Tíminn - 13.01.1996, Qupperneq 1

Tíminn - 13.01.1996, Qupperneq 1
80. árgangur Heilbrigöisráöherra: Árleg for- varna verölaun Ingibjörg Pálmadóttir heil- brigðisrábherra hefur ákvebib ab heilbrigbis- og trygginga- málarábuneytib veiti árlega sérstök verblaun er nefnast Forvarnaverblaun heilbrigbis- rábherra. Verblaunin verða veitt ein- staklingi, félagasamtökum, stofnun eða fyrirtæki sem hefur með aðgerðum sínum vakið at- hygli á mikilvægi forvarna fyrir heilsufar fólks. Verðlaunaveitingin er í anda þeirrar stefnumörkunar ráðherr- ans að beina kröftum heilbrigö- isþjónustunnar í auknum mæli að því að efla heilbrigði og fyrir- byggja sjúkdóma. Stefnt er að því að verðlaun ársins 1996 verði veitt fyrir lok þessa mánaðar. ■ Eindagi bifreiöagjalda fœröur til: Áðalskoöun framkvæmd þrátt fyrir skuld í síbasta mánubi tóku gildi breytingar á lögum um bif- reibagjald í þá veruna ab ein- dagar bifreibagjalds hafa ver- ib færbir fram um hálfan mánub. Eru þeir nú 15. febrú- ar og 15. ágúst ár hvert. Nú þarf bíleigandi ekki leng’ur að sanna fyrir bílaskoðuninni að hann hafi greitt gjaldfallið bifreiðagjald við aðalskoðun fyrr en á eindaga, en ekki gjald- daga eins og áður var. Talsmenn Aðalskoðunar hf. sem aðalskoðar hátt í þriðjung bílaflotans á höfuðborgarsvæö- inu, segja aö vissulega hafi hér verið um nokkuð áhrifaríka breytingu að ræða. Oftar en ekki hafi menn samið um skil á bif- reiðagjöldum við kaup og sölu, en síðan hafi það misfarist að gera full skil á gjöldunum. „Flestir hafa þann háttinn á að greiða gjöldin á eindaga og því hefur mörgum þurft hart að þurfa að greiða gjöldin við aðal- skoðun án þess að þau séu fallin í eindaga. Með tilkomu greiðsluþjónustu bankanna hef- ur einnig þeim gíróseðlum fjölgað til muna sem greiddir eru á eindaga. Hefur óhagræðið því komið við marga þegar skyndilega hefur þurft að greiða gjöld við aðalskoðun, sem bif- reiðaeigandi taldi sig ekki þurfa að greiða fyrr en á eindaga," segja menn í Aðalskoðun. Vandamál tengd bifreiðagjöld- um við aðalskoðun ættu að vera úr sögunni, en eftir sem ábur verður hægt ab greiða gjöldin á skoðunarstaðnum. - JBP Laugardagur 13. janúar 9. tölublað 1996 Endurbyggt œskuheimili Siguröur Sveinsson frá Hvolsstöbum í Dölum heldur hér á líkani sem hann hefur gert af bemskuheimtli smu Tra aldamótunum síbustu. Sigurbur heldur því fram ab byggingarlag Dalabænda hafi fyrr á tíb verib meb ólíkum hætti en annars stabar á landinu og hafi bognar þaksperrur eins og sjást á myndinni verib þar einkenni fornra híbýla. Áhugaleysi Þjóbminjasafns sé hins vegar algjört vegna málsins. Sjá nánar bls. 2 TímamyndGVA jón Stefánsson segir Ijóst aö kórinn starfi áfram, hvort sem þaö veröi innan Langholtskirkju eba utan: Vonast til að lausn náist án þess að annar þurfi að víkja Jón Stefánsson, organisti í Langholtskirkju og stjórnandi Langholtskirkjukórs, er farinn ab starfa í kirkjunni á ný eftir nokkurra vikna hlé. Kórinn hefur verib vib æfingar undir hans stjórn ab undanförnu en formlega mun Jón ekki taka vib fyrri stöbu sinni fyrr en næst- komandi mánudag. „Þab er alveg rosalega gott hljóö í öllu starfsfólki. Svo er bara eftir að vita hvab presturinn segir þegar kemur að messunni, 21. maí næstkomandi. I’að er ekkert sem getur komið í veg fyrir ab kórinn starfi áfram. Það er bara spurning um hvort við verðum áfram innan kirkjunnar eða ut- an," sagði Jón í samtali vib Tím- ann í gær. -Heldurðu ab til þess gæti kom- ið? „Ég veit ekkert um það. Eiríkur Tómasson er að vinna í málinu og hann fær fullan frið til að vinna sín störf fyrir okkur." -Eru þá engin samskipti á milli ykkar Flóka á meban Eiríkur skoð- ar málið? „Þaö hefur ekki þurft á því að halda ennþá, nei. En þegar kemur að því að ég spili vib messuna næst verður hann ab láta mig vita hvaöa sálma á að syngja — ef hann vill nota þjónustu mína." -Er það einhver spurning? „Ja, ég get ekki svarað fyrir hann." -Er enn uppi sú staða að annar ykkar verbi að víkja? „Ef hægt er ab finna einhverjar aðrar leiðir þá er ég tilbúinn í það." -Hafa þá líkurnar aukist að sátt náist á milli ykkar tveggja? „Ja, þab hefur í raun ekkert gerst hvað okkur tvo varðar en á sama tíma hefur verið mikið um hártoganir á öðrum stöðum inn- an kirkjunnar." -BÞ Ögmundur jónasson formabur BSRB segir „áform um uppsagnir ekki í samrœmi vib þá vorkomu sem forsœtisrábherra bobar": Keppast vi 5 að segja upp fólki hver sem betur getur „Aform stjórnenda Ríkisspít- alanna og Sjúkrahúss Reykja- víkur um ab segja upp fólki, loka deildum og draga úr þjónustu vib þá sem síst geta borib hönd fyrir höfub sér, þ.e. aldraba og gebfatlaba, eru algerlega óforsvaranleg og ekki í nokkru samræmi vib þá vorkomu sem forsætisráb- herra bobabi vib áramót," seg- ir Ögmundur Jónasson for- mabur BSRB en stjórn samtak- anna mótmælir harblega þeim hugmyndum ab mæta niburskurbi í fjárlögum 1996 meb því ab segja upp hátt á annab hundrab starfsmönn- um á þessu ári. „Svona í orbi kvebnu segjast allir ætla ab út- rýma hér atvinnuleysi og standa vörb um afkomu fólks, en síban er reyndin sú ab hver sem betur getur keppist vib ab segja upp fólki," segir Ög- mundur. í ályktun stjórnar BSRB segir ab því hafi ítrekaö verið lýst yfir í viðræðum við stéttarfélög starfsfólks Borgarspítala og Landakots þegar sameining þessara sjúkrahúsa var til um- ræbu í fyrra að hún mundi ekki hafa í för með sér uppsagnir. „Talað er um að loka meöferð- arheimilinu á Kleifarvegi, en það er eina úrræðið fyrir eftir- meðferð á geðfötluðum börn- um," segir í ályktuninni. „Jafn- framt er talað um að spara meb því að loka dagdeild fyrir aldr- aða í Hafnarbúðum auk þess sem loka á Hvíta bandinu, sem er hjúkrunarheimili fyrir aldr- aða." ■

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.