Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 7

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 7
Laugardagur 16. mars 1996 S^DÍWI 7 aldrei hagnabur. Mér finnst að samfélagiö eigi aö líta gegnum fingur meö viröisauka af aug- lýsingatekjum félaganna, en mæli því ekki bót aö svört vinna sé stunduð í íþrótta- hreyfingunni. Þessum inn- kaupum er reyndar sem betur ber nánast lokið í Reykjavík," sagöi formaðurinn. „Þaö er orðið svoleiðis að það er nánast útilokað að fá góða menn í stjórnir félaga og deilda þar sem staðan er svona. Við erum staddir í víta- hring, allt snýst um að betla og sníkja. Fjáröflun af ýmsu tagi er okkar aðalvinna, en ekki að reka deildina, gera framtíðarplön og stjórna dag- legum rekstri. Þetta er sannast sagna afar óþægileg staða hjá okkur," sagði stjórnarmaöur í stórri handboltadeild. Skattrann- sóknastjóri: Heiðurs- mannasam- komulagið yf- irleitt haldið íþróttafélög hafa verið sökuð um ýmis brot á skattalögum. Leikmannakaup voru lengi „svört", og það voru rándýrir þjálfarar einnig. Við þetta hef- ur bæst að skil á virðisauka- skatti af auglýsingum í íþrótta- mannvirkjum hefur ekki skil- að sér í ríkissjóð. í ljós hefur komið að íþróttahreyfingin er fjarri því ab vera vammlaus gagnvart yfirvöldum og al- menningi í landinu, sem styðja þó íþróttirnar af miklu kappi, jafnvel um of að margra dómi. Þessi skattamál fóru til viðeigandi yfirvalda á sínum tíma. „Ég vil ekki kalla þaö sam- komulag, en það er rétt að gert var heiöursmannasamkomu- lag við forseta ÍSÍ af minni hálfu, ákveðib var að menn skyldu reyna að koma þessum hlutum í lag, öllum sínum skattskilum. Á sama tíma var sagt aö ekki yrði farið offari í þessa hluti, menn fengu hæfi- legan umþóttunartíma og voru lausir af króknum. Þetta stóð hjá yfirgnæfandi hluta fé- laganna. Framfarirnar á þessu svibi eru stórkostlegar," sagði Skúli Eggert Þórðarson, skatt- rannsóknastjóri. Skúli Eggert sagði að ein- staka félög hefðu ekki gert grein fyrir neinum virðisauka- skattsskilum. Þau félög hefðu sætt rannsókn. Væru þau núna í annarri meðferö og endurákvöröun skattstjóra. Borgarstjóri: Reykjavík meö bestu íþrótta- aöstööuna Borgin styður íþróttastarfiö rausnarlega, ekki aðeins með því að fjármagna að mestu leyti íþróttamannvirkin, held- ur einnig rekstur félaganna. Fimm hundruð milljónir á ári til íþróttastarfsins er mikið fé. Engu að síður hefur íþrótta- hreyfingin reynst velgjörðar- mönnum sínum óþægur ljár í þúfu með yfirmáta þrýstingi. Dæmi: Viðbót við Laugardals- höll vegna mislukkaðs HM í handbolta. Þá höll vilja félög- in síðan ekki nota, þykir Þungavigtarfyrirtœki lýörœöissinna í menningarmálum, Almenna bókafélagiö, lognast út afeftir rúmlega 40 ára starfog fer í gjald- þrot. Gylfi Þ. Gíslason sat 31 ár í stjórninni: AB var kannski búið að sinna sínu upp- haflega hlutverki minni húsin skemmtilegri vettvangur! Núna nýlega fóru nokkrir sundmenn í fýlu vegna þess að þeir fengu ekki 500 milljónir frá borginni til að byggja sundlaug í hvelli! Sundmenn gátu ekki nýtt yfir- byggða sundlaug í Eyjum fyrir Smáþjóðaleika. Rökin voru þau ab það væri svo dýrt að flytja sundfólkið til Eyja! Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri: „Það er athyglis- vert að aðstæðurnar eru hvergi betri til íþrótta en í Reykjavík. Er þetta ekki spurning um það hvernig félögunum er stýrt?" sagbi borgarstjóri. „Það er rétt, R-listameirihlut- inn hefur verið beittur mikl- um þrýstingi. Fyrst HM-hús, kröfur upp á hundruð millj- óna HM-hús, sem var leyst með minni framkvæmd. Nú er líka knúb á um 100 milljón króna stúku á Laugaidalsvelli vegna eins eða tveggja leikja á ári, og nú síðast sundlaug fyrir 87 sundmenn Smáþjóöaleik- anna sem á að kosta 500 millj- ónir. Þetta eru ekki kröfur í þágu félaganna í Reykjavík, þetta eru sérsamböndin," sagði Ingibjörg Sólrún. Fé borgarinn- ar er merkt ungu fólki og almenningi Borgarstjóri sagöi að vond peningaleg staða íþróttafélag- anna í borginni væri vissulega áhyggjuefni. „Eg hef alltaf litið svo á að frumskyldur íþróttafélaganna og borgaryfirvalda liggi á því sviði að efla almenningsíþrótt- ir og íþróttir barna og ung- linga. Hugsunin á bak við styrki borgarinnar er sú að þessum þáttum verði sinnt, ekki keppnisíþróttunum. Þaö er viðbúið að ef félög eru með þessa skuldaklafa þá komi það niður á starfinu meb almenn- ingi og þeim yngri í félögun- um," sagbi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir. Hún sagði að vandi ýmissa félaga