Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 26

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 26
26 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Kristín Sigurð-ardóttir Gjøe fæddist í Reykjavík 14. febrúar 1952. Hún lést á heimili sínu í Hellerup í Danmörku 25. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar eru Ragna Blandon f. 1. janúar 1924 og Sigurður Haukur Lúðvígsson f. 12. febrúar 1921. Syst- ur hennar eru Ingi- gerður, f. 1944, Ragnheiður, f. 1948 og Louisa Ragna, f. 1963. Eftirlifandi maður Kristínar er Mogens Kayser Gjøe, f. 8. septem- ber 1947. Foreldrar hans eru Gud- run og John Kayser Gjøe. Börn Kristínar og Mog- ens eru Dennis, f. 1980 og Nikolaj, f. 1984. Kristín stundaði nám við Verslunar- skóla Íslands 1967– 71, starfaði á Post- giro um 10 ára skeið og síðustu 20 árin sem ritari hjá Ráð- herranefnd Norður- landa í Kaupmanna- höfn. Minningarathöfn um Kristínu verður í Dómkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst hún klukkan 15. Útför Kristínar fer fram frá Grundtvigskirke á Bispebjerg í Danmörku laugardaginn 7. jan- úar og hefst athöfnin klukkan 13. Hlátur, gleði, glampi í augum, eld- rautt krullað óstýrilátt hár. Kvik í hreyfingum tiplandi á háum pinna- hælum, heimskona, dugnaðarforkur, trygg vinkona. Þessi atriði eru nokk- ur af ótal mörgum sem komu upp í huga okkar saumaklúbbssystra Kristínar er ljóst var að okkar beið að skrifa um hana minningarorð. Saumaklúbburinn sem stofnaður var haustið 1968 í 2. bekk í Versló hefur orðið fyrir miklum missi á sl. þremur árum. Við höfum horft á eft- ir tveimur orkumiklum vinkonum, fyrst Hrafnhildi Sigurðardóttur og nú Kristínu sem báðar hafa látist langt um aldur fram. Það er erfitt og einkennileg tilfinning að standa frammi fyrir því að hafa misst þær báðar. Við erum harmi slegnar, við fimm sem eftir stöndum. Kristín kynntist Mogens sumarið 1970 er hún og Hildur gerðust vinnu- konur sumarlangt í Danmörku. Í febrúar 1971 kom Mogens til Íslands eins og riddari á hvítum hesti með trúlofunarhringa í farteskinu og festi sér stúlkuna. Þótti okkur vin- konunum þetta óendanlega róman- tískt. Sama vor flutti Kristín til Kaupmannahafnar og hefur búið þar síðan. Kristín og Mogens giftu sig heima á Íslandi sumarið 1972 og eignuðust síðar drengina sína tvo, þá Dennis og Nikolaj sem hún var ákaf- lega stolt af. Þó að Kristín ætti heimili í Köben var hún áfram í saumaklúbbnum okkar og var alltaf slegið upp klúbb þegar hún kom til landsins sem var nokkuð oft. Með henni kom alltaf ferskur heimskonublær inn í okkar litla hóp. Sumarið 1983 hélt hópur- inn til Kaupmannahafnarí sauma- klúbb og hýsti Kristín okkur allar í húsinu sínu. Mogens þótti líklega nóg um fyrirferðina og rassaköstin í kellunum en okkur þóttu endurfund- irnir yndislegir. Í þá daga var ekki eins sjálfgefið að stökkva milli landa og nú er. Þessi ferð varð sú fyrsta af ótal ferðum sem við höfum farið saman til útlanda, stundum bara við stelpurnar en nokkrar ferðir með körlunum okkar. Alltaf nema einu sinni kom Kristín frá Kaupmanna- höfn á þann áfangastað sem við völd- um og hitti okkur og var það ómet- anlegt. Hún hafði ennfremur óendanlegt úthald á kvöldin og fannst við hinar stundum úthaldslitl- ar og fara fullsnemma að sofa. Síðast fórum við saman til Madrídar í maí 2005 og