Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 4

Tíminn - 23.12.1995, Blaðsíða 4
4 Laugardagur 23. desember 1995 STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Tímamót hf. Ritstjóri: jón Kristjánsson Ritstjórnarfulltrúi: Oddur Olafsson Fréttastjóri: Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Brautarholti 1, 105 Reykjavík Sími: 563 1600 Símbréf: 55 16270 Pósthólf 5210, 125 Reykjavík Setning og umbrot: Tæknideild Tímans Mynda-, plötugerb/prentun: ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaðaráskrift 1550 kr. m/vsk. Verð í lausasölu 150 kr. m/vsk. Fjölskyldujól Þaö er talað um að jólin séu hátíð barnanna, og þó mögum þyki þetta talsvert mikið notuð klisja kemur hún talsvert nærri kjarna málsins. Eftirvæntingin og fölskvalaus gleðin sem sak- laus börnin upplifa í jólahaldinu er mikilvæg- ur ljósgeisli í lífi þeirra á dimmum og löngum vetrardögum, ekki síst þegar foreldrarnir hafa þurft að vinna mikið og lengi og eru því þreytt og pirruð þegar kemur að fjölskyldulífinu. Það er því í rauninni afar mikilvægt að for- eldrar, ömmur og afar og aðrir fullorðnir gefi sér tíma til að gleðjast með börnunum. Á ís- landi hefur sem betur fer ekki komist upp sú venja, sem sums staðar erlendis er landlæg, að jólin séu 'tilefni til hressilegrar áfengisneyslu. Afar sjaldgæft mun vera að veitt sé vín í jóla- boðum hér og almennt virðist sú skoðun ríkj- andi að jólin, ekki síst aðfangadagskvöld, séu tími fjölskyldunnar þar sem fullorðnir halda hátíð með börnum sínum. Draugfullir, slafr- andi og kjánalegir pabbar og mömmur eru ekki líkleg til að veita barni þá hlutdeild í gleði jólahaldsins sem það á heimtingu á. Vegna þess að víndrykkja er ástunduð víða erlendis um jól og vegna þess að annað slagið koma upp raddir um að ekkert sé að því að „fá sér að- eins í glas" um jólin, er full ástæða til að hvetja fólk til að viðhalda þeim sið sem hér hefur ver- ið, að halda fjölskyldujól — án áfengis. Fjarlogin Alþingi hefur nú afgreitt fjárlagafrumvarpið eftir mikið japl, jaml og fuður. Hér er eðlilega um umdeilt mál að ræða og sínum augum lít- ur hver silfrið. Niðurstöðutölur frumvarpsins hljóða upp á 3,9 milljarða halla sem er í sam- ræmi við þá stefnumörkun sem lagt var upp með. Gagnrýnisraddir hafa verið háværar að undanförnu, enda um aðhaldsfrumvarp að ræða. Hins vegar vekur athygli að félag vinnu- veitenda á almennum markaði, hefur gefið til kynna að hér séu á feröinni trúverðugri fjárlög en oft áður. Þetta segir VSÍ þrátt fyrir að skatta- álögur hafi heldur aukist á fyrirtæki, sem sam- bandið hefur mótmælt. Nú ríður á að mat VSÍ sé rétt og þessi trúverðugleiki standist. Jólahugvekja Gleð þig særba sál ur. Þú ert ef til vill einn af þeim sem hrakist hafa frá boröi allsnægtanna. Kannski sérðu fram á þaö að geta ekki veitt þér þaö sem vonir þín- ar og þrár gerðu ráö fyrir. Þá er gleði þín yfir jólum sjálfsagt blandin því að sárast er að geta ekki veitt sér og sínum myndarlega þeg- ar umhverfið allt flóir af nauðsynjum og lúx- us, skarti og glitklæðum. Ekki síst þegar þú ert alinn upp í samfélagi þar sem hefur verið hamrað á því að allir hefðu það gott, engin fátækt væri til, engin stéttaskipting þrifist, þjóðin væri smá, rúm væri fyrir alla. Ég vinn við verslunargötuna Laugaveg í Reykjavík og nið- ur jólaundirbún- ingsins þrýstir sér óvæginn inn um gluggann minn. Vel búið fólk röltir undir jólastjörn- um skreytinganna milli glæstra búða í þjóðfélagi alls- naegta. Á hæðinni fyrir neðan mig er að- setur Hjálpar- stofnunar kirkj- unnar. Á bænum þeim bregður heldur betur fyrir annarskonar lit- brigðum. Biðraðir fátæks fólks upp á hvern dag — fólk kemur til þess að fá hjálp, oftast matarpoka. — Mörg hundruð manns á síðustu dögunum fyrir fæðingarhátíð frelsarans. Fátækt, ör- birgð, vonbrigði og erfiðleika má lesa úr and- litum þeirra. Þetta er spássíufólkið. Fólkið sem kemst ekki fyrir á þokkalegum stað á blaðsíðu samfélagsins og er rutt eða hrekst út á spássíuna. Þetta er fólk, fólk með vonir, drauma og væntingar. Fólk ekki í ósvipaðri stöðu og það fólk sem myndaði mannþröngina um frelsar- ann og fylgdi honum um fjöll og firnindi. Fagnaðarerindið höfðaði, að sagt er, frekar til hinna verr settu, því að Guðs