Tíminn - 13.07.1996, Side 3

Tíminn - 13.07.1996, Side 3
Laugardagur 1 3. júlí 1996 3 Uppbafstafur úr handriti Jóns lœrba Gubmundssonar frá 1597 sem hefur ab geyma gubspjöll, pistla og altarisbcenir. Handritib má sjá á sýningu Handritadeildar. 150 ára afmæli Handritadeildar Sýning á ýmsum kjörgripum Handritadeildar stendur nú yfir í Þjóöarbókhlöðunni. í til- efni af því a& 150 ár eru libin síöan Handritadeild Lands- bókasafnsins var stofnuö. Á sýningunni gefur meöal annars að líta Kringlublaðið svokallaða, þ.e. elsta brot sem varðveist hefur úr Heimskringlu Snorra Sturlusonar, handrit að kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ferðalokum, sem stundum hef- ur verið kallað fegursta ástarljóð á íslenska tungu og eiginhand- arrit Hallgríms Péturssonar ab Passíusálmunum sem stendur til að gefa út í ljósprentaðri út- gáfu ásamt stafréttum texta. Handritadeildin er varðveislu- stabur fyrir hvers konar ritaö mál, fyrir utan opinber gögn en þau fara í Þjóðskjalasafniö. í yf- irliti um efni Handritadeildar segir að þar sé varðveittur and- legur og veraldlegur skáldskap- ur, bæði í bundnu máli og óbundnu frá fornu og nýju — einkum þó frá 18. öld og síðar — sem og þjóðlegur fróðleikur eba þjóðsagnir af ýmsu tagi, prédikanir og bænir, lækninga- ráð, heimspeki og enn fleiri lær- dómsiðkanir, ættartölur, endur- minningar eða frásagnir, dag- bækur og sendibréf, að viðbættu tónlistar- eða nótnaefni og handdregnum myndum og kortum o.fl. Öllum, jafnt leikum sem lærð- um, er heimill aðgangur að gögnum handritadeildar ab svo miklu leyti sem ekki hvíla kvað- ir á þeim en samkvæmt höfun- dalögum þá getur höfundur lagt kvaðir á verk sín sem gilda allt að 50 árum eftir andlát hans. -gos Tilboö íslendinga um aöstoö viö Eystrasaltsríkin á sviöi sauöfjárrœktar ekki gengiö eftir: Otti viö búfjár- sjúkdóma íslendingar buöu Eystrasalts- ríkjunum aðstoð á sviöi sauð- fjárræktar á síðasta ári. Hug- myndin hefur ekki gengiö eft- ir og segir Guömundur Bjarnason landbúnaöarráö- herra hana ekki hafa getaö gengiö upp eins og íslending- ar settu hana upp vegna bú- fjársjúkdómaumræðu og ótta viö slíka sjúkdóma. Þetta kom upp er rætt var um samstarf Norðurlandaþjóöanna við Eystrasaltsríkin og Rússland og samskiptin sem em á sviði landbúnaðar í þeim löndum á fundi norrænna landbúnaðar- rábherra sem haldinn var á Húsavík fyrir skömmu. Guðmundur segir yfirdýra- lækni á íslandi og lækna þeirra hafa verið ab fjalla um málið sín á millum. „Það eru bara þessi almennu viðhorf að búfjárskjúkdómar berist ekki á milli landa. Við buðum að hingaö kæmu aðilar frá þeim, bæði bændur og sér- fræðingar til að kynnast okkar sauðfjárrækt, hugsanlega að flytja síðan sauðfjárstofna eða fé héðan til Eystrasaltsríkjanna. En það hefur ekki fengib hljóm- gmnn, það er eiginlega það sem hefur strandað í þessu búfjár- sjúkdómatali," segir Guðmund- ur Bjarnason. -ohr Reykjavík: Fornleifar á 300 stöbum Sjómenn og sjálfstœöar útgeröir hafa engan samningsrétt um verölagningu á loönu eftir aö veröiö var gefiö frjálst. Formaöur Vélstjórafélagsins: Gjörsamlega vonlaust kerfi „Mönnum finnst þetta ómögulegt enda er þetta kerfi gjörsamlega vonlaust," segir Helgi Laxdal for- maöur Vélstjórafélags íslands um meinta einhliöa ákvöröun loðnu- verksmiöju um verölagningu á loðnu og stýringu á veiöisókn. Svo virðist sem sjálfstæöum út- gerðarmönnum loönuskipa og sjómönnum sé algjörlega haldiö fyrir utan ákvarðanir um verö- lagningu eftir aö verö á bræðslu- fiski var gefið frjálst á sínum tíma. „Ég get ekki betur séð en ab þessi venjulegi útgerðarmaður