Tíminn - 01.06.1996, Síða 6
6
Laugardagur 1. júní 1996
Eitt þeirra frumvarpa sem orðiö
hafa efni til umræbna og
gagnrýni á Alþingi er frum-
varp um að breyta Póst- og síma-
málastofnuninni í hlutafélag. Gagn-
rýnendur frumvarpsins úr hópi
þingmanna stjórnarandstöðunnar
hafa meöal annars sagt ab frum-
varpið sé aðeins fyrsta skrefið að
sölu þessa rekstrar í hendur einka-
abila og einnig hefur verib deilt á
ab hlutverk og starfsöryggi starfs-
manna hafi ekki veriö haft nægi-
lega að leiðarljósi. Þá hafa gagnrýn-
endur frumvarpsins þráfaldlega
spurt í ræbum sínum hvab reki
stjórnvöld til þessara breytinga þeg-
ar því sé haldiö fram ab reksturinn
eigi eftir sem ábur ab vera á hendi
hins opinbera. Magnús Stefánsson,
þingmabur Vesturlands, á sæti í
samgöngunefnd Alþingis og hefir
kynnt sér efni frumvarpsins um
breytingu rekstrarforms Pósts og
síma til hlítar.
- Hvað rekur ráðmerm þjóðarinnar til þess að
breyta rekstrarformi Póst- og símamálastofnunar-
innar í hlutafélag á þessum tímaþunkti?
„Fjárhagsleg velta Póst- og símamálastofnun-
arinnar er allt að 12 milljarbar króna á ári en
vegna núverandi rekstrar-
forms heyrir hún beint undir
fjárlög íslenska ríkisins og þar
með beint undir Alþingi með
allar stærri ákvarðanir. Þetta
er að mínu mati mjög óeðli-
legt rekstrarform fyrirtækis af
þessu tagi og samrýmist á
engan hátt nútímalegum
stjórnunarháttum. Starfsum-
hverfi stofnunar á borð vib
Póst og síma felst í stöbugt
harðnandi samkeppni þar
sem oft þarf að taka skjótar
ákvarðanir og hrinda þeim í
framkvæmd. Þá mun þetta
fyrirtæki í auknum mæli
þurfa að gera ýmsa samninga
við erlenda aðila sem búa vib
mjög alþjóðlegt rekstrarum-
hverfi. Ríkistofnun á borð við
Póst- og símamálastofnun
hefur á hinn bóginn tak-
markað svigrúm og sveigjan-
leika til þess að bregðast við
slíku umhverfi á eðlilegan
hátt og er því hætt við að dragast aftur úr samkeppn-
isaðilum jafnt hvað varðar tæknilega þætti sem fjár-
hagslega þótt það hafi ætíb staðið sig vel að öðm
leyti. Dragist stofnunin aftur úr vegna þunglamalegs
stjórnkerfis kemur það fyrst og fremst niður á neyt-
endum, það er landsmönnum sjálfum."
Hlutafélagsformib orðið ofaná í
nágrannalöndunum
- Var hlutafélagsformið eina rekstrarformið sem kom til
greina varðandi breytingar á rekstri Pósts og síma?
„Við endurskoðun á rekstrarformi Pósts og síma
komu í raun ýmis rekstrarform til greina en eðlilegt
var að horfa til nágrannalandanna í þessum efnum og
kanna á hvern hátt þær þjóðir reka sína póst- og síma-
þjónustu. í nágrannalönduhum hafi stjórnvöld tekið
ákvarbanir um að bregðast við hinum miklu breyt-
ingum á alþjóðlegu rekstrarumhverfi síma- og marg-
miðlunarfyrirtækja meb því að breyta rekstrarformi
þeirra í hlutafélög. í flestum tilfellum hafa þessi fyrir-
tæki verið rekin sem ríkisstofnanir eða ríkisfyrirtæki
sem nú hefur verið breytt í hlutafélög. Að vísu er
póstþjónustan í Danmörku og Noregi enn rekin af
ríkisfyrirtækjum en engu ab síður eru komnar fram
hugmyndir í þessum löndum um að breyta rekstrar-
forminu í hlutafélög. Þessar nágrannaþjóðir okkar
hafa metið stöbuna svo að til þess að geta mætt auk-
inni samkeppni og miklum breytingum á rekstrarum-
hverfi hafi verið nauðsynlegt að breyta rekstrarformi
póst- og símafyrirtækjanna úr ríkisstofnunum eða rík-
isfyrirtækjum í hlutafélagsform."
