sem Vestfiröir: Kaflaskil í sam- göngum Kaflaskil urðu í samgöngu- málum íbúa á noröanverb- um Vestfjöröum í gær þegar Halldór Blöndal samgöngu- rábherra opnaði formlega jarbgöngin undir Breiba- dals- og Botnsheibi fyrir al- mennri umferð. Með tilkomu jarðganganna verður heilsársvegur á milli helstu þéttbýlisstaðanna á svæðinu, sem hafa ákveðið að sameinast í eitt sveitarfélag. Kostnaður við göngin er talin verða eitthvaö nálægt fjórum milljörðum króna sem er 15% meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Það helgast ab- allega af þeim viðbótarkostn- aði sem varð vegna ófyrirséðs vatnsrennslis við jarðganga- gerðina. Þrátt fyrir ab búið sé að opna göngin fyrir almennri umferð er ýmsum verkþáttum ólokið og m.a. malbikun veg- ar. Það verk verður unnið næsta sumar ásamt fleiru og á þeim tíma verður göngunum lokað. Heildarlengd þeirra er 8.683 metrar en með vegskál- um eru þau alls rúmir 9 kíló- metrar eða 9.113 metrar. Verksamningur á milli Vegagerðar ríksins og Vestur- íss sf. um jarðgangagerðina var undirritaður 6. júní 1991 og formleg vinna við þau hófst nokkru síðar, eða 5. september sama ár. En Vestur- ís er sameignarfyrirtæki ís- lenskra, sænskra, norskra og danskra verktakafyrirtækja. Verktaki við ljósa- og hurða- búnað var Póllinn hf. á ísa- firbi. -grh ýmis sameiginleg starfsemi sendiráðanna fimm mun fara fram. Hér var í raun um að ræða fyrri áfanga í tveggja áfanga keppni arkitekta, því tillagan sem fyrstu verðlaun hlaut verð- ur notuð sem grunnur í forsögn samkeppnislýsingar fyrir sendi- ráðsbyggingu hvers lands fyrir Þrír íslenskir læknar hafa síð- an í haust sinnt læknisstörf- um í Scoresbysundi á Græn- landi, eina til tvær vikur hver. Og sá fjórbi verður þar sömu erinda yfir jólin. Að sögn Ól- afs Ólafssonar landlæknis bár- ust óskir um þab frá græn- lensku heilbrigðisstjórninni, sem lítur formennsku Jonat- hans Motzfeldts, hvort íslend- ingar gætu hlaupið undir bagga við mönnun læknishér- aða á Grænlandi. Sérstaklega hafi þeir átt í vandræbum með að fá lækna til Scoresby- sunds, sem er mjög einangrab- ur stabur rúmlega 400 km nokkurn veginn í hánorður frá Hornbjargi. Siglfiröingar munu t.d. vera næstu grannar þeirra u.þ.b. 500 manns sem þar búa. „Þetta vandamál Grænlend- inga nú er líkt og hjá okkur í gamla daga þegar við áttum í vandkvæðum meb ab manna afskektari læknishéruð hér á landi", sagði landlæknir. Eftir viðræður við lækna hér heima hafi 6 til 7 þeirra sýnt áhuga á að hlaupa í skarðið. Nöfn þeirra sig. Sú keppni verður haldin í viökomandi löndum. Vinning- stillagan mun ráða innbyrðis af- stöðu sendiráðsbygginganna og móta heildaryfirbragð á húsa- gerðarlist svæðisins. Sigríður Guðmundsdóttir arkitekt hjá Framkvæmdasýsl- unni sagði að fólk þar á bæ væri afar ánægt með þá staðsetningu hafi veriö send til grænlensku heilbrigðisstjórnarinnar. Pétur Pétursson, heilsugæslu- læknir á Akureyri, Þengill Odds- son á Reykjalundi og Edvard Ki- ernan á Akureyri hafa þegar þjónab íbúum Scoresbysunds. Og Jón Aðalsteinsson á Húsavík veröur þar á læknavaktinni núna yfir jólin, að sögn Péturs, sem fór út fyrstur, mánaðamót- in ágúst/september. Lekanda varð Pétur ekki var við og ekki vitað um neitt tilfelli hans í meira en hálft ár. Þótt fólk hafi leitað til hans með al- kunna kvilla eins og eyrnabólgu í börnum, segir Pétur þá kvilla sem mest ber á í Scoresbysundi samt allt aðra en þá sem hann er vanastur hér heima. „Þetta er aðallega alkóhól- ■ tengt; slysfarir og magabólgur og magasár og þessháttar sem eru þarna miklu meira áberandi. Áfengið er þeirra heilbrigðis- vandamál númer 1, 2 og 3." Skömmu eftir að eina búbin í bænum er opnuð, klukkan 3 á daginn, segir Pétur að helming- ur bæjarbúa sé orðnir fullir. Sjálfsagt