Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 6

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 6
KARLMAÐUR á fimmtugsaldri var úrskurðaður í vikulangt gæslu- varðhald á gamlársdag fyrir meinta fíkniefnadreifingu í Vestmannaeyj- um. Lagði lögreglan fram kröfuna í kjölfar handtöku þriggja kvenna og eins karlmanns vegna fíkniefna- mála. Við leit á heimilum kvennanna og í bíl fannst töluvert magn af hassi til viðbótar, alls um 100 grömm, auk amfetamíns. Manninum var sleppt eftir yfirheyrslur, en ekkert fannst í fórum hans. Við yfirheyrslur játaði ein konan umtalsverða sölu á fíkni- efnum og í kjölfarið var maður á fimmtugsaldri handtekinn. Við leit lögreglu í tveimur húsum fundust tæplega 100 grömm af hassi til við- bótar og tæplega milljón í pening- um, bæði í íslenskum krónum og dollurum. Játaði maðurinn að hann ætti fíkniefnin en neitaði ásökunum um sölu. Seint á gamlárskvöld var hann úrskurðaður í gæsluvarðhaldið í Héraðsdómi Suðurlands. Rannsókn málsins heldur áfram og beinist að því að upplýsa ætlaða sölu á fíkni- efnum í Vestmannaeyjum undan- farna mánuði, að sögn lögreglu. Í gæsluvarð- haldi vegna fíkniefna- mála í Eyjum 6 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eldaskálinn | Brautarholti 3 | 105 Reykjavík sími: 562 1420 | eldaskalinn@eldaskalinn.is | www.invita.com Þrettándabrennan á eldhúsflatskjánum Gerum okkur glaðan dag og meðan birgðir endast gefum við 20" Toshiba LCD flatskjái með Invita eldhúsinnréttingum. Á www.invita.com sérðu enn fleiri innréttingalausnir. 20 ára ábyrgð. Þetta er Invita 20" LCD flatskjársjónvarp 25 ára afmælistilboð ELDSVOÐI í flugeldageymslu Hjálparsveita skáta í Hveragerði á laugardag olli tugmilljónatjóni og mikilli eyðileggingu á húsnæði skátafélagsins. Ekki urðu alvarleg slys á fólki en allt að 20 manns voru innandyra í skátahúsinu þegar eldur- inn kviknaði. Gífurlegar sprengingar og neistaflug fylgdu strax í kjölfarið að sögn slökkviliðsstjórans í Hvera- gerði. Í húsinu stóð einnig flugeldasala fyrir áramótin sem hæst og var húsið rýmt á skammri stundu. Meiddist þá einn viðskiptavinur þegar hann sneri sig á fæti framan við húsið. Ekki hlut- ust af önnur slys í brunanum. Talið er að neisti úr heftibyssu, sem notuð var við að hefta kveikiþræði á sýningarflugeldum, hafi orsakað elds- voðann. Tildrög eldsins voru þau að hjálp- arsveitamaður var að leggja lokahönd á 200 kg flugeldapakka í herbergi inn af sjálfri flugeldasölunni. Ólafur Ósk- arsson, varaformaður hjálparsveitar- innar, segir mjög undarlegt að þetta skyldi gerast því heftibyssan var ein- föld handknúin byssa sem notuð er víða hjá skátafélögum við lokafrá- gang á sýningarflugeldum. Vera kann þó að hefti úr byssunni hafi lent í járni og myndað neistann, segir hann. Skátinn sem var að hefta flugeldana forðaði sér fljótt út þegar eldurinn kviknaði með miklum látum og rým- ing á afgreiðslusal, sem er í næsta rými, var framkvæmd í miklum flýti. Sýningarflugeldarnir brunnu og sprungu innandyra en hálft tonn af söluflugeldum í afgreiðslusalnum er óskemmt. Þrír eigendur eru að húsnæðinu og á hjálparsveitin 350 ferm. í húsinu sem er með steyptum súlum og timb- ureiningum á milli. Allt þak hússins brann enda náðu eldvarnarveggir ekki upp í loft og breiddist eldurinn því út eftir öllu þakinu. Lögreglan segir allt húsið ónýtt og næsta verk sé að rífa það. Í eldsvoðanum brann mik- ill björgunarbúnaður sveitarinnar. Þar má nefna fjóra vélsleða og þrjár sleðakerrur ásamt rústabjörgunar- kerru, fjallaklifursbúnað, sjúkratjöld- um og tölvubúnaði. Einn björgunar- sveitarbíll skemmdist en hann stóð utan við húsið og náði eldurinn til hans að hluta. Hins vegar voru aðrir björgunarsveitarbílar sveitarinnar fjarri og sluppu því óskemmdir. Þegar eldurinn kviknaði varð at- burðarásin gríðarlega hröð. Slökkvi- liðsútkallið kom kl. 13.10 og dreif að mikið hjálparlið úr öllum áttum. Hús- ið, sem er í Austurmörk 9, er í miðjum bænum og hafði slökkviliðið í Hvera- gerði áhyggjur af dvalarheimili aldr- aðra þar skammt frá. Hafnar voru áætlanir um að rýma