eigum við ómetanlegar minningar úr þeirri ferð. Kristín hefur alltaf verið hrókur alls fagnaðar og naut sín vel í veislum og öðrum mannfagnaði. Hún var einnig einstaklega rausnarlegur gestgjafi og hafði gaman af því að út- búa veislur sem voru ófáar á heimili þeirra Mogens og lagði mikla áherslu á öll smáatriðin. Þrátt fyrir mjög mikla vinnu undanfarin ár gaf hún sér tíma til að læra blóma- skreytingar ásamt Susan vinkonu sinni og þar komu listrænir hæfileik- ar hennar mjög vel í ljós. Kristín var geislandi og glæsileg kona, alltaf fallega klædd með fallegt skart og vel tilhöfð. Hvar sem Krist- ín kom vakti hún athygli fyrir skóna sína sem voru ótrúlega glæsilegir með háum pinnahælum. Hún tiplaði léttfætt um stræti stórborga dag- langt á slíkum skóm án þess að finna fyrir því en við hinar vorum sárfætt- ar og lúnar á okkar „skynsamlegu“ götuskóm. Það var ótrúlega gaman að fara með henni í skóbúðir, enda átti hún ekki langt að sækja áhug- ann, því foreldrar hennar ráku um árabil skóverslunina Víf á Laugavegi 11. Kristín vann í tæp 30 ár hjá Nor- rænu ráðherranefndinni í Kaup- mannahöfn. Hún var hörkudugleg til vinnu, vel liðin af öllum og hafði yf- irgripsmikla þekkingu á þeim mál- efnum sem snertu starfssvið hennar. Hún var mjög ánægð með starfið sitt, það gaf henni einnig mikið og hún naut sín vel. Í ferðinni okkar til Madrídar í vor, var Kristín farin að finna fyrir veik- indum sínum en lét það ekki á sig fá. Hún og Mogens komu heim í sumar og áttum við þá yndislega stund með þeim ásamt eiginmönnum okkar. Fljótlega eftir það veiktist hún hast- arlega og var mikið á sjúkrahúsi í kjölfarið. Við fylgdumst vel með henni, hringdum reglulega og nokkrar okkar heimsóttu hana á spítalann. Við kveðjum Kristínu okkar kæru vinkonu með harm í hjarta. Við þökkum Guði fyrir að hafa átt hana og hennar tryggu vináttu. Við sökn- um hennar. Við vottum fjölskyldu hennar allri okkar dýpstu samúð. Við kveðjum Kristínu með sömu orðum og við kvöddum Hrafnhildi fyrir þremur árum Hneig eyra þitt, Drottinn, og bænheyr mig, því að ég er hrjáður og snauður. (Davíðssálmur 86,1.) Alma, Áslaug, Guðlaug, Hildur og Margrét. „Ég fer ekki að gefast upp núna fyrst ég er komin þetta langt,“ sagði Kristín þegar ég hringdi í hana í byrjun desember, næstsíðasti dagur geislameðferðarinnar runninn upp og hún var á leiðinni heim af spít- alanum. Það var ekki í hennar anda að gefast upp eða bera sig illa en lík- aminn var ekki eins seigur og andinn og hún lést á heimili sínu að morgni jóladags 2005 eftir harða baráttu síð- ustu mánuði. Það er svo margt sem kemur í hugann þegar elsku besta vinkona mín er horfin en um leið er mér orða vant. Minningabrotin hrannast upp: Stelpan með eldrauða hárið og glettnina í augunum sem heillaði alla hvar sem hún kom, gat svo margt og kunni svo margt. Samt hafði hún ekki trú á sjálfri sér og var alltaf duglegri að finna kosti annarra en sína eigin. Við tvær, dansandi tangó með tilþrifum eftir ganginum í „nýja húsinu“ í Versló, orðnar of gamlar til að láta eins og kjánar en galsinn var mikill og okkur stóð rétt á sama hvað samnemendum okkar fannst. Sum- arið 1970 þegar við fórum saman til Danmerkur til að vinna á búgarði vinafólks foreldra minna, vorum þar saman heilt sumar upp á hvern dag, deildum saman herbergi og sögðum hvor annarri