Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 4

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 4
Laugardagur 16. mars 1996 mtimtirfo STOFNAÐUR 1 7. MARS 1 91 7 Útgáfufélag: Ritstjóri: Ritstjórnarfulltrúi: Fréttastjóri: Tímamót hf. ]ón Kristjánsson Oddur Olafsson Birgir Guðmundsson Ritstjórn og auglýsingar: Sími: Símbréf: Pósthólf5210, Brautarholti 1, 105 Reykjavík 563 1600 55 16270 125 Reykjavík Setning og umbrot: Mynda-, plötugerð/prentun: Jæknideild Tímans ísafoldarprentsmiðja hf. Mánaoaráskrift 1550 kr. m/vsk. Vero í lausasölu 150 kr. m/vsk. Grunnskólinn, ríkið og sveitarfélögin Undirbúningur að endanlegum flutningi á rekstri grunnskóla til sveitarfélaga hefur staðið yfir síðan lög- gjöf var sett um málið í mars 1995. í júní var skipuð nefnd til þess að meta kostnað af tilfærslu verkefnisins og skilaði hún af sér í febrúar síðastliðnum. Á grundvelli þeirrar skýrslu var síðan undirritað samkomulag milli fulltrúa fjármála, félagsmála og menntamálaráðuneytis og sveitarfélaganna um kostnaöar- og tekjutilfærslu vegna flutnings grunnskólans. Þetta samkomulag er með fyrirvara um staðfestingu ríkisstjórnar og stjórnar og fulltrúaráðs Sambands íslenskra sveitarfélaga. Veigamestu þættirnir í samkomulaginu eru eftirfar- andi: Gert er ráð fyrir að heimila sveitarfélögunum að leggja á 11,9% hámarksútsvar þann 1. janúar 1997 og 11,95% þann 1. janúar 1998. Tekjuskattur lækkar samsvarandi þessum hækkunum. Jafnframt mun ríkissjóður verja 265 milljónum á ári af tekjuskatti áranna 1997-2001 til þess að styrkja framkvæmdir við grunnskólabyggingar í sveitarfélögum, sem eru með 2000 íbúa og þar yfir, til þess að greiða fyrir einsetningu grunnskólans. Ákvæð- um til bráðabirgða í grunnskólalögum verður breytt á þann veg aö frestur til þess að einsetja skóla verður framlengdur um tvö ár. Samkomulagið kveður á um fleiri þætti, þótt þessir séu veigamestir. Þótt það sé með fyrirvara um samþykki ríkisstjórnar, þarf Alþingi að sjálfsögðu að fjalla um þær lagabreytingar sem naubsynlegar eru til þess að það nái fram að ganga, breytingu á lögum um tekjustofna sveit- arfélaga og lögum um tekjuskatt og framlengingu á bráðabirgðaákvæði grunnskólalaganna. Með þessu samkomulagi eru viss þáttaskil í þessu máli. Ekki verður annað séð en að hér sé um mjög gott samkomulag fyrir sveitarfélögin að ræða. Staðreyndin er sú að þau tóku að sér að standa straum af stofnkostnaði og rekstri grunnskóla árið 1989 með lögum um breytta verkaskiptingu og tekjustofna sveitarfélaga. Þrátt fyrir það kemur ríkið nú aftur inn með stuðning vib fram- kvæmdir við grunnskólabyggingar án tillits til stærðar sveitarfélaga. Það ætti því ekkert að vera því til fyrir- stöðu að einsetning skóla náist á næstu fimm árum, en það er langþráð markmið í málefnum þessa skólastigs og hefur mikla þýðingu fyrir aðstöðu barna til náms. Það má aldrei gleymast í þessari umræðu að flutningur grunnskólans er meira en tæknilegt og fjárhagslegt verkefni. Mestu skiptir að skólinn fái að þróast með já- kvæðum hætti, verði betri eftir breytinguna en fyrir hana. Eins og komið hefur fram, sögðu kennarar sig frá sam- starfi um flutning grunnskólans vegna fyrirhugaðs málatilbúnaðar á Alþingi varðandi