Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 9
Laugardagur 16. mars 1996
9
eöa sambúöarslit, þótt óneitan-
lega viröist frekar halla á þá
vegna þess aö uppeldiö hafi
meira veriö í höndum móöur.
Meginforsendan í barnalögun-
um sé hagsmunir barnsins; þaö
foreldranna, sem sé hæfara, eigi
aö fá forsjána. „Forsendurnar
grundvallast ekki á hvort kyniö
á í hlut, heldur hvoru foreldr-
inu barniö er tengdara og hvort
þeirra er hæfara til aö sir.na
andlegum og líkamlegum þörf-
um þess."
Helgi segir aö fyrirspurnir til
sín gegnum Foreldralínuna
gangi svolítiö í bylgjum, stund-
um líöi dagar án þess aö nokk-
ur hafi samband en svo komi
kúfar. Hann telur tíöni fyrir-
spurna tengjast þjóöfélagsum-
ræöunni eins og hún er á hverj-
um tíma, en merkilegt sé aö
ekkert samræmi viröist vera á
milli tíöni fyrirspurna sem
hann fær og annríkis sálfræö-
inganna sem starfa hjá For-
eldralínunni. Ekki sé hægt aö
greina mun á milli árstíöa.
Grá svæbi fylgja
enn óvígbri sambúb
í lagalegu tilliti er oft á tíöum
erfiöara aö eiga viö óvígöa sam-
búö en hjóna-
band. Viö höfum
sérstök lög um
stofnun og slit
hjúskapar, en þeg-
ar um óvígöa
sambúö er aö
ræöa þurfum viö
aö fylgja ólögfest-
um reglum. A síð-
ustu árum hefur
löggjafinn þó lagt
sambúð að jöfnu
viö sambúð á
mörgum sviðum,
s.s. í skattalegu til-
liti.
Helgi sagði að
lokum aö yfirleitt
væru viðmælend-
ur hans málefna-
legir. Hann fyndi
lítið fyrir tauga-
spennu þótt þeir
sem leituðu ráö-
gjafar stæöu tíð-
um á mjög erfið-
um tímamótum.
Þaö má taka fram
að höfuðborgarbúar eru um
80% þeirra sem hafa snúið sér
til Helga í gegnum Foreldralín-
una.
Foreldrar óöruggir
gagnvart börnum
sínum
Margrét Halldórsdóttir er
annar tveggja sálfræöinga sem
starfa við Foreldralínuna. Hún
segir þá sem hringja vera fólk á
öllum aldri er ber hag barna
fyrir brjósti, en fyrst og fremst
hringi þó foreldrar á aldrinum
20-45 ára. Þá séu dæmi um aö
unglingar hringi meö dæmi-
gerðar spurningar, m.a. þær er
lúta aö útivist.
Margrét segir vandamál upp-
alenda vera af fjölbreyttum
toga, en hegöunarvandamál
séu þó einna algengust. „For-
eldrar eru mjög óöruggir gagn-
vart börnum sínum. Viö verö-
um mikið vör við að foreldrar
eru hikandi í sínu uppalenda-
hlutverki. Fólk er hætt að
treysta sínu eigin brjóstviti.
Sem uppalendur erum viö flest
útivinnandi og viö höfum
minna samneyti við börnin
okkar, sem gerir það aö verkum
aö viö erum mjög upptekin af
aö verja þeim litla tíma viö eig-
um meö börnunum á jákvæöu
nótunum. Þá hættum viö
gjarnan aö setja þeim mörk.
Svo þegar mörkin eru sett,
veröa viðbrögð barna okkar oft
kröftug og viö drögum í land
meö fyrirætlanir okkar. Viö
gleymum því oft aö þaö eru
eðlileg viðbrögð barna og ung-
linga aö bregöast neikvætt við
mörkum."
Nútímaforeldrib
haldib sektarkennd
Margrét segir þetta afleiöingu
þess að nútímaforeldrið sé al-
mennt haldið sektarkennd
vegna þess litla tíma sem það
verji með börnum sínum. Upp-
alendum hætti til að setja
samasemmerki milli þess aö
vera góöir og eftirgefanlegir.
