Morgunblaðið - 02.01.2006, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 29
Smáauglýsingar
Námskeið
Reykstopp árið 2006
Sjálfstyrking - reykstopp - frelsi
frá streitu og kvíða.
Notuð er m.a. EFT (Emotional
Freedom Techniques) og
dáleiðsla (Hypnotherapy).
Viðar Aðalsteinsson, dáleiðslu-
fræðingur, sími 694 5494,
www.EFTiceland.com .
Til sölu
Bílamottur - snjómottur í miklu
úrvali. 20% afsl. í desember.
Póstsendum samdægurs.
G.S. varahlutir ehf.,
Bíldshöfða 14, sími 567 6744.
Ýmislegt
Fjarnám á vorönn 2006. Þriðja
og fjórða árið á stúdentsbrautum.
30 rúmlesta skipstjórnarréttindi.
Allir áfangar í WebCT.
Námið kostar einungis 4.250
krónur á önn fyrir utan náms-
gögn. Skráning á vef skólans.
Umsóknarfrestur til 12. janúar.
www.fas.is . Sími 470 8070.
fas@fas.is . Skólameistari.
Bílar
Toyota Avensis Wagon, 1,8
sjsk., árg. '03, ek. 49 þús. ABS
hemlar, fjarstýrðar samlæsingar,
hiti í sætum, litað gler o.fl. 1.800
þús. kr. stgr. S. 861 8691.
Til sölu
VW Caravella TDI langur
4 dyra,11 manna, framhjól-
adrif, 2500 cc, dísel. Uppl. í
s. 892-1818/462-1224
Til sölu
Jeep Grand Cherokee Limited 4,7,
V8, árg. 2003, keyrður 38.000 km
(24.000 m).
Nánari upplýsingar veitir Helgi
Bragason gsm 893 1068
Nissan Almera 4 SLX.1600
Bíllinn minn er til sölu árg. 1996,
lítið keyrður aðeins 130.000 km.
Sjálfskiptur, rafmagn í rúðum,
sumar- og vetrardekk. Skoðaður
án athugasemda, mjög vel
hugsað um hann að öllu leyti.
Upplýsingar í síma 694 2326.
Ökukennsla
Ökukennsla Reykjavíkur ehf.
Ökukennsla akstursmat.
Sverrir Björnsson
Volkswagen Passat, '05
892 4449/557 2940.
Vagn Gunnarsson
Mersedes Benz,
894 5200/565 2877.
Ævar Friðriksson
Toyota Avensis '02,
863 7493/557 2493.
Gylfi Guðjónsson
Subaru Impreza,
696 0042/566 6442.
Gylfi K. Sigurðsson
Suzuki Grand Vitara,
892 0002/568 9898.
Snorri Bjarnason
BMW 116i, nýr,
892 1451/557 4975.
Glæsileg kennslubifreið,
Subaru Impreza 2004, 4 wd.
Akstursmat og endurtökupróf.
Gylfi Guðjónsson,
símar 696 0042 og 566 6442.
JÓLASKÁKMÓTIÐ í Hastings
var eitt þekktasta og virtasta al-
þjóðaskákmótið fyrir og um miðja
síðustu öld. Í efsta flokki tefldu þá 10
skákmeistarar og þótti mikill heiður
að fá boð um að tefla þar, enda tefldu
flestir sterkustu skákmenn heims á
því tímabili einu sinni, eða oftar, í
Hastings.
Mótin hafa reynst íslenskum skák-
meisturum happadrjúg. Í Hastings
hóf fyrsti stórmeistarinn okkar,
Friðrik Ólafsson, frægðarferil sinn
og Guðmundur Sigurjónsson og
Margeir Pétursson náðu lokaáfanga
að stórmeistaratitli þar.
Mótið, sem nú er nýhafið, er 82.
Hastingsmótið frá upphafi. Það
stendur frá 28. desember til 6. jan-
úar, tefldar verða 10 umferðir, eftir
svissneska kerfinu, og eru tíma-
mörkin 80 mín. á fyrstu 40 leikina og
20 mínútur til að ljúka skákinni, með
1 mínútu viðbótartíma á hvern leik
frá byrjun.
Efsti flokkur er breyttur, því að
lokaði úrvalsflokkurinn var lagður af
á síðasta ári og teflt með útsláttar-
fyrirkomulagi, en núna tefla 100
skákmeistarar í efsta flokki (Hast-
ings Masters) um Golombek verð-
launastyttuna.
Íslensku þátttakendurnir eru
fimm, þeir Stefán Kristjánsson og
Jón Viktor Gunnarsson, alþjóðlegir
meistarar, Snorri G. Bergsson,
FIDE-meistari, Dagur Arngrímsson
og Guðmundur Kjartansson. Þeir
hafa byrjað vel. Eftir tvær umferðir
hefur Stefán 2 vinninga, Snorri og
Dagur 1½ v., og Jón Viktor og Guð-
mundur 1 v. Dagur er með jafntefli
við sterkan úrkraínskan stórmeist-
ara, Kuzubov, og tap Jóns Viktors er
gegn stigahæsta manni mótsins,
rússneska stórmeistaranum, Belov,
sem varð efstur í úrvalsflokki í Hast-
ings í fyrra.
