Tíminn - 25.05.1996, Page 2

Tíminn - 25.05.1996, Page 2
2 Laugardagur 25. maí 1996 7 07. íslendingadagurinn haldinn hátíölegur meö þriggja daga hátíöahöldum í Cimli: Ein elsta þjóðhátíö í Ameríku Eins og margir Vestur- íslendingar þótti Connie sem hún vœri komin heim þegar hún kom hingaö til lands í nokkurra daga heimsókn í liöinni viku. Gimli, sælubústaður réttlátra eftir ragnarök samkvæmt goðafræöinni en Iítið 2500 manna kauptún við vestur- strönd Winnipegvatns á 20. öldinni, lifnar við á sumrin. Þar er vinsæll baðstaöur sum- arleyfisgesta en auk þess er þar haldin mikil hátíð árlega um verslunarmannahelgina. Þessi þriggja daga hátíb nefn- ist íslendingadagurinn, borib fram „dakurinn" að hætti innfæddra. Við fyrstu sýn er fátt sem gæti minnt á ísland á þéttskipaðri dagskránni þar seia keppt er í strandblaki, sandkastalabygg- ingum og kanúasiglingu. En þegar Tíminn hitti Connie Magnusson Schimniowski að máli, forseta íslendingadagsins í ár, kom í ljós að jafnvel fjallkon- an sjálf mun birtast gestum há- tíðarinnar og þar verður fjöldi atriða sem minna á íslenska menningu s.s. tónleikar íslensks karlakórs, pönnukökumorgun- verðir, listsýningar og sýning á tölti íslenska hestsins svo eitt- hvað sé nefnt en auk þess atriði sem tengjast menningu afkom- enda þeirra íslendinga sem flúðu undan fátækt og eymd á íslandi til Kanada á síðustu ára- tugum 19. aldar. Connie er af þriðju kynslóð Vestur-íslendinga, fædd og upp- alin í Gimli, en býr nú í Winnipeg þar sem hún starfar sem félagsráðgjafi. Hún var stödd hér á landi í vikunni til að kynna íslendingadaginn fyrir íslendingum sem hún telur að gætu haft mikla ánægju af að hitta afkomendur sameiginlegra forfeðra ekki síst þar sem hinar islensku rætur Vestur-íslend- inga séu þeim ótrúlega mikil- vægar. Deilur landnema íslendingadagurinn var upp- haflega einn hátíðisdagur sem stofnað var til að frumkvæði Jóns Ólafssonar. Jón kom til Winnipeg árið 1890 til að rit- stýra Lögbergi og óttaðist hann að önnur kynslóö íslending- anna væri að tapa sjálfsmynd sinni og lagði því til að íslend- ingar í Manítóba-fylki hefðu sinn eigin þjóðhátíðardag til að vernda og viðhalda þeirra ís- lensku menningu. Þrátt fyrir ill- indi og ágreining sem verið hafði milli dagblaðanna tveggja í íslensku nýlendunni, Lögbergs og Heimskringlu, komu starfs- menn þess saman til að skipu- leggja fyrstu þjóðhátíðina. Því þó að íslensku innflytjendurna greindi á um margt fyrstu árin í Kanada og stríðandi fylkingar væru um ýmis málefni þá voru allir staðráðnir í að viðhalda sjálfsmynd sinni sem íslending- ar. Þrír dagar víkinganna Hátíðin, sem fullu nafni nefn- ist Þrír dagar víkinganna, ís- lendingadagurinn, hefst laugar- daginn 3. ágúst og stendur til mánudagsins. Fyrstu tvo dag- ana er pökkuð dagskrá með alls kyns skemmtiatriðum en á mánudeginum er hin hefð- bundna íslenska dagskrá sem hefur verið með sama sniði frá því íslendingadagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1890 aðeins um 15 árum eftir að fyrsti hópur íslenskra landnema kom þangað. „Við reynum með hverju árinu að blanda meira af íslensku efni saman við dag- skrárliðina fyrri tvo dagana." Fyrir utan írska hátíð sem haldinn er í Montreal árlega er íslendingadagurinn elsta þjóð- hátíð haldin í Norður-Ameríku og sömuleiðis sú best sótta en þangað koma iðulega um 20- 25.000 gestir, meirihlutinn af ís- lensku bergi brotinn. Að sögn Connie kemur raunar þangað fólk úr öllum heimshornum enda virðast margir hafa mik- inn áhuga á íslenskri menn- ingu. Fjallkonan áminnir börn sín Á hefðbundinni dagskrá mánudagsins koma m.a. ýmsir fyrirmenn úr íslensku og kanad- ísku þjóðlífi þar sem þeir mæla fyrir minni þjóðar hvors annars og halda ræður. Þá stígur m.a. fjallkona á stokk og er til þess r boggi' " " valin vestur-íslensk kona sem getur talað íslensku. Hlutverk hennar er að predika yfir börn- um sínum, áheyrendum, um gildi tengslanna við fósturjörð forfeðranna — á íslensku. Tölu- verður hluti þriðju kynslóðar Vestur-íslendinga mun þó lík- lega eiga erfitt með að skilja fjallkonuna því að sögn Connie voru börn fyrstu Vestur-íslend- inganna, þar með taldir foreldr- ar hennar, mjög áfram um að börn sín, þriðja kynslóðin, að- löguðust sínu kanadíska um- hverfi eins vel og hægt væri. Því var ekki töluð íslenska við marga af þriðju kynslóðinni og segist Connie sumpart sjá eftir því að sér hafi ekki verið kennd íslenska í æsku, þó að foreldrum hennar hafi gengið gott eitt til. Nú er hún hins vegar í íslensku- tímum og segir hún marga af Vestur-íslendingunum vera að læra íslenskuna. Yfir hátíðina er einnig hægt að kaupa sér að éta hefðbund- inn íslenskan mat svo sem hangikjöt, haröfisk o.