trúnaðarsögur á kvöld- in. Á þessum mánuðum bundumst við þeim sterku vináttuböndum sem stóðu alla tíð síðan. Vikuna áður en við snerum til Ís- lands þetta sumar hitti Kristín ást- ina í lífi sínu, hann Mogens. Hann lét fjarlægðina og stutt kynni ekki aftra sér og skrifaði henni daglega bréf í marga mánuði. Pósturinn í hverfi Kristínar var orðin svo kunnug þess- um bréfum að einn daginn þegar ekkert bréf barst spurði hún móður Kristínar, hvort slitnað hefði upp úr sambandinu! Svo var þó ekki heldur birtist Mogens í eigin persónu með hringa í farteskinu og þau trúlofuðu sig á 19 ára afmælisdegi hennar. Sama vor flutti Kristín til Danmerk- ur þar sem hún bjó alla tíð síðan. Ég heimsótti hana sama sumar og man hvað mér þótti litla íbúðin þeirra rosalega flott og hvað hún var stolt yfir því að vera farin að búa. Kristín hóf fljótlega störf, fyrst hjá Postgiro og síðan hjá Norrænu ráðherranefndinni þar sem hún starfaði sem ritari til dauðadags. Meiri dugnaðarfork er varla hægt að finna og var hún margra manna maki til vinnu. Þrátt fyrir ýmsa krankleika eins og alvarlega heyrn- arskerðingu, hjartagangráð, brjósk- los og krabbamein sinnti hún starfi sínu öll árin af aðdáunarverðum dugnaði. Öfugt við marga aðra sem eru heyrnarskertir fór hún ekki leynt með það heldur fannst betra að fólk vissi af því til þess að það gæti tekið tillit til þessarar fötlunar henn- ar. Aftur á móti kom fyrir oftar en ekki að yfirmenn hennar, samstarfs- menn og vinir gleymdu að taka tillit til þess vegna þess að hún var svo dugleg að bjarga sér. Kristín var ein af örfáum starfs- mönnum sem höfðu langan starfs- aldur hjá ráðherranefndinni og var því iðulega leitað til hennar til að leysa úr hinum ýmsu vandasömu málum. Hún var mjög trygg vinnu- stað sínum og yfirmönnum og tók iðulega á sig of mikla vinnu vegna samviskusemi sinnar. Þó svo að hún gerði sér grein fyrir að vinnudag- urinn væri alltof langur og álagið væri mikið átti hún erfitt með að segja nei, en taldi sjálfri sér og öðr- um alltaf trú um að nú færi þetta að lagast. Svo trygg var hún vinnu- staðnum að meira að segja fárveik talaði hún um að hún myndi fljótlega snúa aftur til vinnu og að hún von- aðist til að geta mætt á ráðherra- fundinn sem haldinn var á Íslandi í október sl. þó að hún gerði sér smám saman grein fyrir að hún gæti ekki undirbúið hann. Við Bjarni vottum Mogens, Denn- is, Nikolaj, Rögnu, Sigurði, systrun- um og fjölskyldunum öllum samúð okkar. Men – veninde – om du vidste om et hjertes dumme veje idets lykke ved at eje og dets skælven for at miste. Å, du ved det? Også dine kære smil har drukket skygge? Også al din lyse lykke har en underbund af pine? Men så ræk mig dine hænder, og jeg sværger – nej, jeg smiler, for det er, som lykken siler over to af sine venner. (Nis Petersen.) Hildur Friðriksdóttir. Látin er fyrir aldur fram elskuleg æskuvinkona og bekkjarsystir í Mið- bæjarskólanum og Versló til marga ára. Við Kristín vorum nágrannar í Þingholtunum og samferða í bekk frá því að við stóðum vart út úr hnefa og allt til þess að við vorum orðnar gjafvaxta 18 ára stúlkur, en þá kynntist hún mannsefni sínu og flutti í kjölfar þess til Danmerkur og sett- ist þar að. Kristín var orkuboltinn í bekknum okkar. Auk þess að vera góður námsmaður var hún ætíð fremst í leikfimi, sundi og öllu sem sneri