Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 8
Laugardagur 16. mars 1996 Ár liöiö frá því aö ókeypis þjónustu Foreldralínu Barnaheilla var hleypt af stokkunum: gagnvart börnum sínum Dœmi um aö tveggja ára gömul börn séu búin aö taka viö stjórninni Helgi Birgisson sér um þau mál Foreldralínunnar er varba lagalegu hlib- Margrét Baldursdóttir, annar tveggja sálfrcebinga sem starfa hjá Foreldra- ina. línunni. Foreldralínan er þjónusta sem samtökin Barnaheill hafa haldib uppi í ríflega eitt ár. Foreldrar og aörir uppalendur eiga þar kost á aö fá sínum spurningum svaraö af sér- fræöingum, jafnt löglæröum sem sálfræöingum, og er þjónustan ókeypis. Viötökur hafa veriö góöar, aö sögn Barnaheilla, og vaxandi í seinni tíö. Algengustu vanda- mál uppalenda snúa aö hegö- un, forsjár- og umgengnis- málum, svo og erfiöleikum í skóia og fíkniefnavanda. Til- gangurinn meö Foreldralín- unni er aö miklu leyti hugs- aöur sem forvarnastarf. Pálmi Finnbogason, starfsmað- ur hjá Barnaheillum, segir aö hringt sé undir nafnleynd, en ákveönar upplýsingar teknar niður, s.s. ástæöa hringingar, aldur barns og fleira. Ætlunin sé síöar aö vinna úr þessum gögnum. Markmiö samtakanna nú sé aö auglýsa Foreldralínuna betur upp en veriö hefur, þörf- in væri vissulega fyrir hendi. Samtökin styöja um 9000 manns meö 1500 kr. ársgjaldi. Auk þess hafa Barnaheill notiö styrkja frá einstaklingum, fyrir- tækjum, hópum, bæjarfélögum og ríki. Pálmi sagöi vandamál samtakanna helst vera aö ekki væri um fasta styrki aö ræöa neins staöar, t.d. væru ekki föst framlög á fjárlögum hvers árs. Mikib hringt vegna lögfræöilegrar ráö- gjafar Ef hringt er í símsvarann 800-6677 (grænt númer), eru gefnar upp upplýsingar um sér- fræöinga sem hægt er aö tala viö. Alls starfa þrír fagaöilar viö Foreldralínuna, tveir sálfræö- ingar og lögmaöur. Helgi Birgisson lögmaöur sagöi aö í starfi sínu heföi þaö helst komiö sér á óvart hve mikið væri hringt til aö fá lög- fræðilega ráðgjöf í ljósi þess hve margir aðrir fagaðilar sinna þessari þjónustu ókeypis, svo sem Orator — félag laganema, Lögmannafélagið og fleiri. Helgi sagði aö hann væri aö- allega spuröur um annars vegar umgengnisrétt og hins vegar forsjármál. „Fólk er gjarnan að hringja í tengslum viö skilnaði og er aö leita fyrstu upplýsinga um hvernig staöiö er aö þessum málum, hverjir leysi úr þeim og hvaöa sjónarmið ráöi. Karl- menn hringja oft til að spyrja hvort þeir eigi nokkra mögu- leika á forsjá viö skilnaö." Helgi segir um aörar fyrirspurnir að einnig sé hringt vegna meö- lagsmála, skaðabótaskyldu for- eldra vegna barna sem hafa valdið skaöa, meintum refsi- veröum gjörningi gagnvart börnum, öörum barnaverndar- málum, réttarstööu fósturbarna o.fl. „Þetta spannar nánast all- an barnaréttinn." Kynskiptur munur á fyrirspurnum Foreldrar eru um 90% þeirra sem hringja í Helga og þar af eru konur um tveir þriöju. Helgi segist sjá greinilegan kyn- skiptan mun á spurningunum. „Til dæmis hringja mæður aö- allega vegna vandamála varö- andi umgengni og það kom mér á óvart aö býsna margar mæöur hringja vegna óánægju. með litla umgengni feðra. Karl- menn spyrjast aftur mikið fyrir um forsjármöguleika sína við skilnað." Helgi segir aö feður eigi að eiga sömu möguleika til aö fá forsjá barna sinna við skilnaö

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.