Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 19

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 19 DAGLEGT LÍF Í JANÚAR Stjórn Rannsóknasjóðs auglýsir eftir umsóknum í Tækjasjóð með umsóknarfresti 16. janúar 2006 Hlutverk Tækjasjóðs er að veita rannsóknastofnunum styrki til kaupa á dýrum tækjum og búnaði vegna rannsókna enda verði tækin staðsett þar. Við úthlutun úr Tækjasjóði skal taka mið af út- hlutunarstefnu Rannsóknasjóðs á hverjum tíma. Við úthlutun úr Tækjasjóði er öðru fremur tekið mið af eftirfarandi atriðum: • Að tækin séu mikilvæg fyrir rannsóknir umsækjenda og framfarir í rannsóknum á Íslandi. • Að fjárfesting í tækjabúnaði sé til uppbyggingar nýrrar aðstöðu sem skapi nýja möguleika og/eða að tæki tengist verkefnum sem Rannsóknasjóður styrkir. • Að samstarf verði um nýtingu tækja milli stofnana eða milli stofnana og fyrirtækja með fyrir- sjáanlegum hætti. • Að áætlanir um kostnað og fjármögnun á kaupunum séu raunhæfar. • Að framlag Tækjasjóðs greiði aðeins hluta kostnaðar við fjárfestinguna. Tækjasjóður starfar samkvæmt lögum um opinberan stuðning við vísindarannsóknir nr. 3/2003. Vísindanefnd Vísinda- og tækniráðs markar úthlutunarstefnu sjóðsins. Fimm manna stjórn Rannsóknasjóðs sem skipuð er af menntamálaráðherra fer jafnframt með stjórn Tækjasjóðs. Fagráð skipað formönnum fagráða Rannsóknasjóðs metur umsóknir í Tækjasjóð áður en stjórn sjóðsins tekur þær til afgreiðslu. Ákvörðun stjórnar um úthlutun er endanleg. Rannsóknamiðstöð Íslands annast umsýslu um Tækjasjóð sem heyrir undir menntamálaráðherra. Eyðublöð og upplýsingar á www. rannis.is Nánari upplýsingar veitir Kristján Kristjánsson, kristjank@rannis.is Rannís Rannsóknamiðstöð Íslands, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, sími 515 5800, www.rannis.is Tækjasjóður Útsalan hefst í dag, mánudaginn 2. janúar kl. 10.00 v/Laugalæk • sími 553 3755 Margir nota upphaf nýsárs til að tileinka sérbreyttan lífsstíl oghætta að reykja. Þetta hentar sumum ágætlega en vænleg- ast til árangurs er að hver finni þann tíma sem hentar honum. Hér á eftir eru nokkur ráð sem geta vonandi auðveldað einhverjum að hætta að reykja og halda reykleysið út. Fyrsta stig: Undirbúningur Gott er að búa sig vel undir að hætta að reykja. Þekktu reykingavenjur þínar: Gott getur verið að halda dagbók í viku um hvenær, hvar og hvers vegna þú reykir til að koma auga á þá þætti sem auka líkur á reyk- ingum og forðast þá. Gott er að skrifa niður tillögur að því sem hægt er að gera í stað þess að reykja. Ástæður þess að hætta: Gott er að skrifa á blað mikilvægustu ástæður þess að hætta, kostina og hvað þú telur þig öðlast í kjölfarið. Vertu allt- af með þetta við höndina. Brjóttu upp vanann: Þegar ákveð- ið hefur verið að hætta er gott að byrja á að fækka þeim stöðum þar sem má reykja – búa til reyklaus svæði. Þau geta t.d. verið heimilið, bíllinn o.s.frv. Hafðu svæðin sem flest til að brjóta upp vanann og þá verður baráttan auðveldari eftir að þú hættir. Stuðningur: Sumir kjósa að hætta upp á eigin spýtur en gott er að vita hvar er hægt að fá stuðning, ef þörf er á, áður en að dagurinn rennur upp.  Ráðgjöf í reykbindindi í síma 800 6030 er ókeypis símaþjónusta fyr- ir fólk sem vill hætta að nota tób- ak. Þar starfa hjúkrunarfræð- ingar með sérþekkingu á tóbaksmeðferð. Þeir veita per- sónulega ráðgjöf, byggða á reyk- ingasögu þess sem hringir og þörfum hvers og eins. Þeir bjóða eftirfylgni, hvatningu og stuðn- ing. Frá 2.–13. janúar er opið lengur en vanalega, eða á milli kl. 17 og 21 alla virka daga.  Krabbameinsfélag Reykjavíkur heldur reglulega námskeið í reyk- bindindi. Næsta hefst 12. janúar (nánari upplýsingar í síma 540 1900).  Guðjón Bergmann heldur einnig reglulega námskeið í reykbind- indi. Næstu hefjast 6. og 7. janúar (nánari upplýsingar á www.vertu- reyklaus.is).  