orðið boðar von og vonin er eina haldreipi þess sem ekk- ert á nema hörmungina. Ekki veit ég hvort fátækir nútímans sinna meira um Krist en aðrir. Ef til vill hafa þeir ennþá frekar orðið sinnuleysinu að bráð. Sagt er að sinnuleysi sprottið upp af vonleysi sé fylgifiskur fátæktarinnar. Væntanlega er sinnuleysið einkenni á okk- ur flestum. Sinnuleysið gagnvart hlutskipti náungans og þar með gagnvart Kristi. Við er- um held ég reyndar flest góðhjörtuð, hófsöm og kærleiksrík, en það er allt í bland við eig- ingirni okkar, sjálfselsku og græðgi. Við erum altjent svolítið fyndin í velmeg- unarstandi okkar og sjálfsdýrkun og fæst okkar hafa mikinn metnað til þess að gera eitthvað sérstakt með lífið, þetta eina dýr- rnæta hérna megin fljóts. Það er eins og vanti heilbrigt sjálfsálit í okkur flest. Sjálfsálit sem kemur aðeins — og þá aðeins — ef barn elst upp í örvandi og hvetjandi umhverfi þar sem því er daglega kennt að það sé sérstakt og að það sé elskað. Allt of oft einkennist hegð- un okkar af derringi, sem sprettur af minnimáttar- kennd. Samskiptin við aðra verða eftir því. Við verðum hrædd við að slá af, gefa eftir, setja okkur í spor annarra, skilja stöðu og sjónarmið meðbræðra, vinnufélaga, maka. Og metnaðarleysið gerir okkur að neytendum þegar við hefðum getað orðið skaparar, þiggjendum þegar við hefðum getað orðið gef- endur, átroðendum þegar við hefðum getað orðið ræktend- Það er ekki verra en hvað annað að velta lífi sínu og lífsstefnu fyrir sér á jólunum. Ert þú, lesandi góður, að lifa einhverju því lífi sem þú mátt vera hreykinn af, eða er líf þitt skelf- ing snautlegt? Ert þú fórnarlamb sinnuleysis og fánýtis? Er líf þitt eftirsókn eftir vindi? í þessu samhengi mætti prédika: Hver mað- ur á að rækta með sér góða eiginleika og hann á að rækta út úr sér eða frá sér vonda eiginleika. Og hann á að auðvelda börnum sínum lífshlaupið og ala þau upp á örvandi og hvetjandi hátt, þannig að þau vaxi upp sem heilsteyptir einstaklingar, sem létt eigi með aö tengjast öðrum; vaxi upp sem ein- staklingar með heilbrigt sjálfsálit, einstaklingar meö jákvæða mynd af sjálfum sér, ein- staklingar með metnað til þess að gera eitthvað með líf sitt. En látum alla prédikun í friði og höldum til jól- anna. Ég hef ekki lesið jólaguðspjall- ið — um það þegar María og Jósef fóru til Betlehem og hún varö léttari — síðan um síðustu jól og hlakka til að heyra það nú. Þaö hefur fylgt mér frá frum- bernsku. Það kom inn í hangikjötið um út- varpið yfirleitt úr barka Jóns Auðuns dóm- kirkjuprests, þegar ég skrallaði í fnig matinn í upphafi aðfangadagskvölds áður en pakkarn- ir voru teknir upp. Þegar ég heyri þaö aftur núna, rifjast upp fyrir mér: ég lítill, hvað var í matinn, jólatréð, pakkarnir, stofan, fjöl- skyldan, eftirvæntingin, nágrannar sem komu og dönsuðu kringum jólatréð. Allt var í föstum skorðum, allt á sínum stað, allt eins og það gat best orðið. Mamma, pabbi og all- ir. Meðal annars þess vegna eru jólin svona dýrmæt. Þá minnist maður ástvina sinna frá upphafi lífs síns, gleðst og hryggist: Gleð þig, sœrða sál, lífsins þrautnm þyngd, orti Stefán frá Hvítadal, þeim fallega bæ und- ir fjallinu Illvita vestur í Saurbæ, um áhrif jól- anna. Þó að við skiljum ekki jólasöguna og þurf- um ekki að skilja hana, þá minnir hún okkur einhvern veginn á vonina um að allt sé eins og það eigi að vera, minnir okkur á fyrirgefn- inguna, sem við þurftum svo mikið á að halda sem börn, minnir okkur á kærleikann — var ekki barnið umvafið af guði og mönn- um? — sem við þurftum svo mikið á að halda og þurfum enn. Nú ættum við hins vegar að vera orðin nógu fullorðin til þess að vita að eins og við þurfum kærleika annarra, þá þurfa aðrir kærleika okkar. Meðan jólin kveikja í okk- ur elda vonar, fyrirgefningar og kærleika þá eigum við okkur væntanlega viðreisnar von. Á meðan við getum vonað að morgundagurinn verði bjartur, á meðan við getum fyrirgefið hvort öðru af heilu hjarta, á meðan við getum tekið utan um hvort annað, þá erum við ekki meö öllu laus við Jesúbarnið. En þá getum við heldur ekki sætt okkur við líf sem lendir úti á spássíu. Guð hlessi þig og þína. Gleðileg jól. Séra Baldur Kristjánsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.