Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 5

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 5
Laugardagur 16. mars 1996 Hjálmar Arnason: i Samráð Mikil fundahöld standa nú yfir á vegum samtaka opinberra starfsmana. Tilefnið er frumvarp til laga um réttindi og skyld- ur opinberra starfsmanna. Stór orð falla og mikil spenna virðist hlaðast upp. Mál þetta er um margt merkilegt. í fyrsta lagi hófst umræðan í fjölmiðlum með mikl- um látum töluvert áður en þingmenn höfðu barið frumvarpið augum. Eigi að síður dundu á þingmönnum skammir fyrir meinta árás á opinbera starfsmenn. Svo viröist sem málið hafi komist á flot áður en það var fullvaxið. Sú staðreynd leiddi í raun til þess að ákveðið var að leggja málið fram á þingi þó það væri enn ófrágengið og þingmönnum gert kleift að ræða efni þess og markmið. Þingflokkur framsóknarmanna a.m.k. lít- ur svo á að efnislega sé frumvarpið enn opið. Til viðbótar frumvarpi um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna bætisí svo umfjöllun um lífeyrissjóð opinberra starfsmanna. Er skemmst frá því að segja að það frumvarp hefur enn ekki borist þinginu. Eftir stendur þá að þingið er dregið inn í harða umræðu um ómótað- ar hugmyndir. Hvernig má slíkt gerast? Getur verið að það hafi verið dregið út úr nefnd áður en hún lauk störfum? Mikill þungi gagnrýninnar snýst um að lítið samráð hafi verið haft við full- trúa opinberra starfsmanna um frum- varpssmíðirnar. Fjármálaráðuneytið and- mælir og telur samráð hafa átt sér stað og það bara töluvert. Þetta er í raun hinn skrýtnasti málatilbúnaður. Pistlahöfund- ur er þeirrar skoðunar að samráð sé sam- ráð og ekkert annað. í því felst einkum að tveir eða fleiri aðilar beri saman bæk- ur sínar og reyni til þrautar að komast að niðurstöðu. Hvað sem fullyrðingum líð- ur tel ég sýnt í þessu máli að enn sé ekki fullreynt hvort aðilar séu sammála um öll eða sum efnisatriða. Meðan annar deiluaðila telur sig hafa verið sniðgeng- inn í undirbúningi og vill leggja meira til málsins þá hlýtur málið enn að teljast á samráðsstigi. Að framansögðu hlýtur að teljast rökrétt að málinu verði frestað um hríð og fjármálaráðuneytinu falið að taka upp nánara samráð við fulltrúa op- inberra starfsmanna og kynna þingheimi málið þannig undirbúib á haustþingi. Samráð er nefnilega dulítið meira en samráð-express, ekki síst í viðkvæmum málum er snerta réttindi og kjör. Æviráöning — biolaun — embættismenn í umræddu frumvarpi er m.a. kveðið á um afnám æviráðningar og biölaunarétt- ar. Þó er skilgreindur sérstakur hópur embættismanna er njóta skuli annarra og meiri réttinda en aðrir. Um þetta má hafa nokkur orð. Hafandi sjálfur verið opinber starfs- maður til margra ára er pistlahöfundur afdráttarlaust þeirrar skoðunar að ævi- ráðning sé tímaskekkja. Fyrir því eru tvær ástæður. Annars vegar hygg ég að þetta ákvæði hafi í raun sýnt að það leið- ir til lægri launa opinberra starfsmanna en ella. Öryggi ráðningaformsins hafi m.ö.o. neikvæð áhrif á launaumslagið. Hins vegar tel ég úrelt að hafa eitt ráðn- ingaform fyrir opinbera starfsmenn en annað form fyrir aðra launþega. Vinnu- markaðurinn er í raun einn og störfin eru í grundvallaratriðum sambærileg. Þess vegna á að hafa sömu forsendur fyr- ir ráðningu starfsfólks óháð því hvort það er hjá hinu opinbera eða annars staðar. Hvað biðlaunaréttinn áhrærir tel ég litla sanngirni felast í því að einstakling- ur skuli fá biðlaun þrátt fyrir það að halda sama starfi og hann gegndi áður — þegar eina breytingin felst í rekstrarformi fyrirtækisins. Um bæði þessi dæmi þarf að semja og hafa samráð. Því starfi er augljóslega ekki lokið. Hvað sérstaka embættismenn áhrærir má til sanns vegar færa að hæpið sé að hluti opinberra starfsmanna njóti meiri réttinda en aðrir. Því skyldu ekki express sjálfstætt þing gilda sömu