Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 2
2 Laugardagur 16. mars 1996 Gubrún Agnarsdóttir hyggst ákveba mjög fljótlega hvort hún bjóbi sig fram: 1-2000 undirskriftir til ab þrýsta á framboö „Þa6 er í rauninni búin aö vera mikil hreyfing á þessu ári en ég myndi ekki segja ab allt væri komib á fullt því ég er ekki búin ab taka endan- lega ákvörbun," sagbi Gubrún Agnarsdóttir í samtali viö Tímann um hugsanlegt for- setaframboö. Gubrún segist munu taka ákvöröun mjög fljótlega og ab þab hafi veriö mikill þrýstingur á hana í langan tíma. Hópur fólks sem vill Guörúnu á Bessa- staöi stób fyrir undirskriftasöfn- un í nokkra daga til þess aö ýta á hana og söfnuöust 1- 2000 undirskriftir en Guörún veit ekki til þess aö meðmælenda- Shellstöbvarnar bjóba bíleigendum abstob vib peruskipti um helgina: Eineygöir bílar nú áberandi í umferbinni Shellstöövarnar bjóöa bíleig- endum upp á aðstob vib peru- skiptingar núna um helgina og þar á ofan eina ökuljósa- peru gefins meö hverri sem keypt er á meðan átakiö varir. „Eineygbir bílar eru áberandi í umferbinni þessa dagana og þarf ekki aö fara mögrum orö- um um þá hættu sem af slíku stafar", segir í tilkynningu frá Skeljungi hf. í tilefni þessa umferöaröryggisátaks. Meö því séu slegnar þrjár flugur í einu höggi: Menn spari tíma og peninga og stubli ab auknu öryggi í umferðinni. Til aö aöstoöa ökumenn „ein- eygöra" bíla viö aö ráöa bót á þessum vanda kalla Shellstööv- arnar til viðbótarstarfskrafta um helgina. Líftími ökuljósapera sé yfirleitt svipaöur. Þegar önnur tveggja aðalljósapera í bíl gefur sig sé þess því yfirleitt ekki langt aö bíöa aö hin fari líka. Umferb- arráö mæli þess vegna meö því ab skipt sé um báöar perurnar samtímis. ■ söfnun sé hafin. Gubrún segist ekki vita hvort stuöningshópar hennar og Guörúnar Pétursdóttur gætu skarast og segir aðrar mikilvæg- ari ástæöur hljóta aö liggja aö baki ákvörðun manna um for- setaframboð heldur en hverjir aörir bjóöi sig fram. -LÓA Smala- söngvar í Óperunni Söngleikurinn Oktahóma var frumsýndur í íslensku óperunni í gcerkvöld af nemendum í Söng- skóla Reykjavíkur. Nœsta sýning er ákveöin á morgun, sunnudag, og ef absókn verbur gób mun hópurinn bæta vib sýningum. í abalhlutverkum eru Hulda Carb- arsdóttir, Hrafnhildur Björnsdóttir, Davíb Ólafsson, Kristjana Stefáns- dóttir og Carbar Thór Cortes. Cubrún Agnarsdóttir. FRAMHALDS- SAGA Skólalíf EFTIR FJÖLMANN BLÖNDAL Þaö var fámennt á kennarafundinum að þessu sinni. Aðeins 13 kennarar af 63 voru mættir og Furstinn var þungbúinn þegar hann leit yfir salinn. - Þetta nær náttúrulega ekki nokkurri átt! þrumaði Furstinn og gerði sig eins valdsmannslegan og frekast var hægt. - Við gerum þá kröfu til nemenda okkar aö þeir mæti í tíma. Sú krafa er raunar almennt gerð til fólks að það mæti í vinnuna ef það ætlar að fá útborgað. Síðan kem- ur í ljós að það vantar hvorki meira né minna en 40 manns á þennan fund. Ég mun ekki líða [retta lengur og hiklaust draga af kaupi þeirra kennara sem ekki koma á lögboðna kennarafundi. Þessi skilaboð Furstans voru orð í tíma töiuð því flest- ir kennaramir voru búnir að fá sér vinnu út í bæ sem aukastarf með kennslunni. Sumir höfðu meira að segja 35 gengið svo langt að segjast vera kennarar við skólann í aukastarfi. Doddi var þó mættur enda var búið að tilkynna að Gugga gella, eins og hún var jafnan kölluð, uppeldisfræði- og hús- stjórnarkennari, væri búin aö biðja um að áreitismál gamla prestsins sem og áreitismál í skólanum sjálfum yrðu rædd á kennarafundinum. Hún krafðist þess að Doddi yrði viðstaddur umræðuna. Doddi var viss um að nú hefðu strákarnir á