lífeyris- og réttinda- mál opinberra starfsmanna. Nú hefur verið boðað að frumvarpið um lífeyrisréttindin verði látið liggja að sinni. Vonandi greiðir það fyrir því að kennarar endur- skoði afstöðu sína til málsins, því nauðsyn ber til að ljúka tilfærslunni. Það er öllum fyrir bestu og eyðir óvissu um rekstur grunnskólans meðan flutningurinn er yfirvofandi en málinu ekki lokið. Oddur Ölafsson: Þversagnir og áreiti i tímans rás Aö ræða um framtíð eða framtíðarsýn í hverfulum heimi er líkast til tómt mál um að tala. Samt eru þeir nógu margir sem bulla um ókomna tíð, spá og gera áætlanir og ákveða fyrirfram hvað muni verða afkomendunum fyrir bestu. Sitt sýnist hverjum og stefna menn gjarnan sitt í hverja átt- ina og sumir í margar áttir samtímis, svo að úr verður illa skipulögð kaos. Dæmi um andstæð sjónarmið við mörkun framtíðarstefnu er ágreiningurinn um hvort breyta eigi ásýnd öræfanna með því að mann- skepnan taki að sér stjórn fall- vatna og virki stórt, eða hvort —~~~~—~—~ auðlegð óbyggðanna sé betur tryggð með því að láta þær í friði. Hugsun þeirra sem vilja óbreytt landslag er ekki endilega sú að halda því óspilltu náttúr- unnar vegna, heldur að beinlín- is verði hægt að græða meira á henni í óbreyttu ástandi en með virkjunum og orkusölu. Spurningin er hvort gefur - meira í hönd, orkusala eða ferðamannabransi. Út og suour Stefnan í byggðamálum er að hvert ból, sem mannlíf þrífst nú á, skuli vera áfram í byggö og eru engin sérstök rök færð fyrir því. Þetta eru til- finningamál og eru rædd á þeim nótum. Reyndin er sú að byggðaröskunin eykst jafnt og þétt og er rétt sama hver er opinber stefna eða stefnuskrá stjómmálaflokka. Það er eitthvað allt annað sem ræður því að byggðarlög verða æ strjálbýlli og þéttbýlið vex að sama skapi. Framtíðarsýnin er eitt og þróunin annað. Mikið kapp er lagt á að mennta ungdóminn, og helst til annarra verka, huglægra sem verklegra, en helst er þörf á í þjóðfélaginu. Útlendingar taka þau gjarnan að sér. En eftir því sem menntunin veröur meiri minnka líkurnar á að unga mennta- fólkið fái störf við hæfi. Margir nýta því sína góðu menntun erlendis. Eftir því sem fiskistofnar minna og fleiri komast í útrýmingarhættu vegna ofveiði stækkar flotinn að lestafjölda, togkrafti og veiðigetu. Ástandinu er bjargað um stundarsakir með rányrkju á fjarlæg- um miðum. Hvað svo? Höfuðvandamál íslensks landbúnaðar er hve tæknivædd atvinnugreinin er og skilvirk. Fram- leiðslugeta er meiri en mannskapurinn fær torg- að. Svo er kvartað hástöfum yfir þvi að ekki fái nógu margir vinnu við bústörf. Eldra fólk er til trafala í samfélaginu. Það verður svo gamalt að lífeyririnn er löngu uppétinn þegar það deyr. Halda verður sem flestum í fullri vinnu til sjötugs til að spara lífeyrissjóðsgreiðslur. En eitt mesta vandamál nútíöar og framtíðar er að ekki er rúm fyrir ungt fólk á vinnumarkaði. Það gengur því atvinnulaust í enn ríkara mæli en gamlingj- arnir. skapa fagra framtíð og þróttmikið þjóðlíf og leysa úr læðingi ný „atvinnutækifæri". í öllu þessu tilstandi hríðtapa peningastofnanir landsmanna fé — ausa því út í marklausar vitleys- ur. Skuldir fjölskyldna aukast dag frá degi og eru vaxnar mörgum þeirra yfir