Tíminn - 11.05.1996, Page 13
Laugardagur 11. maí 1996
13
vera í myndinni.
En kemur til greina að hætta
baráttunni í ljósi afar slæmra
talna í skoðanakönnunum?
„Nei, sú hugsun læðist ekki
að okkur, sem erum í öðru sæt-
inu. Skoðanakannanir eru ekki
heilagur sannleikur, bara vís-
bending um daginn í dag, en
auðvitað mjög sterk vísbend-
ing. En það hvarflar ekki að
okkur að hætta baráttunni. Það
er margt í pokahorninu og ým-
islegt, sem sáð hefur verið, á
eftir að skila mikilli uppskeru,"
sagði Þórunn Sigurðardóttir.
Áfall ab sjá 0,0% í
skoðanakönnun
Fyrsta heilsíðuauglýsing Guð-
mundar Rafns Geirdals birtist í
vikunni, í Helgarpóstinum.
Fylgi Guðmundar Rafns sam-
kvæmt skoðanakönnunum er
enn sem komið er rétt við frost-
markið, nánast ekkert. En fylgi
hinna er heldur ekki mikið.
„Aðaleinbeitingin er að reyna
að afla meðmælenda. Það eru
komnir á bilinu 100 til 200
manns á lista. En nú eru með
mér sjö manns að safna, fyrst
var ég einn í þessu. Með þeim
hraða, sem núna er, ætti það að
hafast að ná 1.500 manns sem
meðmælendur, en það má ekk-
ert bregðast", sagði Guðmund-
ur Rafn.
„Það er náttúrlega áfall að sjá
0,0% fylgi í skoðanakönnun
eins og hjá Gallup. Þau, sem
eru aö safna fyrir mig, eru ekk-
ert sátt við að hætta í miðju
kafi. Núna látum við berast
með straumnum og sjáum til
hvort tekst að afla meðmæl-
enda. Takist það ekki, þá er
sjálfhætt, og ég bara þakka fyrir
mig. Ef það tekst, þá er ég orð-
inn forsetaefni. Þá get ég
ímyndað mér að fylgið snar-
aukist, vegna þess að þá sér fólk
að þetta er ekki furðuframboð,
heldur full alvara," sagði Guð-
mundur Rafn.
Hann segist hafa mörg járn í
eldinum varðandi kynningu á
sér. Guðmundur Rafn hefur
fengið þónokkra kynningu í
fjölmiðlum að undanförnu.
Þessa stundina vinnur hann 6-
7 tíma við Nuddskóla sinn, en
þar eru próf framundan. í 5-6
tíma starfar hann við fram-
boðsmál.
Friöarsinni í framboð
Fari Jón Baldvin fram, eru
frambjóðendur orðnir 6 talsins.
Enn er von á einum. Ástþór
Magnússon, friðarsinninn sem
vill Virkja Bessastaði, er tilbú-
inn að „dúsa á Bessastöðum",
finnist ekki betri maður til
starfans. Öll hans aðgerð og
tugmilljóna fjárútlát miða vart
að öðru en að reyna að hreppa
forsetaembættiö. Nema einhver
bendi honum á, að allt hans
ómak er til lítils.
„Landslagib'7 kann
aö breytast
Fari Jón Baldvin fram, sem
flest bendir til, má búast við
miklum breytingum á fylgi í
skoðanakönnunum. Menn
pæla djúpt. Sagan segir að
framsóknarmenn á landsbyggð-
inni horfi í meira mæli á Pétur
Kr. Hafstein sem góban kost,
fremur en hinn gamla flokksfé-
laga sinn Ólaf Ragnar. Margir
telja að Pétur muni styrkja sig
verulega í sessi í næstu skoð-
anakönnun.