Abeins Alþingi getur tekib
ákvörbun um sölu
- Stjómarandstœðingar hafa meðal annars gagnrýnt
frumvarpið á þeirri forsendu að þetta sé aðeins fyrsta
skrefið að sölu Pósts og síma og sumir látið liggja orð að
því að ákveðnir fjársterkir aðilar í þjóðfélaginu bíði eftir
Magnús Stefánsson
alþingismaöur
um frumvarpiö um Póst og síma:
Verið ab mæta þróun
fjarskiptamála og
breytingum
á rekstrarumhverfi
því að það verði boðið til sölu. Hverju vilt þú svara þeirri
gagnrýni?
„Þessi gagnrýni er ástæðulaus. Mikilvægt er að
tryggt veröi ab ríkið eigi fyrirtækið framvegis á sama
hátt og nú og í frumvarpinu er tekið á því máli. Með
þeirri breytingu að Póstur og sími verði gert að hluta-
félagi mun samgönguráðherra fara með eignarhald á
félaginu fyrir hönd ríkissjóðs. Framsóknarflokkurinn
er andvígur sölu Pósts og síma og hefur lagt mikla
áherslu á að tryggja ákvöröunarvald Alþingis hvað
varðar hugsanlegar hugmyndir um sölu á fyrirtækinu
þannig að í lögum verði kveðið skýrt á um að ein-
göngu Alþingi geti tekið ákvörðun um hvort Póstur
og sími eða hlutar fyrirtækisins verði seldir. Ég legg
mikla áherslu á þetta atriði, ekki síst vegna þeirrar
reynslu sem fengist hefur af sölu opinberra fyrirtækja,
því dæmi eru um að óeðlilega hafi verið staðið að sölu
slíkra fyrirtækja sem hefur verið á hendi einstakra
rábherra án þess að Alþingi hafi komið þar nærri."
Ekki hægt ab binda hendur
Alþingis um alla framtíb
- En hvemig er unnt að tryggja að ekki verði rasað um
ráð fram í þessu máli og nýjum aðilum boðið að gerast
hluthafar í Pósti og síma hf.
„Frumvarpið gerir ráð fyrir ab Póst- og símamála-
stofnuninni verði breytt í hlutafélag sem verði að öllu
leyti í eigi ríkisins en aðeins Alþingi geti tekið ákvörð-
un um slíka sölu. Fmmvarpið kvebur á um að einung-
is verði gefið út eitt hlutabréf fyrir öllu hlutafénu og
að samgönguráðherra fari með eignarhald þess fyrir
hönd ríkisins. Samgönguráðherra mun skipa. sjö
manna stjórn sem fer með rekstur Pósts- og síma hf.
eins og í hverju öðru hlutafélagi þótt ráðherra fari
með forræði í umboði eigandans sem er ríkissjóður."
Magnús segir að sjálfsögbu geti enginn fullyrt um
það í dag hvort Alþingi telji nauðsynlegt eða eðlilegt
einhverntímann í framtíbinni að gera breytingar á
eignarhaldi í fyrirtækinu. Hann segir að þótt þær
breytingar, sem nú sé unnið að, yrðu ekki fram-
kvæmdar þá geti enginn fullyrt um hvort slíkar
ákvarðanir verbi teknar síðar og einnig sé þá auð-
velt að taka ákvörbun um sölu stofnunarinnar í
leiðinni. Þannig geti enginn bundið hendur Al-
þingis um ókomna tíma og verði vilji til sölu
Pósts og síma að veruleika innan þingsins í fram-
tíðinni þá skipti í sjálfu sér engu máli hvort um
ríkisstofnun eða hlutafélag í eigu ríkisins verði að
ræba.
Alþingi hafi eftirlit meb fram-
kvæmd
- Hvemig verður undirbúningi þessara breytinga og
starfsemi hlutafélagsins um Póst og síma háttað?