Aöspurö um aldur þeirra
barna sem foreldrar hringja út
af, segir Margrét aö vandamál
uppalenda byrji stundum mjög
snemma, dæmi séu um að
tveggja ára gömul börn séu bú-
in að taka viö stjórninni. Al-
gengast sé þó aö börnin séu 4-
12 ára. Minna sé hringt vegna
hegðunarvandamála unglinga,
sem sé athyglisvert.
Af öðrum vanda má nefna að
nokkuð er hringt vegna fíkni-
efnavanda unglinga og barna. í
þeim tilvikum eru viöbrögö sál-
fræðinganna fyrst og fremst að
vísa uppal-
endum á rétta
fagaðila. Til-
vísanir í kerf-
inu eru ein-
mitt eitt af
markmiöum
Foreldralín-
unnar.
Vaktir sál-
fræöinganna
eru tvisvar í
viku, frá 6-10
mánudags-
kvöld og miö-
vikudags-
kvöld. Yfir-
leitt er nóg aö
gera, að sögn
Margrétar.
Ólíkt því
sem Helgi
Birgisson lög-
maður segir,
er meirihluti
þeirra, sem
Margrét hefur
sinnt, frá
landsbyggð-
inni. Margrét segir skýringar
þess aö fólk utan af landi hafi
oft ekki aögang að fagfólki og
þessi þjónusta nýtist því lands-
byggöinni mjög vel, enda um
grænt númer aö ræða. Enginn
marktækur munur sé á vanda-
málum fólks utan af landi og
höfuöborgarbúa.
„Þaö, sem slær mig svolítið, er
að þótt ákveðin opnun hafi orö-
ið í að leita sér ráðgjafar ef
vandamál koma upp, þá held ég
að það sé einhver hemill á fólki
þegar kemur til þess aö leita úr-
lausna á vandamálum sem
tengjast uppeldi barna. Ef viö
ætlum aö leita orsakanna, þá
kemur einhver draugur upp hjá
okkur sem segir: Þaö er eitthvað
að mér sjálfum, ég er ekki nógu
góður uppalandi. Ég vildi óska
þess aö foreldrar væru duglegri
að leita sér ráða þegar „venju-
legu" vandamálin koma upp."
Margrét Halldórsdóttir sál-
fræöingur sagöi að lokum um
þaö hvort þjóðin heföi verið á
réttri braut í uppeldismálum aö
undanförnu: „Eg held að aö-
stæöur okkar sem uppalenda séu
mjög breyttar frá því sem var og
það veldur því að viö höfum
minni tíma og aðstæður em erf-
iöari. Það koma upp ýmis
vandamál nú, sem áður þekktust
ekki. Þaö er nefnilega fjandi erf-
itt aö vera uppalandi þegar fólk
vinnur úti og þarf aö gera allt
annaö sem krafist er af samfélag-
inu." Björn Þorláksson
„Foreldrar eru mjög
óöruggir gagnvart
börnum sínum. Viö
veröum mikiö vör viö
aö foreldrar eru hik-
andi í sínu uppalenda-
hlutverki. Fólk er hœtt
aö treysta sínu eigin
brjóstviti. Sem uppal-
endur erum viö flest
útivinnandi og viö höf-
um minna samneyti
viö börnin okkar, sem
gerir þaö aö verkum
aö viö erum mjög upp-
tekin af aö verja þeim
litla tíma viö eigum
meö börnunum á já-
kvœöu nótunum. Þá
hœttum viö gjarnan
aö setja þeim mörk."
