Tíminn - 13.01.1996, Page 11

Tíminn - 13.01.1996, Page 11
v‘?r 'ifiúnfii F r iunRhiKniiK I Laugardagur 13. janúar 1996 or 11 hj»¥i Wmmm Klukkan 6.45 á þriöjudagsmorgni, tœpum tveimur sól- arhringum eftir ab Helen hvarf, fann frú Farnworth lítinn böggul liggja fram- an viö hús sitt. Hún aögcetti máliö nán- ar og sá þá aö eitt- hvaö var vafiö inn í dagblöö. Hún fletti blööunum í sundur og sú sjón, sem viö henni blasti, var ólýsanlega hryllileg. Hryllingur í Lancashire „Ja, ég heyröi til Farnworth- hjónanna." Looms skoðaði verksumm- erki við arininn áöur en hann gekk út. Ljóslega hafði hann veriö þrifinn hátt og lágt ný- lega. Looms lét sína menn að- gaéta arininn og skorsteininn gaumgæfilega og þá fundust Flestir íbúar bæjarins Black- burn í Lancashire í Englandi nutu síðustu klukkustunda sunnudagsins 30. júní 1935, áður en vinnuvikan hæfist að morgni. En allt annað var uppi á teningnum í húsi núm- er 32 við John Bright Street. Þar gengu áhyggjufullir íbúar um gólf. Einkabarn Mr. og Mrs. Charles Chester, hin þriggja ára gamla Helen, hafði horfið sporlaust. Móðirin hafði síðast séð hana er hún var að leik skammt fá heimili sínu, en þegar frú Chester vitjaði hennar fimm mínútum síðar var hún horfin sporlaust. Lögreglan var kölluð til og öflug leit hófst. Lítil trébrú var yfir lækj- arsprænu skammt frá heimili Chester- hjónanna, en þrátt fyrir mikla leit fannst Helen litla ekki í ánni. Faðirinn vitjaði dóttur sinnar m.a. á heimili James og Edith Mills, sem voru barngób eldri hjón, nágrannar Chesterfólksins. Þar hafði Helen verið heimagangur. Ed- ith sagðist ekki hafa séð hana, en á með- an hélt leitin áfram og var fjöl- mennt lið sjálfboðaliða og lög- reglu komið í spilið. Dimmur reykur Um kvöldið varð Henry Ball hissa, er hann sá dökkan reyk koma upp frá reykháfi Mills- hjónanna. Þetta stób yfir í tvær mínútur eða svo, en hætti svo jafn skyndilega og það hófst. Ball dró þá ályktun að Mills-hjónin hefðu þurft að brenna rusl og hugsaði ekki meir um það að sinni. Líkib finnst Klukkan 6.45 á þriðjudags- morgni, tæpum tveimur sólar- SAKAMAL hringum eftir að Helen hvarf, fann frú Farnworth lítinn böggul liggja framan við hús sitt. Hún aðgætti málið nánar og sá þá ab eitthvaö var vafið inn í dagblöö. Hún fletti blöðunum í sund- ur og sú sjón, sem við henni blasti, var ólýsanlega hryllileg. Inni í vöndlinum var lík lítils stúlkubarns, svo skaðbrennt að handleggirnir voru horfnir og aðeins örlitlir svartir stubb- ar í fóta stað. Dómhúsib í Blackburn. Grunsemdir vakna Frú Farnworth hljóðaði upp yfir sig og féll í öngvit og þannig kom maður hennar, Tom, að henni. Hjónin biðu enn lögregl- unnar þegar Jim Mills gekk að húsi þeirra og spurði hvað væri að. Hann fékk ekkert svar, en sagði svo: „Ég sá þennan bögg- ul kl. 05.00 í morgun, en lét ekki vita af því, þar sem mig órabi ekki fyrir að þetta væri barnið." Búið var að vefja dagblöðun- um aftur utan um Iíkið og eng- inn haföi skýrt frá innihaldi pakkans. Því voru orð Mills harla ein- kennileg. Hvernig gat hann hafa vitað hvað var í pakkan- um, ef hann hafði ekki sjálfur sett hann framan við hús Farnworth-hjónanna? Bein í arni V.G. Looms yfirfulltrúa var skýrt frá málavöxtum og gekk hann strax á fund hr. Mills. Hann sagðist hafa vaknað óvenju snemma og litið út um svefnherbergisgluggann. Það- an hafði hann séð vöndulinn framan við hús Farnworth- hjónanna. Yfirfulltrúinn bað hann ab sýna sér útsýnið úr herbergisglugganum, en þegar þangað var komið reyndist ómögulegt að sjá þann stað sem barniö hafði fundist á. Hátt limgerði bar í milli. Mál Mills gerðust æ grunsamlegri. Looms spurði hvers vegna hann hefði ekki