„Frumvarpið gerir ráð fyrir að skipuð verði sér-
stök þriggja manna undirbúningsstjórn er fái
heimildir til þess ab framkvæma ýmsa nauðsyn-
lega löggerninga og samninga vegna stofnunár
hlutafélagsins og til ab undirbúa starfsemi þess,
sem mun hefjast þann 1. janúar 1997 eða um
næstu áramót. Annarri þriggja manna nefnd er
síðan ætlað að meta eignir stofnunarinnar, skuld-
bindingar hennar og vibskiptavild auk þess að
leggja mat á abra eigna- og skuldaliði efnahags-
reiknings. Frumvarpið gerir ráb fyrir ab stofn-
fundur hins nýja hlutafélags verbi eigi síðar en
27. desember á þessu ári en hinn 1. október næst
komandi liggi fyrir mat þeirrar þriggja manna
nefndar og verður upphæð hlutafjár metin á
grundvelli niðurstaðna hennar."
Magnús segir að í meirihluta samgöngunefndar
hafi verið rætt um nauðsyn þess að nefndinni
verði gert kleift að afla upplýsinga um framgang
þessara mála og fylgjast meb öllum undirbúningi
að stofnun hlutafélagsins og störfum þess eftir að
Póstur og sími hf. hefur tekið til starfa. Hann seg-
ir að sá háttur hafi verið hafður á í Noregi þegar
norsku símamálastofnuninni
var breytt í hlutafélag. Það muni
veita nauðsynlegt eftirlit og að-
hald fyrir utan að eðlilegt og
sjálfsagt verði ab teljast að Al-
þingi hafi aðstöðu og aðgang til
að fylgjast með framkvæmd
þessara mála.
Starfsmenn halda
réttindum
- Á gagnrýni um að réttindi
starfsfólks Pósts og síma verði fyr-
ir borð borin og að ekki hafi verið
haft samstarf við það við rök að
styðjast?
„Að mínu mati á hún ekki við
rök ab styðjast. Allir starfsmenn
Póst- og símamálastofnunarinn-
ar eiga kost á ab halda störfum
sínum. Ákvæði er í fmmvarpinu
um að starfsmenn haldi lög-
bundnum réttindum samanber
lög um réttindi starfsmanna rík-
isins er verða í gildi þegar lögin
um Póst og síma hf. taka gildi. Þetta gildir einnig um
ákvæði laganna um biðlaun. Þá verður starfsmönnum
boðinn sá valkostur að greiða áfram í lífeyrissjóð
starfsmanna ríkisins og halda lífeyrisréttindum sínum
þar. Þá má geta þess að samkvæmt ákvæðum laga nr.
77 frá 1993, um réttarstöðu starfsmanna við aðila-
skipti að fyrirtækjum, halda starfsmenn kjarasamn-
ingsbundnum réttindum sínum samkvæmt gildandi
kjarasamningum. Á þann hátt yfirfærist gildandi
kjarasamningur starfsmanna Pósts- og símamála-
stofnunarinnar yfir til Pósts og síma hf. um næstu
áramót."
Landib eitt gjaldsvæbi 1. júlí 1998
- Eitt mál hefur verið lítið í umrxðunni varðandi mál-
efni Pósts og síma en það em fyrirhugaðar breytingar á
gjaldskrá fýrir símaþjónustu. Hvaða breytingar em fyrir-
hugaðar samhliða breytingunni á rekstrarforminu úr
stofnun í hlutafélag?
Magnús segir rétt að fyrirhugaðar breytingar á
gjaldskrá hafi ekki verið dregnar með nógu áberandi
hætti fram í dagsljósið. Málið hafi verið mikið verið
rætt - einkum á meöal stjórnarþingmanna lands-
byggðarinnar og áhersla verið lögð á að ein af for-
sendum formbreytingarinnar á rekstri Pósts og síma
væru að þessar breytingar á gjaldskrá næbu jafnhliða
fram að ganga. Nú eigi að fækka töxtum úr þremur í
tvo sem muni þýða um 300 milljóna króna hagnað
fyrir símnotendur. Að þessari breytingu lokinni verði
aðeins um að ræða dagtaxta er gildi fram til kl. 19.00
á virkum dögum en þá taki við nætur- og helgildga-
taxti. Við þessar breytingar lækki kostnabur fyrir
þriggja mínútna samtal á langlínusamtali að degi til
um allt að 28%. Magnús segir að samkvæmt frum-
varpi til fjarskiptalaga sem flutt sé samhliða frum-
varpinu um Póst og síma sé ákveðið að gera landið að
einu gjaldsvæði eigi síðar en 1. júlí 1998 og með því
sé áralangt baráttumál landsbyggðarinnar farsællega
leitt til lykta. -ÞI