Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 17

Tíminn - 16.03.1996, Blaðsíða 17
Laugardagur 16. mars 1996 17 j Umsjón: Birgir Gubmundsson JVIeð sínu nefi í þættinum í dag verður barnalag sem stundum hefur veriö sungið í barnatímum sjónvarpsins, þá reyndar undir örlítið öðrum texta. Þetta er lagið „Puff the Magic Dragon", sem er eft- ir Lipton og Yarrow. Fyrir margt löngu flutti söngflokkurinn Fiðrildið þetta lag á barnaplötu í útsetningu Hannesar Jóns Hannessonar og er hér notast við íslenska textann, sem þar var sunginn og gerður var af Hinriki Bjarnasyni. ' Góða söngskemmtun! BREKI GALDRADREKI G Hm C G Breki galdradreki bjó út með sjó C G C D7 og þokumökkur þakti hann í því landi Singaló. G Hm C G Bjössi litli Bárðar Breka unni heitt, C G C D7G kom til hans með bönd og blöð í bunkum yfirleitt. tt 10 0 0 3 c Viðlag: G Hm C G Ó, Breki galdradreki bjó út með sjó C G C D7 og þökumökkur þakti hann í því landi Singaló. G Hm C G Ó, Breki galdradreki bjó út með sjó C G C D7 G og þokumökkur þakti hann í því landi Singaló. Um höfin sjö þeir sigldu á seglum knúðri jakt. Efst á sporði dreka stóð hann Bjössi hverja vakt. Hjá soldánum í suðri þeir sátu veislur oft, en sjóræningjar sukku í mar við að sjá í drekahvoft. Ö, Breki galdradreki... m X X 3 < 3 1 D' jj T ji X 0 0 2 1 3 Einlægt lifir drekinn, en ekki strákur smár. Lituðum væng og vænum sterti þeim víkja aðrar þrár. Og kvöld eitt kom svo að því að kunninginn ei sást og garg hjá Breka galdradreka gersamlega brást. Sem drífa hrundi hreistrið og hryggur dreki grét. Án síns einkavinar allan kjark úr dreka dró og gamli Breki galdradreki er gleymdur út með sjó. Ó, Breki galdradreki... Aösendar greinar sem birtast eiga í blaöinu þurfa aö vera tölvusettar og vistaöar á diskling sem texti, hvort sem er í DOS eoa Macintosh umhverfi. Vélrit- aöar eöa skrifaöar greinar d§ir^*%x»x*i^^*v<v gcta þurft aö bíöa birtingar ffl^MWlMlM vegna anna viö innslátt. ^^ ^^vwvyvy^vy^ MENNTAMALARAÐUNEYTIÐ Námsvist í Rússlandi skólaáriö1996-97 Rússnesk stjórnvöld munu væntanlega veita einum ís- lendingi skólavist og styrk til háskólanáms í Rússlandi námsárið 1996-97. Umsóknum skal komið til menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 12. apríl nk. á sér- stökum eyðublöðum sem þar fást. Umsóknum fylgi stabfest afrit prófskírteina ásamt mebmælum. Menntamálaráöuneytið, 15. mars 1996 1^esfa/&AS'Á0s*'/c/& SUNNUDAGSEFTIRRÉTTUR: öitrónuQf'ómag 5 eggjarauður 150 gr sykur 1 1/2 dl sítrónusafi 2 tsk. rasp utan af sítrónu 6 matarlímsblöb 1/2 dl sjóðandi vatn 5 eggjahvítur ¦ 2 1/2 dl rjómi (1 peli) Skraut: Rasp utan af sítrónu Eggjarauður og sykur þeytt saman létt og ljóst. Sítrónusaf- anum og sítrónuraspinu bætt út í smátt og smátt í einu. Matarlímsblöðin lögð í kalt vatn í ca. 5 mín. Tekin upp úr vatninu og hrærð saman við sjóðandi vatnið þar til það er bráðnað. Sett út í eggjahrær- una í mjórri bunu og hrært í á meðan. Eggjahvíturnar stíf- þeyttar og blandað út í hrær- una. Sett í kæliskáp. Rjóminn þeyttur og borinn í sérskál með fromasinum. Skreytt með sítrónuhýðisstrimlum. (Confie>ítía£a 4 eggjahvítur 125 gr sykur 150 gr muldar möndlur 1 msk. hveiti 1/2 tsk. lyftiduft Krem