til- kynnt þetta. ’„Ég vissi ekki að þetta væri barnið." „Enginn hefur minnst neitt á barn." Dómarar þóttu fara mjúkum höndum um sakborninga í Lancas- hiremálinu. Rúmlega 5000 manns komu ab jarbarför Helenar litlu. Frú Chester meb Helen dóttur sína. Frú Mills. leifar af brenndu holdi og fjögur bein, sem síðar voru úr- skurðuð mannabein. Þá fund- ust tölur sömu tegundar og voru á peysu Helenar þegar hún hvarf. Rannsókn á eld- húsi Mills-hjónanna sýndi jafnframt að gólfið hafði verið skrúbbað hátt og lágt, og við eldhúsvaskinn fundust blób- ugt dagblað og blóðblettir. Inni í svefnherbergi hjónanna lá eintak af Sunday Times og það vantaði tvær blaðsíður í blabið, síbu 10 og 11. Það voru einmitt blöðin sem líkamsleif- ar Helenar höfðu verið í. Mills-hjónin voru færð á lögreglustöðina og yfirheyrð hvort í sínu lagi. Edith var mjög heyrnardauf og virtist ekki skilja um hvað málib snerist eba vildi ekki skilja, eins og hugboð Looms sagði honum frekar. Eiginmaður hennar var mun samvinnu- þýðari og sagðist hafa verið á langri síðdegisgöngu þegar Helen hvarf og því gæti hann ekki verið morðinginn. Niöurstaða krufningar Krufning leiddi í Ijós að He- len hafði verið myrt með þungu höggi á hnakka. Höfuð- kúpan var mölbrotin eftir bar- efli og hamar, sem fannst í smíbaherbergi Mills, var mjög líklegt morðvopn, enda pass- aði áverkinn nær nákvæmlega við hausinn á hamrinum. Allir nágrannar og vinir Mills- hjónanna voru skelf- ingu lostnir og foreldrar Helen nánast neituðu að trúa raun- veruleikanum. Sem fyrr segir voru Mills- hjónin talin einstaklega barn- góð. Þeim hafði ekki orbiö barna auðið sjálfum, en fjöl- mörg börn í hverfinu voru héimagangar hjá þeim og fóru undantekningalaust södd og glaðvær aftur til síns heima. Chester sagði lögreglunni að hann hefði aldrei átt neitt sök- ótt við Mills-hjónin, hann hefbi treyst þeim jafn vel fyrir Helen og konunni sinni og ít- rekaði ab hann tryði þessu alls ekki, þótt allt benti til annars. Sek e&a saklaus? Mills-hjónin kornu fyrst í réttarsal 16. október 1935. Þau voru bæði 62 ára gömul. Bæði sögðust saklaus af ákærum. Sækjandi málsins sagði öll gögn benda tii ab hjónin hefðu myrt stúlkubarnið á hrottalegan hátt og síðan gert tilraun til að losa sig við lík- amsleifarnar. Hann hafnaði al- farið þeirri staðreynd að urn slys gæti verið að ræða og taldi sekt frú Mills vera sannaða, enda hefði hún verið heima þegar nágranni þeirra hjón- anna sá náreykinn liðast upp í loftið. Verjandinn lagði aftur höf- uðáherslu á að um slys væri að ræða og í fáti hefðu Mills- hjónin reynt að hylma yfir með því að losa sig við líkið. Þau viðbrögð skýrðust af itundarbrjálæði og sektar- kennd, sem hefði gripið þau. Hann sagði Helen hafa dottib niður kjallaratröppurnar á heimili Mills-hjónanna og það hefði valdið dauða hennar. Verjandinn lagði jafnframt skýra áherslu á barngæði hinna rosknu hjóna og hafði nokkuð til síns máls þar. Umdeild málalok Til ab gera langa sögu stutta, þá þróaðist málið á annan veg en spáð var í upphafi. Sannað þótti að hr. Mills hefði ekki verið viðriðinn dauða Helen- ar, en flestir þóttust vissir um ab hann myndi fá dóm með því að hylma yfir með eigin- konunni. Edith Mills viður- kenndi að hafa brennt líkið, en sagðist saklaus af dauða hennar og gögn þóttu ekki nægilega sterk til að hægt væri að sakfella hana. Ekki var hægt að sanna að hamarinn væri morðvopnið, en geblæknir bar að andleg heilsa frú Mills væri afar hæpin. Bæði fengu að fara frjáls ferba sinna. Ennþá veit enginn með vissu hvernig Helen Chester dó. Sú ráðgáta mun væntan- lega vara um ókomna tíö.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.