Táningar týna tölunni
Lokastundin (Sidste time) ★ ★
Handrit: Dennis jijrgensen
Leikstjóri: Martin Schmidt
A&alhlutverk: Lene Laub Oksen,
Thomas Villum jensen, Rikke Louise
Anderson, Karl Bille og Laura Drasbæk
Háskólabíó
Bönnub innan 16 ára
Norrænir kvikmyndagerðar-
menn hafa yfirleitt ekki verið
þekktir fyrir spennu- eöa hryll-
KVIKMYNDIR
ÖRN MARKÚSSON
ingsmyndir. I kjölfar vinsælda
Næturvarðarins hafa þó fylgt
nokkrar slíkar. Lokastundin er
Hættulegt spil
Jumanji ★★★
Handrit: Jonathan Hensleigh, Creg Tayl-
or og Jim Strain
Leikstjóri: Joe Johnston
A&alhlutverk: Robin Williams, Kirsten
Dunst, David Alan Grier, Bonnie Hunt,
Jonathan Hyde og Bebe Neuwirth
Bíóhöllin og Stjörnubíó
Bönnu& innan 10 ára.
Jumanji dregur nafn sitt af
samnefndu spili, sem gætt er yfir-
náttúrulegum kröftum. í upphafi
sögunnar eru tveir krakkar aö
spila og hverfur strákurinn. Þaö
líða 26 ár þangað til tveir aðrir
krakkar taka til við spilið og kem-
ur þá strákurinn, sem hvarf í upp-
hafi, til baka, en hann er þá orð-
inn fullvaxta. Spilið virðist vera í
beinlínusambandi við Afríku, því
í hvert skipti sem teningunum er
kastað ryðjast alls konar dýr, stór
og smá, inn í annars friðsæla ver-
öld smábæjar. Til að stöðva
þennan ófögnuð verður að klára
spilið, en það verður ekki gert án
mikilla vandræða fyrir menn og
mannvirki í bænum.
Það vcrður fljótlega ljóst að að-
alhlutverkið í Jumanji er í hönd-
um brellumeistaranna í Holly-
wood. Þeir inna verk sitt vel af
hendi, eins og við var að búast.
Með tölvum er dýrunum bætt
inn í myndina og þaö er talsvert
eftirminnilegt að sjá fíla- eða nas-
hyrningahjarðir á hlaupum um
bæinn, svo ekki sé minnst á stór-
hættulega apa og skordýr á stærð
við fugla.
Það eru brellurnar sem gera Ju-
manji að eftirminnilegri ævin-
týramynd, því persónurnar eru
fremur staðlaðar og litlausar. Ef
hún er borin saman við Júragarð-
inn, aðra kvikmynd sem byggir á
sömu tæknibrellum, þá virðist
formúlan vera keimlík. Þar
skyggðu risaeðlurnar á allar
mannlegar stjörnur, sem voru að-
allega fjórar, tveir fullorönir og
tvö börn, og sú er raunin einnig í
Jumanji. Það verður þó ekki ann-
að sagt en að formúlan virki, því
ekki er hægt annað en að heillast
af ævintýralegri atburðarásinni,
hraðanum og spennunni sem
myndast þegar þessar fjórar aðal-
persónur berjast við dýr og all-
skyns ófögnuð, sem að öllu jöfnu
búa í frumskógum Afríku.
Jumanji er hressileg ævintýra-
mynd og nokkuð eftirminnileg
sem slík. Robin Williams bætir
síðan við því sem á vantar með
sínum skemmtilegu töktum.
ein þeirra og kemur hún frá
Dönum líkt og sú fyrrnefnda.
Sagan er á þá leið aö nokkrir
krakkar eru kallaðir á fund í
skólanum. Þau hafa öll átt við
einhvers konar agavandamál að
stríða og fljótlega eftir að þau
koma á fundinn eru þau lokuð
inni í skólanum. Á sjónvarps-
skjá sjá þau aö þau eru við-
fangsefni dagsins í þættinum
Lokastundinni, þar sem áhersl-
an er á að sýna verstu hliðar
mannlífsins. Þau eiga að þreyta
próf, sem felst í aö komast út úr
skólanum, en það er hægara
sagt en gert, því þar inni leynist
geösjúkur morðingi.
Þrátt fyrir aö hugmyndin aö
baki Lokastundarinnar sé ekki
ný af nálinni og sumt í sögu-
þræðinum standist ekki nána
skoðun, þá ætti engum spennu-
fíkli að leiðast yfir henni.