grundvallaratriði um alla starfsmenn? Nýr Krapi Halldór Kiljan Laxness gerði hestinn Krapa að ógleymanlegu bókmenntafyrir- brigði. Nú má segja að Krapi sé endurbor- inn. Að þessu sinni er hann skapaður sem íshröngl. Um er að ræða niðurstöður af verkefni á vegum nýsköpunarsjóðs námsmanna. Samkvæmt rannsókninni má auka verðmæti sjávarafla á íslandi um hundruð milljóna króna með því að geyma hráefnið í krapa eða blöndu íss og vatns. í raun eru þetta stórtíðindi og hlýtur að vera skylda stjórnvalda og at- vinnulífs að sinna verkefninu af alúð. Kostnaður vegna þessa mun óverulegur en verðmætaaukningin all veruleg. Hér er enn eitt dæmi um gildi þess fyrir okkur sem vinnsluþjóð á sviði matvæla að vanda með- höndlun hráefnis sem mest enda er umbunin ríkuleg. Við erum hægt en bítandi ab færast af veiðistigi yfir á vinnsl- ustig í atvinnulífinu og árangurinn lætur ekki á sér standa. Segja má, þó kald- hæðnislega hljómi, að kreppan vegna minnkandi fiskgengdar hafi í raun hrak- ið okkur til góðra verka við fullvinnslu og verðmætasköpunar. Sú reynsla verður okkur dýrmæt þegar aflaheimildir auk- ast. Dæmið um krapann er eitt margra at- hyglisverðra verkefna sem komið hafa frá nýsköpunarsjóði námsmanna. Er það eitt skýrasta dæmið um það hvernig virkja má mannvitið í þágu atvinnulífs. Til fyrirmyndar er hvernig að sjóðnum hefur verið staðið af hálfu námsmanna og annarra. Menntun, rannsóknir og ný- sköpun eru aflt þættir sem varða okkur leið til aukinnar farsældar og velferðar. Á stundum er árangurinn ekki sýnilegur og kemur jafnvel ekki í ljós fyrr en seint og um síðir. Nýsköpunarsjóðurinn er hins vegar daemi um skjótan árangur og merkilegan. Ályktun af þessum hugleið- ingum er sú að menntun og rannsóknir eru fjárfesting til framtíðar. Þess vegna eiga þeir þættir að njóta forgangs í út- gjöldum ríkissjóðs. Þjóðin nýtur svo ávaxtanna. Á hestum til þings ... Oft ber á góma staba þingsins gagnvart dómsvaldi annars vegar og fram- kvæmdavaldinu hins vegar. Greinarhöf- undur hefur á þessum vettvangi lýst áhyggjum sínum yfir veikri stöðu Al- þingis. Birtist hún með ýmsu móti, ekki síst í samskiptum við framkvæmdavaldið og þá helst ríkisstjórnir hverju sinni. Margar ástæður eru að baki þessari stöðu. Sérstaklega má þó nefna þann skamma tíma sem hverju sinni er gefinn innan þingsins til umræðna og stefnumörkun- ar. Gildir það jafnt um fundi þingflokka sem fastanefnda. Fyrir vikið gætir þeirrar tilhneigingar að „fljótaskrift" einkenni afgreiðslu ýmissa mála innan þingsins meðan undirbúningur nefnda utan þings er til muna rýmri og nákvæmari — m.ö.o. framkvæmdavaldið nýtur sér- fræðikunnáttu og tíma á kostnað Alþing- is. Spurningin snýst sem sagt um tíma til pólitískrar stefnumörkunar. Táknrænt atriöi um drottnun fram- kvæmdavalds yfir löggjafanum birtist í ákvæðum stjórnskipunarlaga þar sem ríkisstjórn hefur all víðtæka heimild til setningu bráðabirgðalaga. Þar er laga- valdið að hluta fært beint til fram- kvæmdavaldsins. Á áratugunum frá 1950 voru gefin út um 50 bráðabirgðalög -------------------- á hverjum áratug þó verulega hafi dregið úr ¦ ¦ frá árinu 1991. Athygli IVIdlli vekur að í sumum til- vikum hafa ríksistjórnir "9 sett lög til bráðabirgöa málcfllÍ örfáum dögum eftir niaiCIIH þinglausnir. Þar virðist ríkisstjórn m.