Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 20
20 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
UPPSETNING Vesturports á Woyzeck eftir George
Büchner í Barbican Centre í London er meðal bestu
leiksýninga ársins 2005 að mati gagnrýnanda breska
tímaritsins Time Out London. Það er leiklistargagn-
rýnandinn Rachel Halliburton sem tiltekur leiksýningu
íslenska leikhópsins Vesturports á Woyzeck í leikstjórn
Gísla Arnar Garðarssonar en sýningin vakti sem kunn-
ugt er mikla athygli og hlaut lofsamlegar umsagnir
gagnrýnenda. Var hún meðal annars valin sýning vik-
unnar í Time Out, en alls voru 10 sýningar haldnar á
verkinu áður en það var fært heim og tekið til al-
mennra sýninga í Borgarleikhúsinu. Tónlistarmað-
urinn Nick Cave samdi tónlistina í verkinu og flutti
hana ásamt Warren Ellis. Listar yfir bestu leiksýningar
ársins 2005 eru birtir í nýjasta hefti Time Out London
en þar meta gagnrýnendur á ýmsum sviðum lista bestu
verkin í listalífinu í London á nýliðnu ári. Meðal þeirra
leiksýninga sem tveir gagnrýnendur Time Out velja
þær bestu á árinu eru uppfærsla á Mary Stuart eftir
Friedrich Schiller í leikstjórn Phyllida Lloyd, uppsetn-
ing Barbican Centre á Julius Caesar eftir Shakespeare
í leikstjórn Edward Hall, Pillars of the Community
(Stoðir samfélagsins) eftir Ibsen í leikstjórn Marianne
Elliott og hin vinsæla söngleikjauppfærsla á Billy Elliot
í leikstjórn Stephen Daldry með frumsaminni tónlist
eftir Elton John.
Woyzeck meðal bestu leiksýninga ársins hjá Time Out
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Úr leikritinu Woyzeck sem Time Out valdi meðal sýninga ársins 2005.
Woyzeck í uppáhaldi
SKÁLDSAGAN Kertin brenna nið-
ur eftir Sándor Márai, sem út kom
fyrir skemmstu í þýðingu Hjalta
Kristgeirssonar, bregður upp mynd
af horfnum heimi. Sögusviðið er
austurrísk-ungverska heimsveldið á
tímabilinu frá ofanverðri nítjándu
öld allt fram til upphafs síðari heims-
styrjaldar. Söguhetjurnar eru vin-
irnir Henrik og Konrád sem um ára-
bil gegna saman herþjónustu og
hafa verið óaðskiljanlegir frá barn-
æsku. Þótt áðurnefnt tímabil hafi
vitanlega verið umbyltingasamt eru
það ekki heimssögulegir atburðir
sem móta framrás bókarinnar. Við-
fangsefnið er mun persónulegra en
þó afskaplega flókið. Það er vinátta
þessara tveggja manna og sá harm-
ræni atburður sem að lokum leiðir til
þess að á milli þeirra skilur. Það er
þessi vinátta sem umfram styrjaldir
reynist hafa mótað líf þeirra en líka
valdið þeim meiri skaða en nokkur
herátök. Þegar skáldsagan hefst bíð-
ur Henrik, nú á áttræðisaldri, eftir
heimsókn vinar síns sem hann hefur
ekki hitt í rúma fjóra áratugi.
Bakgrunnur vinanna tveggja er
gjörólíkur en kannski er það einmitt
þessi mismunur sem upphaflega lað-
aði þá hvorn að öðrum. Henrik er af
aðalsættum, faðir hans var lífvarða-
foringi í hirð keisarans og hærra
varð vart komist í félagslegu stig-
veldi samtímans. Framtíð Henriks
er því nokkuð ljós. Hann mun feta í
fótspor föðurins, ná frama og æðstu
tignum í hernum og þegar þar að
kemur mun hann taka við fjöl-
skylduauðnum. Fyrir Konrád horfa
málin öðruvísi við. Hann hefur lítið á
bak við sig, fjölskylda hans líður
skort svo hann geti gengið í herskóla
og þó gerir hann ekki annað en
skrimta.
