Tíminn - 01.06.1996, Page 5
Laugardagur 1. júní 1996
Frá eldhúsdagsumrœbum á Alþingi í vikunni. Tímamynd: cs
Jón Kristjánsson:
Þegar hinum löngu ræöum lýkur
Nú í vikunni voru eldhúsdagsumræður
frá Alþingi. Þetta er ein af þeim hefð-
um sem gilda í starfi þingsins, að al-
mennar stjórnmálaumræður séu í lok-
in. Nú er þjóðinni það að vísu ekki eins
mikið nýnæmi, að sjá framan í andlit-
ið á þingmönnum þar sem sjónvarpað
er frá þingfundum alla daga. Hins veg-
ar voru þessar umræður með nýju
sniði. Ræðutími var styttur, einn full-
trúi flokks talaði í hverri umferð sem
voru þrjár. Umræðurnar stóðu í tvo
tíma. Þetta fyrirkomulag er til mikilla
bóta og þokaði hinu staðnaða formi í
átt til meira lífs.
Efni gagnrýninnar
Ræður stjórnarandstæðinga vi þessa
umræðu voru efnislega framlenging á
hinum löngu ræðum þeirra að undan-
förnum en efnið hafði verið skorið nið-
ur í knappara form. Það má draga efn-
isþættina saman í nokkrum atriðum.
í fyrsta lagi að ríkisstjórnarflokkarn-
ir leggi sig fram um að níðast á þeim
sem minna mega sín í þjóðfélaginu,
öldruðum, sjúkum, fötluðum og lág-
launafólki. í öðru lagi að Framsóknar-
menn hafi svikið öll sín kosningalof-
orð. í þriðja lagi, að verið sé að ganga
erinda auðmanna og fjármagnseig-
enda í þjóðfélaginu meðal annars með
einkavæðingu. í fjórða lagi sé verið að
níðast á hreyfingum launafólks í lan-
indu. í fimmta lagi sé ekkert samráð
um framgang mála við aðila út í þjóð-
félaginu og í sjötta lagi sé þetta ríkis-
stjórn helmingaskipta og kyrrstöðu.
Margt fleira hefur flotið með en rétt er
að víkja nokkuð að þeim staðhæfing-
um sem að ofan greinir.
Kosningatoforð
Framsóknarflokksins
Framsóknarflokkurinn gekk til kosn-
inga undir kjörorðinu „Fólk í fyrir-
rúmi". Þetta byggðist á þeim grunni að
skapa skilyrði fyrir atvinnuuppbygg-
ingu, fjölgun starfa og bættri afkomu
fyrirtækja sem skapaði grunn fyrir vel-
ferð og öryggi í landinu. Af málflutn-
ingi stjórnarandstöðunnar mætti ætla
að þetta kjörorð yrði best uppfyllt meö
því að auka hallann á ríkissjóði. Það
hefur margoft verið rakið, meðal ann-
ars á þessum vettvangi að slíkt er hás-
kaleikur sem leiðir til versnandi lífs-
kjara og stefnnir velferðarkerfinu í
stórhættu. Það aðhald sem verið hefur,
er þáttur í því að styrkja grundvöll vel-
ferðarinnar, þvert á móti því sem hald-
iö er fram.
Það er engin ástæða fyrir okkur
framsóknarmenn til annars en bera
höfuðið hátt eftir eins árs aðild að rík-
isstjórn. Við höfum einbeitt okkur á
þessum tíma að því að koma rekstri rík-
issjóðs í jafnvægi, og
koma í veg fyrir sjálf-
virka útgjaldaaukn-
ingu frá ári til árs.
Jafnframt hefur verið
unnið að mörgum
stefnumálum, sem sett
voru fram í kosninga-
baráttunni meðal ann-
ars lagasetningu í fé-
lagsmálaráðuneytinu
sem auðveldar að taka á skuldamálum
einstaklinganna í landinu. Flokkurinn
hefur verið í eldlínunni þetta tímabil
og forustumenn hans hafa tekið á sig
erfið verkefni í landsmálum og stjórn-
arandstaðan hefur kosið að beina
spjótum sínum að Framsóknarflokkn-
um fremur en Sjálfstæðisflokknum.
Við þessu er ekkert að segja. Það skiptir
mestu máli fyrir forustumenn stjórn-
málaflokka að hafa trú á því sem þeir
eru að gera og spyrja síðan að leikslok-
um.
Fjármagnstekjuskattur
Nú hafa staðið yfir um nokkurt skeið
umræður á Alþingi um fjármagnstekju-
skatt. Þetta mál er búið að vera til um-
ræðu um árabil og allir stjórnarand-
stöðuflokkarnir að minnsta kosti hafa
lýst sig fylgjandi slíkri skattlagningu.