ö.o. hafa _^^^_^^_^ beðið eftir því að þingi lyki og skellt svo á bráðabirðgalögum. Slíkar ákvaðranir hafa m.a. snert viðkvæm pólitísk mál, s.s. um kjaradeilur. Þetta er í raun ekkert annaö en niðurlæging fyrir þingið og stórvarasamt fyrir lýðræðið. Hlutverk þingsins er að setja lög — á þeim vett- vangi á hin lýðræðislega umræða að fara fram og niðurstaða fengin á grundvelli hennar og lýðræðislegrar atkvæða- greiðslu. Eftir þeim leikreglum á svo framkvæmdavaldið að starfa. Ákvæði um bráöabirgðalög hefur verið í lögum frá árinu 1874 þegar þing var jafnvel haldið annaðhvert ár og menn riðu til þings. Þá var vitskuld ekki létt að kalla þing saman þegar óvænt staða kom upp. í dag eru tímarnir sannarlega breyttir. Þingið starfar í raun allt árið og með mjög skömmum fyrirvara má kalla þing saman. í því skyni að greina betur á milli þess- ara tveggja valdsviða hafa nokkrir þing- menn lagt fram frumvarp til stjórnskip- unarlaga þar sem kveðið er á um að ekki megi gefa út bráðabirgðalög nema í þeim tilvikum að ekki verði unnt að kalla sam- an þing, s.s. vegna náttúruhamfara. Lengja starfstíma þingsins? í sama tilgangi hafa nokkrir þingmenn lagt fram þingsályktunartillögu um breytta starfshætti þingsins. í henni er gert ráb fyrir því að starfstími þingsins verði lengdur jafnvel um heilan mánuð á hverju ári. Ennfremur er lagt til að starfs- tíma þingsins veröi deilt niður í um fjór- ar starfslotur en formlegum þingfundum sleppt í eina viku á eftir hverri lotu. Þær vikur verði svo nýttar til að þingflokkar og fastanefndir fái góðan tíma til stefnu- mörkunar og umræðu, þingmenn geti heimsótt fyrirtæki og kjördæmi og ahn- að í þeim dúr. Hins vegar gerir tillagan ráð fyrir því aö hlutverki fjárlaganefndar verði breytt með þeim hætti að hún setji fram ramma fyrir einstaka málaflokka en fagnefndun- um verði svo falið það hlutverk að deila þeim ramma á verkefni á sérsviðum nefndanna. Tilgangur alls þessa er að efla sjálfstæði þingsins með skilvirkari vinnubrögbum og umfram allt rýmri tíma til faglegra vinnubragða. Þetta er í raun forsenda fyr- ir sjálfstæði þings gagnvart fram- kvæmdavaldinu. Valdsvið lýðræðisins, lög, framkvæmd og dómur, eiga að starfa hlið við hlið á jafnréttisgrunni. Til þess þurfa innri skilyröin að vera í lagi.' í lokin er rétt að geta þess að forseti Al- þingis, Ólafur G. Einarsson, hefur lagt sig mjög fram og af myndugleik að efla þingstarfið á svipuðum nótum og hér hafa verið reifaðar. Áðurnefndar tillögur geta orðið forset- anum stuðningur í hans ágæta starfi við að halda reisn þingsins uppi. Ráðgjafarstöo heimilanna Fyrir tilverknaö félagsmálaráðherra hefur verið opnuð ráðgjafarstöð heimil- anna. Hér er um afar athyglisvert fram- tak að ræða. Stöðinni er ætlað að aðstoða fólk sem lent hefur í alvarlegum fjárhags- vandræðum. Ekki fer á milli mála hversu rík þörfin er því örtröð hefur ríkt þar frá fyrsta degi. Þaö er óneitanlega merkilegt þegar fulltrúar ríksivalds, sveitarfélaga, allra banka og kirkjunnar sameinast um að greiða með skilvirkum hætti fyrir al- menningi í jafn mikilvægum málaflokki sem þessum. Samfélagið getur ekki horft aðgerðalaust á fólk glíma við tiltölulega óþjált kerfi. Með samstarfi áðurnefndra aðila er farin leið, á landsvísu, sem senni- Iega hefur ekki veriö reynd annars staðar í nágrannaríkjum okkar. Þarna stuðlar fé- lagsmálaráðherra að einu mikilvægasta kosningaloforði Framsóknarflokksins, þ.e. um skjótar aðgerðir gagnvart fjár- hagsvanda heimilanna. Samstarfsaðil- arnir hafa vegna samstarfsins góða burði til að bregðast skjótt og vel við málum til úrlausnar, m.a. vegna þess að í samein- ingu má skoða heildarvandanna. Hitt er svo annað mál hverjar rætur vandans eru. Um það verður fjallað síðar en mik- ilvægasta málið er að efla kaupmátt en jafnframt að gera þá kröfu til lánastofn- ana að þær skoði raunverulega greiðslu- getu fólks í stað þess aö bibja bara um veð í steinsteypu eða uppáskrift þriðja aðila. Ársskýrslur fyrirtækja fyrir síðasta ár sýna að atvinnulífið er byrjað að rétta úr kútnum. Störfum fer ört fjölgandi og í framhaldinu hlýtur að teljast rökrétt að leggja áherslu á aukinn kaupmátt ásamt hækkun lægstu launa. Skilyrðin eru að skapast og er ástæða til að ætla að launa- fólk fái að njóta batans. Það er besta vörnin gegn f járhagsvanda heimila. ¦

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.