Þessar ólíku félagslegu aðstæður
speglast líka í ólíkri skapgerð mann-
anna tveggja. Henrik er sjálfs-
öruggur, opinn og gleðimaður mikill.
Hann fellur öllum í geð; lífsánægja
og hamingja virðast umlykja hann.
Konrád er öðruvísi. Hann er ein-
rænn, dulur og leggur mun meiri
rækt við andans mál en Henrik.
Hans athvarf er tónlistin og bók-
menntir. Hann er gáfumaður en
Henrik er maður líðandi stundar.
Henrik hefur ekki áhyggjur af heim-
inum vegna þess að hann veit að
heimurinn tilheyrir honum; Konrád
horfir hins vegar á lífið utan frá,
fylgist með en tekur ekki þátt. Engu
að síður myndast sterk vinátta á
milli þeirra og sjálft vináttuhugtakið
er án efa mikilvægasta þema verks-
ins, hornsteinn og heimspekilegur
grundvöllur þess, og því ekki notað
með léttúð. Þeir bindast böndum
sem endast ævina á enda. Drama-
tískur kjarni bókarinnar er þó að
vinátta þessi reynist hafa mikla
óhamingju í för með sér og þótt les-
andi viti að margt liggur að baki
endurfundunum sem mynda ramma-
frásögn bókarinnar er það ekki fyrr
en undir lokin sem ástæðan fyrir
löngum aðskilnaði þeirra skýrist.
Á ákveðnum köflum er bókin líka
borgarverk. Vínarborg er umverfi
og sviðsetning æsku þeirra og Márai
leggur sig fram við að birta lifandi
mynd af borg sem á þessum tíma var
einn af miðpunktum hins vestræna
heims. Líkingar og myndmál eru
reyndar að jafnaði kraftmikil í bók-
inni en njóta sín einkar vel þegar að
staðarpælingum kemur, en þótt að-
eins afmarkaður hluti bókarinnar
lýsi lífinu í Vín eru vangaveltur um
heimili og verustaði gegnumgang-
andi og mikilvægar. Og þær tengjast
einnig umfjöllun verksins um nútíma
og fortíð, minningar um veröld sem
var og lífið eins og það blasir við í ell-
inni.
En þarna sitja þeir sem sagt,
Henrik og Konrád, andspænis hvor
öðrum. Hálf mannsævi er liðin síðan
þeir töluðust síðast við og meðan
kertin brenna niður reyna þeir einu
sinni enn og í síðasta skipti að skilja
vinskapinn, það sem bindur þá sam-
an jafnvel núna, og það sem skiptir
mestu máli, hvernig líf þeirra fór úr-
skeiðis. Í bók sem að öllu leyti er
listilega úr garði gerð eru þessar
samræður hápunkturinn, endalaust
sorglegar og áhrifamiklar. Samræð-
urnar eru sálfræðileg rannsókn á
manneskjunni og heimspekilegt
uppgjör við lífið. Þetta er ekki stór
bók að ummáli en dýptin er mikil og
sú tregablandna tilfinning sem hún
skilur eftir í lesandanum mun ekki
gleymast fljótt.
Tónkvísl tilverunnar
BÆKUR
Skáldsaga
Eftir Sándor Márai
Hjalti Kristgeirsson íslenskaði
Mál og menning. Reykjavík. 2005
Kertin brenna niður
Björn Þór Vilhjálmsson
FLÓKIN og spennandi atburðarás,
lifandi persónusköpun og nákvæmar
umhverfislýsingar þar sem stíllinn
flæðir lipurlega í íslensku þýðing-
unni einkenna Stravaganzabækur
Mary Hoffman. Í fyrra kom Grímu-
borgin út, nú er það Stjörnuborgin
og samkvæmt skemmtilegri vís-
bendingu verður það Blómaborgin
sem rekur lestina í þríleiknum.
Mary Hoffman hefur skapað æv-
intýralegan en sannfærandi heim
þar sem nokkrir unglingar í London
samtímans ferðast aftur í tímann og
út í heim; til sextándu aldar á Talíu
sem er hliðstæða Ítalíu. Einnig geta
persónurnar í gamla ævintýraheim-
inum ferðast fram í tímann; til Lond-
on í nútímanum. Þetta gera þau með
því að ,,stravagera“ en það geta að-
eins ,,stravagantar“ gert og þeir
finnast í báðum heimum.