eigi orðið engan talsmann," segir formaður Vélstjórafélagsins. í því sambandi bendir hann m.a. á að í deilum um fiskverð á milli sjómanna og út- vegsmanna séu fulltrúar þeirra síð- astnefndu einatt í því að berjast fyr- ir lækkun á fiskverði í stað þess að taka höndum saman með sjó- mönnum um hærra verð. Þessi af- staða helgast m.a. af því að margir útgerðarmenn hafa jafnframt hags- muni að gæta í vinnslunni, öndvert við þá sem eingöngu em í útgerð. Hið sama gildir í loðnubransanum þar sem mörg loðnuskipin em í eigu verksmiðja. Formaður Vélstjórafélagsins vek- ur jafnframt athygli á því að frá því verðlagning á bræðslufiski var gefin frjáls hafa loðnuverksmiðjur sjald- an eða aldrei haft það betra. Hann telur aö það sé beint samband á milli bættrar afkomu verksmiðja og einhliða ákvörðunar um hráefnis- verð. Hann undrast þau ummæli sem höfð vom eftir Sverri Leóssyni, útgerðarmanni Súlunnar EA, á dög- unum um að hann vissi ekki hvað hann fengi fyrir þá þrjá farma sem skipið var þá búið að koma með að landi. Helgi segist hafa haldið að menn semdu um verð áður en byrj- að væri að landa. Að öðmm kosti sé þetta orðið álíka og hjá Kaupfélög- unum hér á ámm áöur þegar menn lögðu bara inn og tóku síðan út eft- ir efnum og aðstæðum og djúpt á uppgjörinu. -grh Rats j árgagnahermir seldur til Tékklands Eftir aö Anna S. Hauksdóttir, forstöðumaður Kerfisverkfræöi- stofu Háskóla íslands, og Petr Matema, forstjóri Flugleiösögu- þjónustu Tékklands, höföu undirritaö kaupsamning um ratsjárgagnahermi, sem er ís- lenskt hugverk snjallra tölvu- meistara, var farið meö Tékk- ana í smásýnisferö um Reykja- vík. Komið var viö í Ráöhúsinu og þaö skoðað. Myndin var tekin í Ráðhúsinu eftir undirritun samninga um kaup á flugherminum frá íslandi. Frá vinstri Sveinn Arnórsson, Iv- an Uhlir, Anna S. Hauksdóttir, Michael Thorsson, Petr Materna og Þorgeir Pálsson. Tímamynd JAK. Internetsabgangur: Mennta- og menning- arstofnanir tengdar Nær allar þekktar fomleifar Reykjavíkur em tíundaöar í fornleifaskrá Reykjavíkur hjá Árbæjarsafni. Skráning fom- leifa í bæjarlandinu er gmnd- völlur minjavörslu Reykjavík- ur. Fomleifunum er lýst í máli og myndum í skránni og þær færöar á kort. Það kann að koma mörgum á óvart hversu víða fornleifar finnast í Reykjavík, því á for- leifaskránni eru 300 fornleifar á 148 stöðum í Reykjavík. Minjastaðir í borginni eru nú merktir meb stöðluðum skiltum með yfirskriftinni „Borgarminj- ar". Stefnt er að því að semja texta og merkja ýmsa þessara staða enn betur til upplýsingar fyrir fróðleiksfúsa. Mennta- og menningarstofnan- ir geta nú fengið aögang aö Int- emetinu í gegnum Kennarahá- skóla íslands. Samkvæmt ný- geröum samningi KHÍ og INTIS, Intemet á íslandi hf., er KHÍ heimilt aö tengja mennta- og menningarstofnanir sem styrktar em af opinbem fé viö intemetið í gegnum tengingu KHÍ viö INTIS. Nýmæli þessa endursölu- samnings felst einkum í því hvernig gjaldtökunni er háttað. Hún fer eftir flutningsgetu sam- bandsins milli INTIS og KHÍ og sameiginlegri notkun mennta: og menningarstofnana sem KHÍ þjónar en ekki fjölda einstak- linga eða stofnana eins og verið hefur. „Þannig nýta samnings- abilar sér hagkvæmni stærbar- innar", segir Jónas Eyfjörð for- stöðumaður íslenska mennta- netsins. Þá segir Jónas að þær mennta- menningarstofnanir sem tengjast Internetinu í gegn- um KHÍ geti fengið tækniaðstoð frá Menntanetinu í stað þess að kosta eigin tæknimann og að kostnaður dreifist á fleiri aðila ef þab þarf ab stækka tengingu. -gos

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.