væri heimatilbúinn vandi. „Gagnsemi Almenna bóka- félagsins á sínum tíma var gífurlega mikil, á því leikur enginn vafi. í bókmennta- rábinu voru snillingar eins og Gunnar Gunnarsson og Tómas Guðmundsson, menn sem vönduðu sig feykivel og lögðu sig alla fram og lögðu fram hvert stórvirkið af öðru. Og fram- kvæmdastjórar eins og Eyj- ólfur Konráb og Baldvin Tryggvason voru afbragðs- menn. En síbar fór að halla undan fæti og miklir erfið- leikar fóru ab koma í ljós. Það kann að vera ab grund- völlurinn hafi verið brostinn, ab AB hafi verið búið að sinna sínu upphaflega hlutverki með því að taka völdin af Máli og menningu," sagbi Gylfi Þ. Gíslason, fyrrverandi formaður Alþýðuflokksins, í samtali viö Tímann í gær. Hann sat í 31 ár í stjórn AB, frá árinu 1961 til 1992, tók við af Þórarni Björnssyni skólameistara sem fulltrúi Al- þýðuflokksins. Rekstur Almenna bókafé- lagsins hf. er allur. „Skrifstof- ur Almenna bókafélagsins eru lokaðar," voru skilaboðin á símsvara AB í gærdag. í viðtali við Morgunblaðiö í gær segir Gylfi Þ. Gíslason. framkvæmdastjórinn, Friðrik Friðriksson, að hann hverfi nú úr allri útgáfustarfsemi. Hann rak á tímabili AB og Pressuna og síöar Helgar- póstinn. Fyrirtæki sem stofnað var fyrir rúmum 40 árum til að vinna gegn kommúnisma og útgáfufyrirtækinu Máli og menningu er því hætt störf- um og komiö í gjaldþrot. Fyr- irtækið var stofnað af hægri mönnum, lýðræðisöflunum, einkum í þeim tilgangi að hamla gegn yfirburðastöðu Máls og menningar á bóka- markaði hér á landi. Á tímabili var Almenna bókafélagið öflugasta bókaút- gáfa landsins og komin fram úr Máli og menningu. Síðar þróuðust mál á annan veg, nú er M&M stærsta útgáfufyrir- tæki landsins og enga pólitík að sjá á útgáfu þess. Margir þungavigtarmenn komu við sögu hjá Almenna bókafélaginu. Bjarni Bene- diktsson var frumkvöðull að stofnun AB 1955 og var for- maður þess allt til dauðadags. Haft var á orði á Viðreisnarár- unum að á stjórnarfundum AB og stuðningsmannafélags þess, Stublum, hefði nánast mátt halda ríkisstjórnarfund, eða meirihlutafund í borgar- stjórn. Auk þess sátu í stjórn ritstjórar Tímans og Morgun- blaðsins, bankastjóri Seöla- bankans, auk margra þunga- vigtarmanna í þjóðlífinu, og allra helstu menningarpostula þess tíma. Almenna bókafélagið verður væntanlega úrskurðað gjald- þrota á næstu dögum að kröfu Sýslumannsins í Reykjavík, Hugvers hf. og Heimilistækja hf. Heildarskuldir félagsins eru sagðar um 100 milljónir króna. -JBP Heimur Gubríðar Eltingarleikur skattyfirvalda Ónefndur íþróttaforkólfur var ekkert ósáttur við borgina og fyrirgreibslu hennar, en: „Við þurfum að stilla saman strengi okkar, Reykjavíkurfé- lögin, og ræða betur við borg- aryfirvöld, og fleiri reyndar líka. Vib erum í þeirri aðstöðu að vera með 350 og jafnvel 400 milljón króna skuldaklafa. Þessu verður að linna og elt- ingarleikur skattayfirvalda er alveg makalaus. Menn ættu að hafa eitthvað vitlegra fyrir stafni en þaö að ganga í skrokk á besta uppaldanda á íslandi," sagði þessi ágæti forstööumað- ur úr íþróttalífinu. Já, það er nú þab... Ofan á allt annað er að kvikna umræöa í þjóðfélaginu þar sem fyrrum íþróttastjörnur efast um uppeldisiegt gildi íþróttanna. Þar sé áfengi um of í heiðri haft, öfugt við hið fornkveðna um að heilbrigð sál finnist í hraustum líkama — og ab íþróttirnar efli alla dáð. ■ sýndur á föstunni Leikrit Steinunnar Jóhann- esdóttur, Heimur Gubríðar — síðasta heimsókn Guðríö- ar Símonardóttur í kirkju Hallgríms hefur verið tekið til sýninga aö nýju á föst- unni. Leikritið var frumsýnt á Kirkjulistahátíb í Hall- grímskirkju sl. vor og var síðan sýnt í safnaðarsal kirkjunnar fyrir jól. Auk þess var þab sýnt í nokkrum kirkjum á landsbyggbinni. Aðalleikarar eru Margrét Guðmundsdóttir, sem hefur tekið vib hlutverki Helgu Bachmann, Helga Elínborg Jónsdóttir og Þröstur Leó Gunnarsson. Leikmynd og búninga gerir Elín Edda Árna- dóttir og tónlist er samin og leikin af Herbi Áskelssyni. Fyrsta sýning á föstunni var í Akureyrarkirkju 11. mars sl. og hlaut hún lofsamlega dóma gagnrýnenda Dags. Næstu sýningar eru í Selfoss- kirkju 19. mars kl. 20.30, Há- teigskirkju í Reykjavík 20. mars kl. 20 og 27. mars kl. 20 og í Hafnarfjarðarkirkju 26. mars kl. 20.30. ■ Helga Elínborg Jónsdóttir í hlutverki Gubríbar yngri og Þröstur Leó Gunn- arsson í hlutverki Hallgríms Péturssonar í leikritinu Heimur Gubríbar. Mynd: Sœmundur Krístinaon

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.