Guðrúnarnar tvær eru sagðar
sitja eftir í vinsældakapphlaup-
inu, alltjent um sinn. Þó er
aldrei að vita hvað gerist á
næstu vikum. Athugulir blaða-
lesendur hafa bent á að þrír í
hópi helstu stuöningsmanna
Guðrúnar Pétursdóttur hafi
birst með henni á blaðamynd
þegar hún lýsti yfir framboði
sínu. Þeir séu allir í reynd ákafir
Jóns Baldvins-sinnar, þau Jón
Bragi Bjarnason, prófessor og
vinur Jóns, Þóra Árnórsdóttir,
framkvæmdastjóri Sambands
ungra jafnaðarmanna, og Ás-
laug Ragnars blaðamaður.
Framboð Jóns Baldvins þýddi
að hann verður kominn í
keppni við mágkonu sína, Guð-
rúnu Pétursdóttur, en sambýlis-
maður hennar er Ólafur Hanni-
balsson, blaðamaður og áður
bóndi í Selárdal. Framboð Jóns
yrði því fjölskyldu„vanda"mál
á Vesturgötunni og víðar.
Varfærnlsleg skrif
um frambjóöendur
Forsetaframboð er komið á
hálfan skrið. Frambjóðendur
hafa opnað kosningaskrifstofur,
sem þeir velja allir að kalla
kosningamiðstöðvar, sem er
virðulegra nafn. Þar starfa
kosningastjórar ásamt sjálf-
boðaliðum. Auglýsingar birtast
í Mogganum og berast inn á 6
af hverjum 10 heimilum lands-
manna, allt frá litlum eindálk-
um Guðmundar Rafns Geirdals
og upp í litfagrar heilsíður
hinna frambjóðendanna. And-
lit frambjóðendanna eru orðin
næstum eins þekkt og starfsfólk
Shell-stöðvanna, sem er að öðl-
ast þjóðfrægð vegna auglýsinga
félagsins.
Blaðagreinar um frambjóð-
endur og framboðið eru enn
sem komið er varfærnislegar.
Þar skrifa mest gallharðir
stuðningsmenn og textinn afar
klisjukenndar tuggur. Undan-
tekning er „afhjúpun" frúar
einnar, sem benti á að Ólafur
Ragnar hefði farið inn í sovéska
sendiráðið, hún hefði séð þab
sjálf í baksýnisspegli bíls síns. í
gær var þó komið bréf frá ís-
lendingi á Flórída, sem heimtar
Jón Baldvin í forsetann, og Ól-
afur Ragnar þá í leiðinni sakað-
ur um tækifærismennsku og
lýðskrum. í sama bréfadálki,
sem helgaður er forsetakjöri,
skrifar Friðrik Þór Guðmunds-
son, hinn hugaði blaðamaður
Víkurblaðsins, málgagns Al-
þýðubandalagsins. Hann skrifar
frá heimili sínu við Miðstræti
og er ekki að leggja fyrrum
flokksformanni sínum lið.
Öðru nær. Hann biður lands-
menn að kjósa Guðrúnu Pét-
ursdóttur. Búast má vib hör-
kunni sex þegar á líður í les-
endadálkum blaða. Sú hefur
alltjent verið raunin.
Ferbalög frambjóðenda út
um landsbyggðina eru hafin,
og frambjóðendur á þönum á
vinnustaðafundum og fundum
félaga. Þeim er vel tekið, en
ekki á vísan að róa, þótt mót-
tökur séu elskulegar. Þá eru
margir á ferbinni með með-
mælendalista fyrir sína fram-
bjóðendur og mun aflinn dá-
góður hjá flestum. ■
Ein með öliu
FYRIR FYRIRTÆKIÐ OG HEIMILIÐ
HUSIÐ & GARÐINN
Mjög auðveld og þægileg í notkun
Ekkert rispar lakkið meira á
bílnum en drullugir og tjaraðir
þvottakústar.
KEW
KEW X-tra er mjög öflug og einstaklega
þægilega útbúin háþrústidæla með öllum
búnaði og fylgihlutum til þrifa utanhúss.
REKSTRARVÖRUR
Réttarhálsi 2, 110 Reykjavík
Sími 587 5554, Fax 587 7116