Tíminn - 13.01.1996, Page 5

Tíminn - 13.01.1996, Page 5
Laugardagur 13. janúar 1996 5 )ón Kristjánsson: Flokkakerfib: úrelt fyrirbrigöi? Ýmsir eru þeir í þjóöfélaginu sem iáta í ljós álit sitt á öllum málum, eru spuröir um allt milli himins og jaröar og hafa skoöanir á hraöbergi. Þessir álitsgjafar eru mismunandi áhrifamiklir eins og gengur, en á ýmsa er þó hlustaö. Eitt af því, sem oft er fullyrt, er aö flokkakerfiö íslenska sé oröiö úrelt og svari ekki kröfum tímans og þeim miklu breytingum sem hafi oröiö í þjóöfélag- inu. Fólk sé oröiö yfir sig þreytt á því og bíöi eftir nýjum flokki og mannkyns- frelsara til þess aö leiöa þjóöina undan oki stjórnmálamanna. „Fjójrflokkurinn" íslenska flokkakerfið varö til í núver- andi mynd í upphafi þessarar aldar, og í tali manna eru fjórir flokkar nefndir „gömlu flokkarnir" eða fjórflokkurinn. Þetta eru Sjálfstæöisflokkurinn, Fram- sóknarflokkurinn, Alþýðubandalagiö og Alþýöuflokkurinn. Auk þeirra á Kvenna- listinn nú um skeið fulltrúa á þingi. Hins vegar hafa nú í seinni tíð komiö upp framboð sem hafa náð nokkrum þing- mönnum í einum kosningum og síðan fjaraö út, sameinast „gömlu flokkunum" eða ekki boöiö fram aftur. Svo var meö Bandalag jafnaðarmanna og Borgara- flokkinn og nú er eitt slíkt afl við lýði, Þjóövaki, en ekki er sýnt um hans lífslík- ur. Þó má fullyrða aö útlitið sé ekki gott fyrir flokkinn um þessar mundir. Sannleikurinn er sá að „gömlu flokk- arnir", sem svo eru kallaðir, hafa sterka stöðu. Kvennalistinn er í mjög erfiðri stööu meö þrjá fulltrúa á þingi. Þrátt fyr- ir aö þar sé um hæfa þingmenn. að ræöa, er afar erfitt aö taka með fullum styrk þátt í afgreiðslu mála meö svo fáa þing- menn. Þjóbfélagsþróunin Það er alveg rétt aö gífurleg breyting hefur oröið á viðhorfum fólks í landinu á þeim tíma sem flokkarnir hafa starfað. Þjóöfélagið hefur þróast í tæknivætt og flókið samfélag, sem er opið fyrir viö- skiptum við umheiminn á flestum sviö- um. Jafnframt hafa kröfur vaxið um þjónustu frá samfélaginu, og velferöar- kerfi hefur verið byggt upp. Flins vegar rúmast sú umræða hvernig á að bregðast viö þessum breyttu aðstæð- um enn vel innan ramma núverandi stjórnmálaflokka. Þótt viðfangsefnin séu breytt, eru grundvallaratriöin hin sömu. Lykilatriðið í stjórnmálastarfi er að stuðla að þeirri þjóðfélagsgerð sem skap- ar fólkinu lífsviðurværi og lífsfyllingu. Það hefur ávallt verið deilt um leiðirnar að því marki og ekki síst hver hlutur ríkis- valdsins eigi að vera í þessu sambandi. Það hefur einnig ávallt ver- ið deilt um það hve mikill jöfnuður eigi að vera á milli fólks, og í hve ríkum mæli stjórn- völd og ríkisvald á hverjum tíma eigi að jafna á milli. Þetta hefur ekkert breyst. Ríkisafskiptin Á fyrri hluta aldarinnar trúðu margir á algjör ríkisafskipti sem lausn á þjóðfé- lagsmálum, og horfðu til kommúnisma sem lækningar við misskiptingu og fá- tækt, að ríkið gæti skipt lífsgæðunum jafnt milli fólksins. Þessi stefna hefur sem kunnugt er beðiö hræðilegt skipbrot og skilið eftir sig sviðna jörð víða. Vissulega hefur þetta niðurlag haft mikil áhrif, og mönnum hættir til að gagnálykta um fullkomna lausn markað- arins. Sú lausn er heldur ekki algild. Þar sem markaðurinn hefur þróast út í al- gjört frumskógarlögmál, hefur