Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 1
EINAR ). SKÚLASONHF ^f^ STOFNAÐUR 1917 Þaö tekur aðeins eittn ¦virkan daa ao homa póstinum ^^^M PÓSl /./,,,,... #vl ././/,, *-- —~ þinum til skila OG SfMI 80. árgangur Laugardagur 16. mars 54. tölublaö 1996 5tóru félögin í Reykjavík skulda allt ab 400 milljón- um króna þrátt fyrir mynd- arlegan styrk borgarinnar: Kaup á leik- mönnum rústa fjárhag Besta íþróttaaöstaða landsins dugar Réykjavíkurfélögunum ekki. Þrátt fyrir mikinn fjár- austur til kaupa á leikmönn- um og þjálfurum standa þau íþróttalega illa — og peninga- lega afleitlega. Skuldir þeirra eru á bilinu 350 til 400 millj- ónir króna. Tíminn hefur rækilega kann- að stöðu íþróttanna í Reykjavík- urborg. Þar hefur gengið á ýmsu í rekstri félaganna og skuldir þeirra sumra eru geigvænlega miklar. Innan íþróttaforystunn- ar eru áhöld um hversu langt borgaryfirvöld eiga að ganga í björgunaraðgerðum, þær komi niður á þeim félögum sem rekin hafa verið af ábyrgð. Fram kemur aö kaup á leik- mönnum hafa oft skaðað félög fremur en hitt. Þau hafa valdið mikilli upplausn auk þess aö koma félögum á vonarvöl í fjár- málum. -JBP Sjá nánar á bls. 6-7 Meirihluti íbúa Reykholts- dalshrepps: Ósammála hreppsnefnd Meirihluti íbúa í Reykholtsdals- hreppi, Borgarfjaröarsýslu lýsir stuðningi sínum við niðurstöðu umhverfismats vegna lagningar Borgarfjarðarbrautar frá Klepp- járnsreykjum að Varmalæk. íbú- arnir skora á samgönguráðherra og alþingismenn Vesturlands að beita sér fyrir því að fram- kvæmdir við vegalagninguna hefjist sem fyrst. Þá mótmæla þeir harðlega hugmyndum um að fresta lagningu vegarins í Reykholtsdalshreppi og lagfæra gamla veginn um Steðjabrekku og Rudda í staðinn. Af 174 at- kvæðisbærum íbúum hreppsins skrifa 100 undir ofangreinda ályktun. ¦ 311 QKQi tlir I VSSZUrDCSJQrSKOICI í Reykjavík sýndu mikla leikglebi þegar þeir spiluöu handbolta á skólalóbinni ívorblíbunni ígœr. íþróttamennirnir ungu hafa sennilega litlar áhyggjur af fjármálum íþróttafélaganna í Reykjavík en þau hafa verib í umrœbunni ab undanförnu. Tímamynd: CVA Nýskipan fjárfestingarsjóöa atvinnuvega eitt afbrýnustu verkefnum ríkisstjórnar. Formbreyt- ing á rekstri ríkisbanka um áramót. lönabarrábherra á lönþingi: Áhersla á fjárfestingar- banka og nýsköpunarsjób „Það er mín skoðun að sameina eigi Fiskveiðasjóð, Iðnlánasjóð og Iðnþróunarsjóð og á grunni þeirra eigi aö stofna nýjan fjár- festingarbanka er hafi það híut- verk að veita atvinnulífinu al- menna fyrirgreiðslu varðandi langtímalán. Til álita kemur að fleiri opinberir lánasjóðir komi að myndun fjárfestingarbank- ans. Ráðgert er ab sú áhættu- fjármögnun sem nú fer fram í löunnar apótek: Selur lyf án leyfis Formabur Apótekerafélags ís- lands segir það lýsa ráðaleysi yfirvalda að Iðunnar apótek skuli vera rekið án opinbers lyf- söluleyfis. Lyfsöluleyfi apótek- arans rann út á miðnættl 14. mars og nýtt leyfi hefur ekki verið veitt. Nokkrar umsóknir um rekstur lyfjaverslunar, samkvæmt þeim kafla nýrra lyfjalaga sem öolub- ust gildi á í