Skoðanir eru einna skiptastar í Sjálf-
stæðisflokknum um þessi mál. Fíins
vegar er frumvarpið byggt á starfi
nefndar sem skipuð var á mjög breið-
um grundvelli með aðild allra stjórn-
málaflokka og launþegasamtakanna í
landinu. Megineinkenni frumvarpsins
er að skattlagningin er einföld og felur
í sér samræmingu á skattlagningu fjár-
magnstekna, þar með arðs og sölu-
hagnaðar. Það er þetta atriði sem
stjórnarandstaðan byggir á flótta sinn
frá málinu. Dregin er upp einföld
mynd af því að þaö sé verið að hygla
stóreignamönnum.
Frumvarpið um fjármagnstekju-
skattinn gerir ráð fyrir tiltölulega lágri
skattlagningu og að mati sérfróðra
manna ætti það ekki að hafa veruleg
áhrif á vexti eða stuðla að fjármagns-
flótta úr landi. Þetta eru tvö grundvall-
aratriði sem verður að hafa í huga þeg-
ar þessi mál eru rædd.
íslenskt atvinnulíf
vantar áhættufjár-
magn og það standa
ekki rök til að skatt-
leggja það með öðrum
hætti en innnistæður í
bönkum. Hins vegar
hefur verið ákveðið í
meðförum þingsins að
skattleggja með hefð-
bundnum hætti söluhagnað yfir 3
milljónir hjá einstaklingum og 6 millj-
óir hjá hjónum þegar fjármagn er tekið
út úr atvinnulífinu í þessu formi.
Forustumenn Alþýðusambands ís-
lands hafa verið sjálfum sér samkvæm-
ir og staðið við álit nefndarinnar um
fjármagnstekjuskattinn og talið þetta
skref nauðsynlegt til að koma skattin-
um á. Það er dálítið mótsagnakennt
miðað við umræður um málið á liðn-
um árum ef fjármagnstekjuskatturinn
kemst loks á í samstarfi við Sjálfstæð-
isfflokkinn gegn hörðum mótmælum
allra þeirra flokka sem telja sig til
vinstri í stjórnmálum. Eins og nú horf-
ir er útlit á því.
Til móts við framtíbina
Þegar ríkisstjórnin tók við fyrir ári
síðan var línan í andófinu gegn henni
að hún væri stjórn helmingaskipta og
kyrrstöðu. Þversögn er einnig í því
fólgin að nú er hún ýmist sögð stjórn
kyrrstöðu eða ríkisstjórn sem vaði yfir
aílt til þess að gjörbreyta þjóðfélaginu
og þá til verri vegar. Löggjöfin um sam-
skipti á vinnumarkaði og réttindi og
skyldur opinberra starfsmanna er
nefnd sem dæmi um þetta. í meðför-
um Alþingis hefur verið komið til móts
við fjölmargar tillögur og ábendingar
launþega varðandi þessi mál bæði og
það er alveg ljóst að þeir hefðu ekki
komist lengra í samningum við vinnu-
veitendur eða ríkið um skamskiptamál-
in. Með löggjöfinni núna er komið
miklu meira samræmi um reglur á
vinnumarkaði en var fyrir, og það er
sannfæring mín að löggjöfin á í engu
að rýra möguleika launþega til að
sækja sinn hlut frá því sem áður var.
Sannleikurinn er sá að umræðan hefur
snúist um samráð og vinnubrögð frek-
ar en efnisatriði málsins. Ákvæði um
viðræðuáætlun eru afar mikilvæg fyrir
lauþega, og það er viðurkennt. Það
mun í engu veikja aðstöðu til samn-
inga nema síður sé að hafa allsherjarat-
kvæðagreiðslu sem bakland.
Það er langt í frá að kyrrstaða hafi
ríkt á Alþingi í vetur. Það þing sem nú
situr hefur verið mjög afkastamikið.
Ný löggjöf sem hraðfara þjóðfélags-
breytingar kalla á hefur tekið gildi á
mörgum sviðum.
Þegar hinum löngu ræðum stjórnar-
andstæðinga lýkur og farið er að vinna
úr þeim lagasetningum sem hafa verið
á Alþingi í vetur mun það koma í ljós
að það er langt í frá að stjórnarliðar
hafi sett metnað sinn í að níöast á
þeim sem eru minni máttar í landinu.
Það gefur ekkert tilefni til að álykt svo.
Þvert á móti bendir margt til þess nú að
lag sé til þess að auka kaupmáttinn og
auka þar með tekjur og tryggja afkomu
ríkissjóðs sem er grunnur fyrir velferð-
arkerfinu. Þetta markmið er í sjónmáli
vegna þess að efnahagur er stöðugur og
afkoma fyrirtækja batnandi. Þessum
grunni má ekki raska ef það á að takast
að hafa velferð fólksins í fyrirrúmi eins
og við framsóknarmennn höfum orð-
að það. Skuldasöfnun, vaxtahækkanir,
verðbólga og gengisfellingar steypa
grundvellinum undan lífsafkomunni,
sérstaklega hjá þeim sem minna mega
sín. Þessu samhengi mega menn aldrei
gleyma. Þó þeir sem standa sem lengst
í ræðustól Alþingis virðist hafa gert
það. Vonanddi róast þeir þegar hinum
löngu ræðum lýkur, og þingmenn
ganga út í voriið. ■