Í Grímuborginni var Lucien að-
alpersónan en nú er það Georgía;
bresk, fimmtán ára stelpa. Hún
ferðast í gegnum tímann, til borg-
arinnar Remóru sem er hliðstæða
Siena á Ítalíu. Lesendur kynnast
heimi hennar;fyrst og fremst
áhyggjum í London en í Talíu fær
hennar innri maður að njóta sín.
Hún lendir þar vegna þess að henni
er ætlað hlutverk, rétt eins og Luc-
ien var ætlað hlutverk í fyrstu bók-
inni. Hún kynnist fjöldanum öllum af
fólki, góðu og slæmu og hún hittir
Luciano sem eitt sinn var Lucien
ásamt vinum hans og óvinum úr úr
fyrsta bindi þríleiksins. Auk þess
kemst hún í tæri við Chimici ættina,
sem nú kveður meira að en áður, en
sú ætt er hliðstæða hinnar voldugu
Medici ættar frá Flórens (Blóma-
borginni).
Georgía á erfitt í London nú-
tímans þar sem hún á í höggi við al-
varlegt einelti stjúpbróður síns og á
fáa vini. Gleði hennar er hins vegar
áhugi á hestum og reiðmennsku sem
hvort tveggja nýtist henni vel í Talíu
og þar nýtur hún sín svo um munar.
Það er einnig augljóst að höfundur
kann á hesta og reiðmennsku. Það
er líka alveg sérstakt hvernig Mary
Hoffman setur sig inn í hugarheim
og samskipti nútímakrakka en sýnir
jafnframt hvernig mannlegt eðli er
hið sama í aldanna rás. Galdur bók-
anna er þó fyrst og fremst fólginn
því hvernig höfundur lætur persón-
urnar finna sjálfar hin sönnu gildi
lífsins og hvað skiptir máli í sam-
skiptum. Þetta gerir hún til dæmis í
gegnum lýsingar á því hvernig ung-
lingarnir upplifa fegurð hluta, orða
og lista. Í Stjörnuborginni snýst allt
um vængjuðu hryssuna, gljáandi
svarta og boðbera hins æðra, hins
góða og hins dulúðuga.
Það eru vandfundnar bækur fyrir
unglinga af báðum kynjum á breið-
um aldri sem eru jafn spennandi,
jafn djúphugsaðar og jafn aðgengi-
legar og Stravaganzabækur Mary
Hoffmann. Við hlökkum til þess að
fá Blómaborgina að ári.
Heimsmyndin víkkuð
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Mary Hoffman. Þýðing: Halla Sverr-
isdóttir. 458 bls. Mál og menning 2005
Stravaganza
Stjörnuborgin
Hrund Ólafsdóttir
FÁMENNI stækkar, fjölmenni
smækkar. Í fámennri sveit verða
flestir ef ekki allir að vera bæði gef-
endur og þiggjendur. Gildir það ekki
hvað síst þegar menningarmálin eru
annars vegar. Í formála bókar þess-
arar er Jón Jens kallaður sveit-
arskáld Önfirðinga. Áður hafi Guð-
mundur Ingi borið það heiti –
reyndar titlaður héraðsskáld. Hann
hafi á sínum tíma flutt sérstakan
þorrabrag á árlegu þorrablóti
hreppsbúa. Þegar hann hafi ekki
lengur treyst sér til að hefja þar upp
raust sína sakir aldurs hafi hann falið
Jóni Jens að taka við. En því aðeins
hafi hann farið þess á leit að Jón Jens
hafi áður verið kunnur fyrir gam-
ankveðskap og því tilvalinn í hlut-
verkið. Þrír slíkir þorrabragir eru
birtir í bók þessari. Jón Jens stígur
þar fram með hógværð og lítillæti en
leysir síðan hlutverk sitt eins og til
var ætlast. Sá var þó aðstöðumunur
forvera og eftirmanns að Guðmundur
Ingi hafði þegar verið þjóðkunnur frá
unga aldri er hann lét af hlutverki
sínu en Jón Jens hefur ekki enn hafið
sig upp á bekkinn þann, hvað sem síð-
ar verður. Ekki vantar að sveitungar
hans meti framlag hans að verð-
leikum; það má ráða af inngangs-
orðum bókarinnar. En þjóðfélagið
hefur breyst frá því er Guðmundur
Ingi sendi frá sér fyrstu bækur sínar
á fjórða áratug liðinnar aldar. Sveita-
lífið er ekki lengur sá kjarni þjóðlífs-
ins sem þá var, nokkru meira þarf en
gamankveðskap til heimabrúks ef
sveitarskáld á að brjótast út fyrir
girðingar þær sem fámennið í heima-
högum markar honum.