höfuð. Ríkið þykist vera að borga niður skuldir erlendis en safna peim hér á landi, en sveitarfélög eru mörg svo illa á sig komin að þau ættu fyrir löngu að vera búin að segja sig til sveitar. Yfirvegun fremur en kapp Óútskýrt tilstand Lengi rjnætti telja upp allar þær þversagnir sem við blasa, en þetta dugir að sinni. Fjasað er um að leysa einstaka mál án nokkurs samhengis við önnur og beðið er með óþreyju eftir stóru happ- drættisvinningunum. Álver og kísiljárn voru lengi sá vonarpeningur sem treyst var á, og svo er enn. Ákvarðanir útlend- inga um að stækka verksmiðjur eða reisa nýjar eru gulrótin á prikinu, sem einblínt er á. Samgöngukerfi og jarðgangagröftur eiga með einhverjum dularfullum og óútskýrðum hætti að Það má með sanni segja aö ekki ríkir kyrrstaða í þjóðlífinu, þótt fæstir vita hvert stefna skuli. Þjóðkirkjan er að sporðreisast, aldargamalt menningarfélag að fremja sjálfsmorð og vinnumark- tíLMfr aður, opinber sem almennur, í uppnámi. ———— Allar pakkaferðir til útlanda eru uppseldar og straumurinn aldrei eins stríður og nú. Samt eru krárnar fleiri en á öðr- um stöðum og útvarps- og sjónvarpsrásir fleiri en með nokkru móti er hægt að komast yfir. Afþrey- ingin er yfirfljótandi. Þegar allt kemur til alls þurfum við kannski ekki neina sérstaka framtíðarsýn. Framtíðin kemur með kostum sínum og göllum og taka verður á vandamálum hennar þegar þar að kemur og njóta þeirra kosta sem hún býður upp á. Það, sem nútíminn þarfnast öðru fremur, er ró-* semi hugans. Það eru engin ný tíðindi og hafa ekki verið í þúsundir ára. Framkvæma þarf af yfir- vegun fremur en kappi og í upphafi skal endinn skoða. Óvibráðanleg atburðarás Það er engin tilviljun, að í því andrúmslofti sem ríkir er hver atburðarásin af annarri sett af stað, sem svo enginn ræður við og verður að einhvers konar allsherjar hysteríukasti, sem ekki verður séð fyrir endann á. Geirfinnsmálið og allt það ætlar aö verða sama endaleysan og það hófst á fyrir rúmum tveim ára- tugum og þjóðarsálin dinglar með og mun gera um sinn. Kannski nokkra áratugi enn. Nú er ríkissaksóknari búinn að fá rannsóknar- lögreglu annað mál í hendur, sem ef til vill á eftir að vera enn örðugra viðfangs og endalausara. Enn fleiri mál eru í gangi sem hræra upp í þjóð- arsálinni, sem alltaf virðist fá sitthvað nýtt að nærast á og japlar á gömlum tuggum. Dregio úr lífsgæbum Hér áður var minnst á rósemi hugans, sem er ekkert auðfengið mál né einfalt. En óróleikinn í sálartetrinu og þjóðfélaginu öllu stafar ekki síst af öllu því mikla áreiti, sem hvergi er friður fyrir. Væntingar, sem framtíðarvonir voru bundnar við, standast ekki. Hræðilega vond f jármálastjórn leggur skuldaklafa á einstaklinga og verða heimili unga fólksins verst úti. Aldrei er staldrað við og spurt hvenær nóg sé nóg og hvort lífsgæðin byggist endilega á enda- lausum framförum og breytingum, eða kostnaðar- sömum framkvæmdum sem sannarlega draga úr lífsgæðum. Og langt er síðan maöur hefur heyrt orðatiltæk- ið, að einhver uni glaður við sitt. Og þrátt fyrir allar framtíðaráætlanirnar veit enginn hvað framtíðin ber í skauti sér, nema auð- vhað vitlausar spár og endalaust áreiti. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.