dvalarheimilið en ekki þurfti að grípa til þeirra ráð- stafana. Milt veður, austan 2 m/sek., gerði sitt til að auðvelda slökkvistarf. Í fyrstu barst reykurinn yfir bæinn en áttin snerist síðar til suðurs, frá hon- um. Þrátt fyrir að eldurinn byrjaði með miklum látum voru slökkviliðs- menn tiltölulega fljótir að ná tökum á honum, þótt vatnsöflun væri vanda- mál þegar leið á slökkvistarfið. Mikið björgunarlið var kallað á vettvang að sögn Ólafs Helga Kjartanssonar, sýslumanns Árnessýslu, sem fylgdist með aðgerðunum. Auk slökkviliðsins í Hveragerði komu liðsmenn Bruna- varna Árnessýslu og Slökkviliðs höf- uðborgarsvæðisins. Allir vaktmenn lögreglunnar á Selfossi og aukamenn voru kallaðir út auk tveggja bíla frá sérsveit ríkislögreglustjóra. Þá kom einn bíll frá lögreglunni í Kópavogi. Málið er í rannsókn hjá lögreglunni á Selfossi. Að sögn hennar fengu tveir slökkviliðsmenn og einn björgunar- sveitarmaður súrefnismeðferð á staðnum en þurftu þó ekki að leita lækninga á spítala. Formaður hjálparsveitarinnar Lárus Guðmundsson segir að byggja þurfi upp sveitina að nýju þar sem all- ur búnaður félaga eyðilagðist og ekk- ert sé eftir nema tveir bílar. Í sveit- inni eru 24 virkir félagar og tapaði hver þeirra persónulegum búnaði frá 50-400 þúsund krónum. Eldsvoði í flugeldasölu Hjálparsveita skáta í Hveragerði olli tugmilljónatjóni en engum slysum Um 20 manns innandyra þegar eldur- inn kviknaði Eftir Örlyg Stein Sigurjónsson orsi@mbl.is Mikinn reyk lagði frá eldinum inni í miðjum bænum og sást hann víða að á Suðurlandsundirlendinu. Morgunblaðið/Júlíus Slökkviliðsmenn lögðu aðaláherslu á vinnu utan hússins fyrstu tvo tímana og fóru ekki inn fyrr. Þá kom í ljós að flugeldalagerinn var ennþá heill. TÖLUVERÐ ölvun og læti voru í borginni á nýársnótt og var fólk á ferli allt til klukkan 10 á nýársdags- morgun. Mikið var að gera hjá lög- reglunni en ekki hlutust af nein stórslys. Fimm manns voru látnir gista fangageymslurnar. Þá féll maður af fjórðu hæð er hann var að príla milli svala í fjöl- býlishúsi í austurhluta borgarinnar en slasaðist ekki alvarlega. Þá slösuðust tveir menn í Grinda- vík þar af annar illa á hendi þegar flugeldur sprakk í höndum hans. Þá var annar karlmaður fluttur á slysadeild með augnáverka eftir flugeldaslys. Töluverð ölvun og læti en stór- slysalaus nótt „ÞAÐ voru gífurlegar sprengingar og neistaflugið náði hátt í loft upp þegar við komum á staðinn,“ sagði Snorri Baldursson, slökkviliðsstjóri í Hveragerði, í samtali við Morgun- blaðið á vettvangi. „Ég var staddur úti í verslanamiðstöð þegar ég fékk boðin kl. 13.08 og sá hvernig flug- eldarnir skutust lengst upp í him- ininn. En þetta leið hjá og síðan urðu tiltölulega miklar spreng- ingar. Þegar sölurýmið fór að brenna jókst það aðeins en tvö her- bergi með flugeldalager hússins stóðust eldinn. Ég er ákaflega stolt- ur af því vegna þess að maður hefur barist í því að svona húsnæði eigi að uppfylla lög og sú er raunin hér, og gott betur, því húsnæðið á bara að halda í 60 mínútur, en nú hefur eld- urinn logað í tvo tíma,“ sagði hann þegar klukkan var um 15.30. Reykkafarar fóru inn í húsið um tveimur klukkustundum eftir að eldurinn kviknaði og sannreyndu að báðir flugeldalagernir voru heil- ir. Snorri sagði reykinn fyrst hafa borist inn í bæinn og því hafi verið byrjað á að huga að rýmingu dval- arheimilis aldraðra í bænum en þegar reykinn fór að leggja lóðrétt í loft upp var horfið frá því. „Skap- arinn var okkur hliðhollur og reyk- urinn fór upp,“ sagði hann. „Gífurlegar sprengingar og neistaflug“ MIKILL erill var hjá slökkviliði höf- uðborgarsvæðisins á nýársnótt og voru útköllin um 20 talsins frá því skömmu fyrir miðnætti og til morg- uns. Einkum var um að ræða minni- háttar elda í ruslagámum en í eitt skipti kviknaði í eftir að flugeldur fór inn um íbúðarglugga í Hafn- arfirði. Um fimmtíu útköll voru að auki vegna sjúkraflutninga af mis- munandi ástæðum, aðallega vegna smærri brunaskaða, slagsmála og ölvunar. Slökkviliðið kall- að út 20 sinnum

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.