Myndin er nokkurs konar
blanda af April Fool's Day og
Natural Born Killers, auk þess
að fá eitt og annað aö láni úr
hryllingsmyndaflórunni. Leik-
stjóranum, Martin Schmidt,
tekst að halda uppi þokkalegri
spennu megniö af myndinni og
hann virðist kunna þá list að
láta fólki bregða illilega. Krakk-
arnir í aöalhlutverkunum
standa sig síöan feikivel öllsöm-
ul, en þau fá aö vísu mismikið
að spreyta sig, því einhver verð-
ur aö deyja í mynd sem þessari.
Þaö er talsvert óvenjulegt að
sjá danska mynd í kvikmynda-
húsum hérlendis þar sem af-
þreyingargildið er í fyrirrúmi
frekar en annað. Lokastundin
er þó ekki síðri afþreying en
margar þær engilsaxnesku
myndir sem sýndar eru hér á
landi, þótt hún sé heldur ekki
neitt stórvirki. ■
Hester hin hórseka
Fordæmd (The Scarlet Letter) ★★
Handrit: Douglas Day Stewart. Byggt á
samnefndri skáldsögu Nathaniels Haw-
thorne
Leikstjóri: Roland Joffé
Abaihlutverk: Demi Moore, Gary Old-
man, Robert Duvall, Joan Plowright, Ed-
ward Hardwicke og Amy Wright
Regnboginn
Bönnub innan 16 ára
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem
þessi skáldsaga Nathaniels Haw-
thorne um ástir Hesterar Prynne
og prestsins Dimmesdale er kvik-
mynduð. Það eru til nokkuð
margar útgáfur, sú fyrsta frá 1926
með Lillian Gish í aðalhlutverki,
þannig að það getur varla talist
létt verk að koma með nýjan flöt
á sögunni og feta í fótspor
margra þekktra listamanna um
leið.
Demi Moore leikur Hester
Prynne, sem kemur á undan eig-
inmanni sínum í lítið sainfélag
frumbyggja Nýja heimsins. Ástir
takast með henni og ungum
presti, Arthur Dimmesdale (Old-
man), og þegar hún verður ófrísk
kemur trúarofstækið upp á yfir-
borðið. Hún vill ekki gefa upp
nafn barnsföður síns og er því
látin bera rauðan staf, A fyrir
hórdóm („adultery"), sér til
skammar. Á meðan á þessu
stendur líður Dimmesdale miklar
sálarkvalir og leikar æsast þegar
eiginmaðurinn, læknirinn Rpger
Prynne (Duvall), birtist um síðir.
Það er eitt og annað sem gerir
þaö að verkum að Fordæmd
gengur ekki alveg upp sem
skyldi. Þrátt fyrir mjög vand-
virknislega umgjörð, t.d. kvik-
myndatöku og leikmynd, nær
sagan aldrei verulegu flugi. Frá-
sögnin er nokkuð langdregin
með mörgum litlum aukasögum
og -persónum, þannig að þaö er
eins og menn hafi ekki verið viss-
ir um hverjar helstu áherslurnar
ættu að vera í handritinu. Áhorf-
andinn kynnist nokkrum auka-
persónum, yfirleitt vel leiknum,
og allskonar aukaatriðum, sem
skipta Iitlu sem engu máli þrátt
fyrir að þau geti verið smekklega
gerð.
Það eru síðan ójöfnur í leik
sem gera Fordæmd mikinn grikk,
því Demi Moore veldur ilia aðal-
hlutverkinu. Það kann að vísu að
spila inn í að leikhópurinn er
blanda af breskum og bandarísk-
um leikurum og í þetta skiptið
virkar það ekki nógu vel. Gary
Oldman á hins vegar nokkra
góöa spretti í hinu aðalhlutverk-
inu.
Fordæmd er að flestu leyti vel
gerð mynd útlitslega séð, en hún
líður aðallega fyrir marga litla
annmarka, þannig að heildin
verður aldrei annað en miðlungs-
mynd.