kennarastofunni eitthvað verið að atast í henni og.sjálfsagt klipið hana í rassinn eða sagt henni klámbrandara. Nema ef vera kynni að sjálfur Ey- dai hefði nú enn einu sinni verð að fara með vísur fyrir hana. Það gæti nú verið skýringin. Hann hafði nú ein- mitt verið að fara með eina eftir einn kjósanda sinn um daginn út af málum gamla prestsins. Hún var svona: Hann blessaður ýmsar brellur kann og beittur er í sóknum. Aftur á bak og áftam hann alltafleikur hróknum. Sagt var... En hvab meb karlmenn? „Kristín Astgeirsdóttir þingmaður Kvennalista fullyrti aö nærri hver ein- asta kona í okkar samfélagi hefði orð- ið fyrir kynferðislegri áreitni af ein- hverjum toga, misalvarlegri þó." Úr Morgunblabinu. Sóun á vinnuafli „Það finnst mér sóun á vinnuafli að geta ekki sest niður á tveimur árum og leyst úr þessu eina máli, í staöinn fyrir að láta þetta ganga svona langt og vera að hrósa sér af því ab ganga inn í störf flugfreyjanna. Ef þetta hefði verið einhver önnur stétt, t.d. flugvirkjar eða flugmenn sem eru sér- hæföir, skrifstofustúlkur eða tölvu- menn, þá hefði engum dottiö í hug ab haga sér svona." Segir Kristjana Milla Thorsteinsson, fyrrverandi stjórnarmabur hjá Flugleib- um. Hún telur yfirmenn Flugleiba hafa brugbist og lítib mál hefbi verib fyrir þá ab afstýra verkfalli flugfreyja í fyrra. Mogginn í gær. Hollur matur, ókei ab reykja? „Rannsókn Trichopoulousar leiddi í Ijós aö margir þátttakendur grískrar könnunar hátt á áttræöisaldri hafi verib keðjureykingamenn, en tóbak er mikill áhættuþáttur hjartasjúk- dóma og lungnakrabba. Trichopou- los telur ekki ólíklegt að mataræöi Grikkjanna sé með slíkum eindæm- um hollt að það yfirbugi jafnvel óhollustu reykinga." Vísindamenn hafa komist ab því ab Grikkir í sveitum verba manna elstir þrátt fyrir ab 40% matar þeirra sé fita og reykingar tíbar. Hverju á mabur ab trúa? Mogganum? Blabamenn krossfesta „í stab þess að kveinka sér undan smástelpu með naglaspýtu ætti stjórn Blabamannafélagsins að slá saman í afsökunarbeiðni halda fólk- inu sem stéttin hefur krossfest á ferli sínum." Segir Ásgeir Hannes í Tímanum og nefnir Geirfinnsmál og biskupsmál sem dæmi um „krossfestingar blabamanna". Hann telur lítib leggjast fyrir stjórn Blm.fél. ab kvarta undan athugasemd- um Ragnars Abalsteinssonar lögmanns. Nú þykir Ijóst að til tíbinda fari að draga í forsetamálum. Fastlega er búist við að nokkrir stimpli sig inn í slaginn nú um helgina eða þá í næstu viku. Þeir sem taldir eru mjög liklegir til að veröa næstir ab tilkynna frambob eru Ólafur Ragnar Gríms- son og þó sérstaklega Gubrún Agn- arsdóttir. Jafnframt er talað um að Pétur Kr. Hafstein sé nú nánast bú- inn að gera upp vib sig ab fara fram, nema hvað hann hefur einn fyrirvara — hann ætlar ekki ef Davíb fer... Á Búnabarþingi á dögunum voru menn mikið að velta fyrir sér hvaba erindi Geir Waage formabur presta- félagsins ætti á þingib, en þar var hann talsvert a.m.k. tvo daganna. Þegar svo yfirlýsingin kom frá séra Halldóri í Holti í Mogganum um aö hann vildi að biskup segði af sér þóttust menn sjá hvaba búnaðar- þingsfulltrúa prestafélagsformaður- inn vildi hitta. • Nú styttist í að rábib verði í stöbu forstöðumanns Fræðslumiðstöbvar Reykjavíkur og enn er verib að kasta á milli nöfnum. Svo er ab heyra ab Gerbur G. Óskarsdóttir standi einna sterkast nú á lokasprettinum, en auk þeirra Ólafs Jóhannssonar og Margrétar S. Björnsdóttur sem áur hafa komið vib þessa sögu í pottumræbum, þá hafa fleiri nöfn nú skotib upp kollinum, s.s. Svan- hildur Kaaber, Trausti Þorsteinsson og jafnvel Viktor Gublaugsson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.