að líkamlegu atgervi. Í æsku var það hún sem dró mig út að leika á björt- um sumarkvöldum og það var enda- laust hoppað í teygjutvist og snú, snú. Það var alltaf skemmtilegt að vera með Kristínu. Við fórum á Grettisgöturóló, því þar voru hæstu vegasöltin. Á vetrum voru það skaut- arnir og Tjörnin í Reykjavík sem heilluðu. Á eftir fórum við stundum heim til hennar og fengum kókómalt sem var mikill munaður í þá daga. Báðar vorum við einstaklega ljós- ar á húð og saman biðum við eftir því að vera „pikkaðar“ út og sendar í ljós, sem var gert í þá daga til að gera börn hraustari. Alltaf þótti okk- ur þetta jafnfyndið, því ekki var heilsuleysi þá fyrir að fara, við vor- um einfaldlega með ljósari húð en flestir hinna. Til að fá tímann til að líða skrifuðum við oft ósýnilega skrift á bakið hvor á annarri og reyndum svo að geta hvað var skrif- að. Mér er það minnisstætt þegar hún eignaðist litla systur þegar við vor- um komnar sjálfar á aldur til að passa börn. Það fór ekki af henni brosið í marga daga enda varð Louisa yndi hennar og eftirlæti. Eftir að hún flutti til Danmerkur hittumst við ekki oft en það voru miklir fagnaðarfundir þegar það gerðist, því strengir sem myndast á æskuárum rofna í raun aldrei. Í síð- asta útskriftarafmæli, faðmaði hún mig svo hraustlega að gleraugun fuku af mér. Kristín hafði óvenjulega sterka nærveru og það er mikill missir að slíku fólki. Ég votta öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna fráfalls hennar mínar innilegustu samúð um leið og ég þakka henni allt. Hvíl þú í friði, kæra æskuvinkona. Margrét Auðunsdóttir. KRISTÍN SIGURÐAR- DÓTTIR GJØE REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is Ástkær dóttir mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ELÍSABET JÓHANNA SIGURBJÖRNSDÓTTIR (Hanna Beta), Gnoðarvogi 20, Reykjavík, verður jarðsungin frá Bústaðakirkju miðviku- daginn 4. janúar kl. 13.00. Sigríður María Tómasdóttir, Garðar Skúlason, Guðrún Kristinsdóttir, Gísli Skúlason, Áslaug Baldursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, INGIMUNDAR ÓLAFSSONAR kennara, Langholtsvegi 151, fer fram frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 4. janúar kl. 13.00. Ingibjörg Guðlaugsdóttir, Böðvar Ingi Ingimundarson, Halldóra Guðmundsdóttir, Ólafur Örn Ingimundarson, Guðrún Þorsteinsdóttir og afabörn. Okkar elskulega AÐALBJÖRG S. GUÐMUNDSDÓTTIR frá Mosfelli, Hlíðarvegi 46, Kópavogi, verður jarðsungin frá Langholtskirkju miðviku- daginn 4. janúar kl. 15.00. Bjarki Bjarnason, Þóra Sigurþórsdóttir, Sif Bjarnadóttir, Hilmir Þór og Ásbjörn Ibssynir, Ýr Þórðardóttir, Hlynur Þórisson, Bjarni Bjarkason, Þóra Björk Gísladóttir, Vilborg Bjarkadóttir, Guðmundur Bjarkason, Aðalbjörg Egilsdóttir, Óskírður Hlynsson. Morgunblaðið birtir minningar- greinar alla útgáfudagana. Skil Minningargreinar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is (smellt á reitinn Morgun- blaðið í fliparöndinni – þá birtist valkosturinn „Senda inn minning- ar/afmæli“ ásamt frekari upplýs- ingum). Myndir Ef mynd hefur birst í til- kynningu er hún sjálfkrafa notuð með minningargrein nema beðið sé um annað. Ef nota á nýja mynd er ráðlegt að senda hana á myndamóttöku: pix@mbl.is og láta umsjónarmenn minningar- greina vita. Minningar- greinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.