Heimilislæknirinn þinn, eða heilsugæslulæknir, ætti einnig að geta aðstoðað. Annað stig: Að hætta Að hætta er mikil ákvörðun en hún er fljót að borga sig, fjárhags- lega og heilsufarslega. Hér koma nokkur ráð til að styðj- ast við:  Veldu dag til að hætta og stattu við hann.  Hafðu listann yfir „hvers vegna þú ákvaðst að hætta“ alltaf við höndina.  Ef þú ákveður að nota níkótínlyf hafðu þau þá við höndina þegar þú ákveður að hætta og farðu eft- ir leiðbeiningum.  Drekktu mikið af vatni. Mundu að þegar þú hættir að reykja skiptir hugarfarið öllu máli. Einbeittu þér alltaf að – og minntu þig á – jákvæðu hliðar þess að hætta og ekki hugsa um að þú sért að pína þig eða getir þetta ekki. Þriðja stig: Að halda út Að halda sér reyklausum er breyt- ing á lífstíl og getur tekið á. Það er þó margt hægt að gera til auðvelda skrefin til reyklauss lífs.  Ef þú tengir reykingar við sér- stakar aðstæður, forðastu þær þá fyrst um sinn og prófaðu þig svo áfram. Gott er að vera búinn að ákveða viðbrögð við erfiðum að- stæðum.  Taktu tíma fyrir sjálfa/-n þig á hverjum degi þar sem þú gerir eitthvað fyrir þig.  Minntu þig reglulega á af hverju þú hættir.  Nýttu þér stuðning annarra.  Hugsaðu um sjálfa þig sem mann- eskju sem reykir ekki en ekki sem fyrrverandi reykingamann.  Verðlaunaðu þig reglulega með peningunum sem þú sparar. Þú átt það skilið! Gangið þér vel.  HOLLRÁÐ FYRIR HEILSUNA | Lýðheilsustöð Morgunblaðið/Ásdís Það borgar sig að undirbúa sig vel áður en hætt er að reykja. Margir hætta að reykja í janúar Jakobína H. Árnadóttir, M.Sc. í heilsusálfræði, verkefnisstjóri tóbaksvarna hjá Lýðheilsustöð Frekari upplýsingar á: www.lydheilsustod.is. Reykingar kosta u.þ.b. (miðað við 1 pk. á dag) Daglega 580 kr. Á viku 4.060 kr. Á mánuði 17.400 kr. Á ári 211.700 kr. = t.d. safaríferð til Afríku … Hugtakið heilsa er víð-feðmt og nær yfirmarga þætti líkamaog sálar. Einn sá þáttur er tannheilsa og til að hún sé í lagi er ekki nóg að bursta tennurnar kvölds og morgna og nota tannþráð, heldur þarf líka að fara reglulega til tannlæknis og láta fjarlægja tannstein og skoða hvort eitthvað sé ekki eins og það á að vera og láta þá laga það. Svokölluð tannlæknafóbía getur komið í veg fyrir að fólk fari til tannlæknis og þá getur tannheilsan orðið bágborin. Hólmsteinn Eiður Hólm- steinsson er einn þeirra sem eru haldnir tannlæknafóbíu og það varð til þess að hann fór ekki til tannlæknis í tíu ár. „Ég held að þessi fælni eigi rætur sínar að rekja til barnæsk- unnar. Enn þann dag í dag er mér í fersku minni hin ægilega stund þegar ég sat á biðstofunni hjá tann- lækninum og heyrði borhljóðið þegar verið var að bora í tennur sjúklings- ins sem var í stólnum á undan mér. Svo er ég reyndar fullviss um að ég hafi verið Karíus eða Baktus í fyrra lífi.“ Hólmsteinn Eiður hét sjálf- um sér því um síðustu áramót að taka á tannlæknafóbíunni og fara til tannlæknis og láta gera við allt sem þyrfti að gera við. Hann hefur staðið við það, farið til tannlæknis í hverjum einasta mánuði allt síðasta ár og vissu- lega hefur það kostað sitt, einar þrjú hundruð þúsund krónur, en hann sér ekki eftir þeim. Hann hefur sigrast á sjálfum sér og komið tannheilsunni í lag og er einn af fáum sem standa af heilum hug við áramótaheit sitt. Ólafur Páll bjargaði munninum „Tannlæknirinn sem læknaði mig af þessari meinlegu fóbíu er yndislegur tannlæknir sem kon- an mín hefur farið til undanfarin ár. Hann heitir Ólafur Páll Jónsson og er kær bjargvættur okkar hjóna. Af sinni alkunnu snilld hjálpaði hann mér og bjargaði munni mínum frá óbætanlegum skaða.“  HEILSA | Stóð við áramótaheitið og bætti tannheilsuna Eftir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur khk@mbl.is Morgunblaðið/Brynjar Gauti Margur óttast tannlækna og tólin þeirra. Skínandi tann- garður ber vitni um góða tannheilsu. Sneri niður tannlækna- fóbíuna

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.