yfir kökuna: 4 eggjarauöur 100 gr sykur 1 dl rjómi 125 gr smjör 1 tsk. vanillusykur Eggjahvíturnar stífþeyttar, sykrinum bætt út í smátt og smátt í einu og þeytt áfram. Muldum möndlunum, hveiti og lyftidufti blandaö saman við. Marengsinn settur á bök- unarpappírsklædda plötu, teiknaður hringur og deiginu smurt á hann (ca. 1/2 sm þykkt). Bakað viö 150° í ca. 1 klst. Kremið: Eggjarauður, sykur og rjómi hitað saman í potti, hrært í á meðan það er að þykkna. Hafið vægan hita. Smjöri og vanillusykri bætt út í. Hrærið þetta vel saman. Tak- ið svo pottinn af. Látið mar- engsbotninn á kökufat. Hellið kreminu yfir. Berið kökuna fram kalda. fvét/'ííúCa/' ístutKar daoœmatm 6 lambakótilettur Smjörlíki til að steikja úr 1 tsk. salt og pipar 1 dl rifinn ostur 1/2 tsk. paprika 2 dl rjómi Bankið kótiletturnar og steikið á pönnu á báðum hlið- um við meðalhita. Hellið mestu af feitinni af pönnunni. Stráið salti, pipar, papriku og rifnum ostinum yfir kótilet- turnar. Hellið rjómanum á og látið krauma í 10 mín., eða þar til osturinn er bráðnaður. Sósa myndast af rjómanum og ost- inum. Beriö soðnar kartöflur og hrásalat með kjötréttinum. /fwta£a£a 200 gr smjör 200 gr sykur 4egg 300 gr hveiti 1 tsk. lyftiduft 50 gr gróft saxaðar möndlur 125 gr rúsínur 100 gr súkkat 10 þurrkaöar apríkósur, sax- aðar 15 kokkteilber Rifið hýbi utan af 1 sítrónu og 1 appelsínu Smjör og sykur er hrært vel saman þar til ljóst og létt. Eggjunum bætt út í einu í senn, hrært vel á milli. Hveiti og lyftidufti blandað saman og sett út í hræruna. Þá er smávegis hveiti stráð yfir fyll- inguna og henni blandab sam- an við deigið. Deigið er svo sett í vel smurt form, aflangt eða hringlaga. Bakað við 175° í ca. 1-1 1/2 klst. Prufið með prjóni. Þetta er drjúg og góð kaka, sem geymist vel. Av-axtaeaiat 2epli 2 appelsínur 2 perur 1 greipaldin 75 gr hnetur, saxaðar gróft 2 msk. hunang 2 msk. sítrónusafi 1 msk. vatn 1/4 tsk. kanill 1/4 tsk. múskat 1/4 tsk. engifer Skrælið appelsínurnar og greipaldinið, skerið burtu hvítuna úr berkinum og skerið þá í smábita. Eplin og perurn- ar skræld, kjarnar f jarlægðir og ávextirnir skornir í bita eða báta. Blandið ávöxtum og muldum hnetunum í skál. Hunangi, sítrónusafa, vatni og kryddi blandað saman og sett út í salatskálina. Látið bíöa í minnst 1 klst. áður en salatið er borib fram. Gotter að bera þeyttan rjóma eða ís með. gfr ^ Glassúr (sykurbráb) yfir kökur er hrærbur af florsykri og heitu vatni, þá verbur hann gljáandi. Notib ekki of mikiö vatn, hann verður. aubvetdlega of þunnur og þá þarf rnikib af flórsykri til að hann verbi mátulega þykkur og þá er- um við komin með allt of mikinn gtassúr. 'fg Þegar vib smyrjum glassúr yfir kökur, er gott ab dýfa hnífnum bfan í sjóbheitt vatn. t>á verbur glassúrinn siéttur. '¦*2£ Gfassór verður ekki fal- legur tekihn úr frysti. Þess vegna er best ab taka kökuna út og smyrja gtass- úrnum á, ábur en kakán er borin fram. 'Sp Það má frysta ailar kðk- ur að undanskildum < marengs. ^iiwiti[.iiálwPiw-ri»wini»wwtNr«nwntW 'ltVl'l'"'''!**'**'."''"'''*'^" •'• "¦'',-----'~--------±-^~-..~**i«.^~..--.-^:*^™^-^+~~-™i^^*ií^Kl^^ %-.<f#t-.t^^ T < l

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.