sé eitthvað reynt ab sem íslenska sendiráðið fær samkvæmt vinningstillögunni. „Við blösum sæmilega við á svæðinu, erum við endann á því og í skjóli við þunga umferðar- götuna. Við sómum okkur sæmilega þar sem við erum, þannig að vib erum sátt við nið- urstöðuna," sagði Sigríður. sporna við þessum gífurlega drykkjuskap. Til dæmis sé öðru hverju verið að loka fyrir áfeng- issölu. En þá bruggi menn bara og drekki gambra. Enda sagðist Pétur ekki hafa orðið var vib áhuga hjá nokkum manni fyrir því að hætta að drekka. Spurður hvort hann hafi ekki þrátt fyrir allt verið gaman að þessari för svaraði Pétur: „Nei, það er ákaflega sorglegt að horfa upp á þetta. Þessi þjóð er svo illa komin. Einhvern vegin held ég þó að ástandið sé hvergi á Grænlandi eins slæmt og í Scor- esbysundi." Þrátt fyrir það segist hann geta hugsað sér að fara öbru sinni til afleysinga í Scoresby- sundi. „Því þetta er auðvitað mikið ævintýri". Náttúran sé stórbrotin. Hafísinn t.d. og sam- spil íss og sólar. Allt sé þarna geysilega ólíkt því hann hafi áð- ur kynnst og flestir hlutir komi á óvart. Scoresbysund segir Pétur vera samfélag veiðimanna og öryrkja þar sem veiðimennirnir séu þó í töluverðum minnihluta. „Það er hryggilega mikiö um öryrkja og Spádómar rœttust ábur en Vikan komst úr prent- un: Hraövirk völva Vikunnar Þegar völvan jós úr skálum spádómsgáfu sinnar í nóvem- ber við blabamann Vikunnar gat hún um mannshvarf, mikla sölu hjá hugbúnabar- fyrirtæki ungra mann og að Gvendur Jaki myndi hætta. Allt er þetta nú komib á dag- inn — ábur en blabib komst í hendur lesenda sinna. Samkvæmt ritstjóra Vikunnar var reynt að grípa inn í prent- vinnslu á spádómunum og fella þessa þrjá niöur en það reyndist urn seinan og því munu lesend- ur þurfa ab lesa skjótvirkar spár völvunnar. Auk þess spáir völvan því að afar myndarlegur karlmaður hreppi búseturétt á Bessastöð- um, íslendingar fái ab kynnast nýrri hlið á Davíð Oddssyni, fylgi Framsóknarflokksins muni dala nokkuð í skoðanakönnun- um, bókaforlag líði undir lok, íslenskur aðili hljóti upphefð í erlendum kvikmyndaiðnaði, miklir landsskjálftar ríði yfir á fallegu kvöldi á næstu 12-18 mánuðum en mannslíf eru ekki í hættu og margt fleira sá völv- an í kertalogunum fimm sem hún horfði einbeitt á meðan hún las í komandi ár. Ekki má heldur gleyma því að sjö mögur ár eru samkvæmt völvunni lið- in og eigum við því sjö vetra langt góðæri framundan. Spádómar völvunnar í Vik- unni vekja iðulega athygli á Norðurlöndunum og hafa þeir nú þegar birst á forsíðu í Ber- lingske Tidende og Sænska kvöldblabinu. -LÓA atvinnuleysingja. Þetta fólk á heldur ekkert val. Þab er svo dýrt að ferðast og fara á brott og Grænlendingar virðast heldur hvergi þrífast annars staöar en þeir eru fæddir." Ekki sé um neina eiginlega framleiöslu eba atvinnu að ræöa í Scoresby- sundi. Veibar stundi menn ein- göngu til að afla sér og sínum matar, auk þess sem þeir geti selt eitthvað smávegis af skinn- um. Auk sels veiði menn m.a. refi, sauðnaut og ísbirni. „Það sem merkilegast er vib þetta allt saman er, að þegar þeir fara til veiða og eru kannski vik- um og mánuðum saman, þá koma þeir oftast lifandi til baka. Það er eiginlega alveg furðulegt, því þeir nota aldrei áttavita og eru þarna við veiðar í myrkri úti á hvítum ísnum að veiða hvíta ísbirni. Það er allt hvítt og auö- vitað lenda þeir líka í illviörum. En flestir koma þeir samt lifandi til baka — og er í rauninni miklu meiri hætta búin þegar þeir koma heim. Enda er mebal- aldur manna þama abeins um 35 ár, segir Pétur Pétursson. ■ -JBP Fjórir íslenskir lœknar hafa fariö til Scoresbysunds til afleysinga: íslendingar hlaupa undir bagga með Grænlendingum

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.