Segja má, að Snorri, aldursforset-
inn í hópnum, hafi gefið tóninn, með
1½ vinningi við tvo stórmeistara. Við
skulum nú sjá sigur hans á hinum
reynda skoska stórmeistara, Colin
McNab, sem tefld var í 1. umferð
mótsins.
Hvítt: Colin McNab (Skotlandi)
Svart: Snorri G. Bergsson
Enski leikurinn
1.c4 Rf6 2.Rf3 c6 3.Rc3 d5 4.e3
Bg4 5.Be2 e6 6.b3 –
Nýr leikur, en venjulega hrókar
hvítur stutt í þessari stöðu.
Rbd7 7.Bb2 Bd6 8.h3 Bxf3 9.Bxf3
Da5 10.a3 dxc4 11.bxc4 Re5 12.Be2
Rg6 13.Dc2 Hd8 14.d4 Dg5 15.0–
0–0!? –
Leikið í þeirri von, að ná sókn á
kóngsvæng, eftir að svartur tekur
peðið á g2, en það var aldrei ætlunin.
15...Da5 16.c5 Bb8 17.f4 Re7
18.Bf3 Rfd5 19.Rxd5 cxd5! 20.Hd3
0–0 21.Hc3 Hc8 22.Kb1 Dd8 23.Hc1
Rc6 24.Be2 Bc7 25.f5 –
Þessi leikur er svarti í hag, en
hvítur finnur enga aðra leið til að
sækja að svarta kóngnum.
25.— e5 26.Hb3 Dg5 27.g4 Ra5
28.Hc3 Rc6 29.Hd1 e4
Svartur verður fyrr, eða síðar, að
leika þennan leik, t.d. 29...Hfd8
30.Bb5 a6 31.Bf1 Ra5 32.Ka2 e4
o.s.frv.
30.Db3 Ba5 31.Hc2 Hfd8 32.Hh1?
–
Ekki verður annað séð en hvítur
megi taka peðið á b7, t.d. 32.Dxb7
Hc7 33.Da6 Hb8 34.Bb5 Hxb5
35.Dxb5 Dxe3 og svartur hefur tæp-
lega nægar bætur fyrir skiptamun-
inn, sem hann fórnaði.
32...Dh4 33.Bb5 Re7 34.Ka2 a6
35.Bf1 Hd7 36.Bg2 Rc6 37.Hf1 He8
38.Da4 Dg3 39.He2 Hb8 40.Bc1 b5
41.cxb6 Hxb6 42.Hc2 h6?!
Taflmennska beggja hefur verið
nokkuð óörugg síðustu 10-12 leikina
og má trúlega kenna tímahraki um.
Nú sofnar Snorri á verðinum í mun
betri stöðu og gefur andstæðingi sín-
um kost á jafnteflisleið. Sjálfsagt var
að leika 42...Hc7 o.s.frv.
43.Hff2? –
McNab missir af 43.Bxe4! dxe4
44.Hxc6 Hxc6 45.Dxc6 Dg2+ 46.Bb2
Dxf1 47.Dxd7 Dc4+ 48.Ka1 Df1+
49.Ka2 Dc4+ 50.Ka1 Df1+, með
jafntefli.
43...Hdb7 44.Hfe2 Dd6 45.Hc5
Hb5
Enn betra er 45...Dd7! 46.Dd1
(svartur hótar 46.– Rb4+ og eftir
46.Hxa5? Rxa5 47.Dxa5 Dc8! á svart-
ur unnið tafl) 46.Dd1 Bb4! 47.axb4
Rxb4+ 48.Ka1 Rd3 49.Dc2 Hb3 og
það verður fátt um varnir hjá hvíti.
46.Hec2 Hxc5 47.Hxc5 Hb6
48.Hxa5? –
Skoska stórmeistaranum hefur
greinilega yfirsést framhaldið, en
eftir 48.Dd1 hefði hann getað beðið
og vonað það besta.
48...Rxa5 49.Dxa5 Dc7! 50.Dd2
Dc4+ 51.Ka1 Hb3! 52.h4 Hd3
53.De1 –
Hvítur sparar sér miklar þjáning-
ar í vonlausu endatafli, sem upp gat
komið, eftir 53.Bf1 Hxd2 54.Bxc4
Hc2 55.Bxd5 Hxc1+ 56.Kb2 He1
57.Bxe4 Hxe3 58.Bb7 a5 o.s.frv.
53...Dc2
og hvítur gafst upp, því að hann á
enga vörn við hótuninni 54.—Hd1.
Það hefur verið teflt geysimikið
hér á landi yfir hátíðarnar og verður
hér á eftir gefið stutt yfirlit yfir
nokkur skákmót.