Yrkisefni sín grípur Jón Jens upp
úr dægurmálunum á hverjum tíma,
fyrst og fremst á landsvísu en lítillega
einnig á heimsvísu. Sjónhringur hans
er þannig nokkuð víður og síður en
svo einskorðaður við heimahaga þó
þeir komi líka við sögu. Margt hvað
er tilefnið háalvarlegt en eigi að síður
þess eðlis að henda megi á lofti mis-
sagnir eða mótsagnir í alvörunni –
orð eða setningar sem síðan er hægt
að teygja og toga og varpa síðan fram
sem skemmtiefni, oftar en ekki með
smávegis heimalöguðum útúrsnún-
ingi. Skýringar fylgja flestum kvæð-
unum til að lesandanum megi skiljast
hvar fiskur liggur undir steini. Kvæð-
iskorni, sem skáldið kallar Hagstæð
kjör, fylgja t.d. þessi inngangsorð: »Í
fréttabréfi frá Kaupfélagi Vestur-
Húnvetninga á Hvammstanga haust-
ið 2003 var prentvilla á þann veg, að
boðað var að uppgjör vegna slátrunar
þá um haustið skyldi fara fram strax
haustið áður.« Í útleggingu Jóns Jens
hljóðar þetta svo:
Nú búast má við að bændum fækki
og breytist héruð í eyðilönd,
með því að kjötverðið lækki og lækki
og lítið fáist í aðra hönd.
En Húnvetningar, þeir hafa trúna,
og hjálpa bændunum svikalaust,
því allt það kjöt sem er innlagt núna,
það á að borga í fyrrahaust.
Ekki er þó talin ástæða til að út-
skýra hvaðeina með þessum hætti.
Laxamál nefnist til að mynda kvæði,
ort vegna frétta, sannra og ýktra, að
eldislax hefði sloppið úr kví austur í
Mjóafirði. Þar bregður svo við að Jón
Jens lætur »letið« ríma á móti »net-
ið«. Hvað skyldi nú svo furðulegt orð
eiga að fyrirstilla? Undirskrifaður lít-
ur svo til að það hljóti að standa fyrir
»litið«. En hvað er skáldið þá að fara?
Vafalaust að herma eftir flámælinu
sem Austfirðingar voru svo þekktir
fyrir á árum áður! Þorrakvæðunum
fylgja ekki útskýringar; þyrftu enda
að vera bæði margar og ýtarlegar ef
ókunnugum ætti að skiljast hvað ver-
ið er að fara. Til dæmis eru sveitung-
arnir nefndir þar með nafni, þeir sem
við sögu koma. Upplýst er að vinir
skáldsins hafi beitt sér fyrir að þessi
ljóðmæli Jóns Jens kæmust á prent.
Það er vel því sveitarskáld gerir
meira en að stytta stundir vinum og
nágrönnum í stórafmælum og þorra-
blótum. Hann er með nokkrum hætti
annálaritari sveitar sinnar. Kápu-
mynd, tekin í logni og sólskini á fögr-
um sumardegi þar sem sýn gefur til
sjávar og fjalla, hæfir sem best inni-
haldi bókarinnar.
Gamanmál
BÆKUR
Kvæði
Gamankvæði og tækifærisvísur eftir Jón
Jens Kristjánsson. 62 bls. 2005
MILLI FJALLS OG FJÖRU
Erlendur Jónsson