hann leitt til auðsöfnunar á aðra hlið og fátæktar og misréttis á hinn veginn. Hins vegar er markaðsþjóðfélagið oft kröftugt og hreyfanlegt samfélag og markaðurinn hefur rnarga góða kosti. Það er formið sem er ráðandi nú í sam- skiptum þjóða, og einkarekstur í formi hlutafélaga er algengasta formið í rekstri hérlendis, þótt samvinnufélagsformið sé enn öflugt í rekstri víða um landsbyggð- ina. Kaupfélögin eru rekin eftir því formi, en hafa í vaxandi mæli tekið þátt í hlutafélögum með öörum aðilum, ef um nýja starfsemi hefur verið að ræða. Markaðurinn og samfé- lagib Hins vegar er mikil nauðsyn á því að markaðslausnum fylgi samfélagsleg ábyrgð. Eðlilegt velferðarkerfi ætti að vera óaðskiljan- legur hluti markaðs- þjóðfélagsins. Það ætti ekki að vera neitt at- hugavert við það að nota lausnir markaðar- ins til þess að efla það og styrkja, ef slíkar lausnir þykja henta. Árangurinn er aðalatriðið, ekki formið. Vatnaskilin \ stjórnmálum Allar þessar vangaveltur um markaö- inn og áhrif hans, ásamt velferðarkerf- inu, jafnréttismálum og fleiru því tengdu, rúmast mjög vel innan íslenska flokkakerfisins. Vatnaskilin í stjórnmál- um nú liggja ekki síst í afstöðunni til al- þjóðlegs samstarfs, afstöðu til einstakra atvinnugreina og byggðamála, og af- stöðu til þess hver hlutur ríkisins á aö vera í rekstri stofnana. Þá er einnig deiit um það hvort velferðarkerfið á undan- tekningalaust að vera kostað úr sameig- inlegum sjóði, eða hvort notendur eiga að greiða fyrir tiltekna þjónustu. Öll þessi sjónarmið speglast í flokkakerfinu. Minn flokkur Framsóknarflokkurinn, sem hefur legið nálægt miðjunni í litrófi stjórnmálanna, vill fara blandaðar leiðir í þessu efni. Þeir, sem eru vinstra megin við miðju, leggja meiri áherslu á hlut rík- isins; þeir, sem eru hægra megin, minni. Sameining vinstri flokk- anna Umræður um sameiningu vinstri flokkanna hafa verið uppi nú um sinn. Ég er ekki trúaður á skjótan árangur af þeim viðræðum. Ólík afstaða Alþýðu- bandalagsins og Alþýðuflokksins tij mála verður þar óþægur ljár í þúfu. Mér finnst einnig að þessi umræða snúist dálítið um að fram þurfi að koma frelsari til þess að frelsa vinstri sinnað fólk úr álögum, og mynda réttlátan og framsækinn flokk sem öllum finnst sjálfsagt aö kjósa, víð- sýnan flokk sem hefur framtíðarþróun- ina á hreinu. Ég hygg hins vegar að mál- efni dagsins og framtíöarmálin verði al- veg jafn snúin, þó að samruni verði á vinstri væng íslenskra stjórnmála. Breyttir flokkar Ég spái því að íslenska flokkakerfið eigi framtíð fyrir sér, jafnvel þótt einhver samruni verði á vinstri vængnum. Slíkt getur auðvitað átt sér stað, þótt ég sé sannfærður um aö fólkið sem nú skipar Alþýðubandalagið, Þjóðvaka, Alþýðu- flokkinn og Kvennalistann mun aídrei eiga saman í einum flokki. Eitthvaö mun molna úr slíkum flokki til hægri og vinstri. Hins vegar er fróðlegt að fylgjast með þróuninni, og vissulega munu áherslur flokkanna breytast með breytt- um tímum og breyttum verkefnum, enda hafa þær gert það. Flokkarnir eru ekki þeir sömu og þeir voru á fyrri hluta aldarinnar. Samsetning þeirra er önnur og áherslur hafa breyst í samræmi við það. Þetta er augljóst þegar sagan er skoðuð.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.