þ.h. Að sögn Connie er reyndar hægt að nálgast þennan mat á öðrum árstímum í Gimli en einkum þó um jól og á íslendingadeginum íslendingadagur um ókomna tíö Aðspurð um hvort hún hyggi aftur á ferð hingað til íslands ljómaði Connie upp og sagðist svo sannarlega ætla að koma aftur. „Ég er bara rétt að smakka á landinu. Ég kem áreiðanlega aftur og ætla þá dvelja hér leng- ur og heimsækja þá staði sem forfeður mínir bjuggu á og hitta ættingja mína." Connie er jafnframt sannfærð um að Islendingadagurinn verði haldinn áfram um ókomna framtíð og segir að fjórða kynslóðin virðist hafa áhuga á því, t.d. séu börn henn- ar tvö virkir þátttakendur í ís- lendingastarfinu. „En mig dreymir um að ís- lendingar á íslandi komi hingað til að blanda geði við okkur Vestur-íslendinga á þjóðhátíð- inni okkar sérstaklega nú þegar ferðalög eru orðin tíðari og ekki síst með nýju flugleiðinni til Halifax. Ég held að það gæti orðið mjög áhugavert fyrir báða aðila." ■ Sagt var... Peningum þröngvað upp á fólk „Þegar háskólakennarar eru bebnir ab halda fyrirlestra er oft tekib fram ab ekki sé hægt ab greiba fyrir. Ab jafnabi virbast háskólakennarar ekki búast vib greibslu og oft gera ráb- stefnuhaldarar ekki ráb fyrir greibsl- um. Margir háskólakennarar sem fengu greibslur segja ab þær hafi al- farib verib ab frumkvæbi greiband- ans hverju sinni. Þab virbist því sem háskólakennarar séu hógværbin upp- málub þegar kemur ab hinum erfiba þætti ab fá greitt fyrir aukavinnu." Magnús Gubmundsson í fréttabréfi Há- skóla íslands. Notar ekki höfuöib? „Haraldur er þekktari fyrir ab nota fæturna frekar en höfubib." Adolf Ingi Erlingsson, knatt- spyrnu"spekingur" RÚV í umfjöllun sinni um mark Haraldar Ingólfssonar leikmanns ÍA í leik gegn Stjörnunni. Allir spenntir „Tíkin stendur eins og ærnar gera og Botni fær sér sopa. Helgi Snær Ómarsson fylgist spenntur meb." Myndatexti í DV um hund sem gengib hefur lambi í mó&urstab. Allt ómögulegt „Þab var allt sem klikkabi í fyrri hálf- leik. Vib byrjubum hömulega, gáfum þeim fyrsta markib og þeir fengu sjálfstraustib og áttu fyrri hálfleik- inn." Hlynur Stefánsson, fyrirli&i ÍBV eftir tapleik gegn Leiftri í knattspyrnu. Soflb í vinnunni „Þar svarabi mabur sem sagbist vilja halda áfram ab sofa því ab símaat væri ekki á hans könnu." Vi&tal vib mann í DV, sem hefur verib hrekktur af nágranna sínum, um starfs- mann Pósts og Síma, sem nennti ekki a& vinna í vinnunni. Tóm leibindi „Þetta var erfib fæbing en Kýpur- menn héngu á boltanum og gerbu leikinn leibinlegan. Þab var varla ab mabur svitnabi í fyrri hálfleik. Leik- skipulag þeirra fór í taugarnar á okk- ur en þab var fyrir öllu ab hrista þá af sér í lokin." Teitur Örlygsson í DV um landsleik ís- lands og Kýpur í körfuknattleik. Össur Skarphébinsson hefur verib duglegur vib ab halda neftóbaks- og rjólmálinu vib á Alþingi og fékk m.a. faxabar til sín einhverjar stæbur af gögnum frá Brussel sem sýndu ab óþarfi var ab ganga fram af slíkum krafti í þessu máli. í fyrrakvöld var málib orbib svo aktúelt og banda- menn Össurar svo margir ab manna á milli í þinginu þótti flestum Ijóst ab koma þyrfti upp spýtubökk- um eba hrákadöllum fyrir á ný í þinginu, enda töldu gamlir þingrefir sig vita ab enn væru til í geymsum alþingis slíkir dallar. í gær munu abil- ar hafa forvitnast um þessa hráka- dalla og hvort ekki hafi verib hægt ab koma þeim í gangib en þá kom í Ijós ab þeir voru ekki til lengur... • Ástþór Magnússon hefur þótt dul- arfyllsti forsetaframbjóbandinn og nánast allt sem hann tekur sér fyrir hendur þessa dagana virðist vekja upp fleiri spurningar en svör. Þetta á ekki hvab síst vib um fjármögnun hans á málum. Hins vegar vakti þab athygli þegar blabafulltrúi utanríkis- rábuneytisins var kominn í viðtöl að stabfesta ab einhverjar fyrirpurnir hefbu borist um vi&skipti hans, en slíkt er mjög óhefbbundib frá utan- ríkisrábuneytisins hálfu. Enda mun þetta ekki hafa farib vel í yfirstjórnina þar því Helgi Ágústsson mun hafa sent Ástþóri bréf þar sem bebist er velvirbingar á þessu ...

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.