gær, höíöu þegar bor- ist heilbrigðisráðuneytinu í gær. Umsóknimar verða sendar sveit- arstjórnum til umsagnar ábur en þær hljóta afgreiðslu í ráðuneyt- inu. Á meðal þessara umsókna er umsókn um leyfi til reksturs Ið- unnar apóteks ehf. Ingolf Petersen, formaöur Apó- tekarafélags íslands, segir það sýna ráðaleysi yfirvalda að apó- tekið skuli, á meðan umsóknin hefur ekki hlotið afgreiðslu, selja lyf án lyfsöluleyfis. Hann segir greinilegt aö yfirvöld séu í vand- ræðum með að vinna eftir nýju lyfjalögunum og viti ekki í hvorn fótinn þau eiga að stíga. Þetta sé í samræmi við málflutning apó- tekera sem hafi frá upphafi bent á agnúa þessara nýju laga. Afstaða þeirra hafi ekkert breyst. Hjá heilbrigðisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að ekki þætti ástæða til að fara fram á að lyfjabúbinni verði lokaö á meðan umsóknin væri til afgreiðslu í kerfinu enda uppfyllti hún skil- yrði Lyfjaeftirlits að öllu leyti. Lyf jabúðin muni því starfa áfram samkvæmt því leyfi sem hún hafði þangað til búið verði að ganga frá leyfi nýs leyfishafa. -GBK sjóðunum þremur verði sam- einuð og efld í sérstökum ný- sköpunarsjóði," sagði Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra á Iðnþingi í gær. Hann sagði að hugsanlegur fjárfestingarbanki verði í fyrst- 'unni hiutafélag í eigu ríkisins en það hlutafé yrði síban selt um leið og aðstæður leyfa. Ráðherra lagði ríka áherslu á aukna fjárfestingu í atvinnulífinu því núverandi ástand í þeim efnum væri áhyggjuefni. Sérstaklega þegar haft er í huga að f járfestingar hafa verið minni en nemur úreldingu framleiðslutækja. Þar valda mestu háir vextir sem verka eins og „dragbítur á atvinnustarfsemi" og að mati ráðherra eru þeir of háir miðað viö efnahagsaðstæður. Auk þess séu engin efnahagsleg rök fyrir því að raunvextir ríkisskuld- arbréfa væru 2%-3% hærri hér- lendis en í nágrannalöndum. Iðnaöarráöherra sagbi að ríkis- stjórnin stefndi að því að afgreiða lög um að færa ríkisbanka yfir á hlutafélagsformib á yfirstandandi þingi og að breytingin eigi sér staö um næstu áramót. Að því loknu eigi að auka hlutafé bank- anna með útboði á almennum markabi til .að styrkja eiginfjár- stöðu þeirra og bæta samkepphis- stöðu þeirra. Sala á hlutafé ríkis- ins í bönkunum mundi hinsvegar ekki styrkja eiginfjárstöðu þeirra. Ráðherra hafnar sértækum auð- lindaskatti á sjávarútveg og telur að aukin markaðshyggja og öguö hagstjórn eigi að geta komið í veg fyrir að næsta uppsveifla í sjávar- útvegi skaði abrar atvinnugreinar. Ef auðlindagjald verður sett á all- ar atvinnugreinar sem nýta sér sameiginlegar auðlindir þjóðar- innar er eðlilegt að lækka skatta á atvinnulífið á móti. í máli ráðherra kom einnig fram að unnið er að ýmsum verk- efnum til að kynna landið sem vænlegan fjárfestingarkost, auk verkefna sem hleypt hefur verið af stokkunum til nýsköpunar í at- vinnulífinu. Þar á meðal er Evr- ópuverkefni um lítil og meðalstór fyrirtæki og sérstakt átak til at- vinnusköpunar. -grh

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.