9. Jólapakkamót Hellis
140 krakkar tóku þátt í Jólapakka-
móti Hellis í Ráðhúsi Reykjavíkur
18. desember s.l. Fjöldi jólapakka
voru veittir bæði í stelpu- og stráka-
flokkum. Bæði fyrir efstu sætin og
heppna keppendur. sem voru dregn-
ir út.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir,
borgarstjóri í Reykjavík, setti mótið
og lék fyrsta leikinn.
Efstu krakkar í flokkunum fjórum
voru:
Fædd 1990-92
Strákar
1. Daði Ómarsson, 5 vinninga.
2. Matthías Pétursson, 4½ v.
3. Vilhjálmur Pálmason, 4 v.
Stelpur
1. Júlía Guðmundsdóttir, 3½ v.
2. Hallgerður Helga Þorsteinsdóttir, 3 v.
3. Tinna Kristín Finnbogadóttir, 3 v.
Fædd 1993-94
Strákar
1. Hjörvar Steinn Grétarsson, 5 v.
2. Mikael Luis Gunnlaugsson, 4 v.
3. Eiríkur Örn Brynjarsson, 4 v.
4. Svanberg Már Pálsson, 4 v.
5. Hörður Aron Hauksson, 4 v.
6. Páll Andrason, 4 v.
Stelpur
1. Jóhanna Björg Jóhannsdóttir, 4 v.
2. Brynja Vignisdóttir, 3 v.
3. Stefanía Bergljót Stefánsdóttir, 3 v.
4. Ingibjörg Ásbjörnsdóttir, 3 v .
5. Elísabet Ragnarsdóttir, 3 v.
Fædd 1995-96
Strákar
1. Friðrik Þjálfi Stefánsson, 4½ v.
2. Guðmundur Kristinn Lee, 4½ v.
3. Brynjar Ísak Arnarsson, 4½ v.
4. Dagur Andri Friðgeirsson, 4½ v.
Stelpur
1. Hrund Hauksdóttir, 4 v.
2. Hekla María Friðriksdóttir, 2 v.
3. Hanna María Geirdal, 2 v.
4. Arndís Lea Ásbjörnsdóttir, 2 v.
5. Sædís Björk Jónsdóttir, 2 v
Fædd 1997 og síðar
Strákar
1. Daníel Hákon Friðgeirsson, 4½ v.
2. Jón Trausti Harðarson, 4 v.
3. Kristófer Dagur Sigurðsson, 4 v.
Stelpur
1. Hildur Berglind Jóhannsdóttir, 2½ v.
2. Karítas María Þrastardóttir, 2 v.
3. Unnur Elíasbet Eiðsdóttir, 2 v.
4. Dilja Guðmundsóttir, 2 v.
Garðabær sigraði
á Garðatorgsmótinu
Arnar E. Gunnarsson, sem tefldi
fyrir Garðabæ, sigraði á Garðatorgs-
mótinu, Firmakeppni Taflfélags
Garðabæjar, sem fram fór 22. des-
ember sl.
21 keppandi tefldi fyrir jafnmörg
fyrirtæki á mótinu og fékk Garða-
bær í verðlaun farandbikar, gefinn af
fyrirtækinu Ísspor.
Tefla þurfti til úrslita, því að þrjú
fyrirtæki urðu jöfn í efsta sætinu:
Garðabær, Ris ehf (Magnús Örn Úlf-
arsson) og Garðablóm (Björn Þor-
finsson), hlutu 6 vinninga af 7 mögu-
legum.
Aðalvinningurinn og aukavinning-
ur, sem var flugeldapakki, voru í boði
TG, Plúsferða og Hjálparsveitar
Skáta í Garðabæ, en einnig kom Páll
Ingólfsson frá framboði Páls Ingólfs-
onar færandi hendi með fjölmarga
gómsæta aukavinninga.
Röð efstu fyrirtækja var eftirfar-
andi:
1. Garðabær (Arnar Gunnarsson), 6 v.
(+1½ í aukakeppni)
2. Ris ehf (Magnús Örn Úlfarsson), 6 v.
(+1 í aukakeppni)
3. Garðablóm (Björn Þorfinnsson), 6 v.
(+ ½ í aukakeppni)
4. Sparisjóður Hafnarfjarðar
(Hjörvar Steinn Grétarsson), 4½ v.
5.-9. Grand hótel (Ólafur Kjartansson), 4 v.
Garðatorg Eignamiðlun
(Stefán Kristjánsson), 4 v.
Mjólkurbú Flóamanna
(Jóhann Ingvarsson), 4 v.
Opin Kerfi (Atli Freyr Kristjánss.), 4 v.
Ísspor ehf (Svanberg Már Pálsson), 4 v.
Arnar E. Gunnarsson
jólasveinn TK
Hið árlega jólaskákmót Taflfélags
Kópavogs var teflt í fertugasta skipt-
ið 26. desember sl. Sigurvegari varð
Arnar E. Gunnarsson og hlaut þar
með hinn virðulega titil, Jólasveinn
Taflfélags Kópavogs 2005.
20 þátttakendur voru á mótinu og
urðu efstu menn þessir:
Arnar E. Gunnarsson, 17½ v. af 19 mögul.
Bergsteinn Einarsson, 17 v.
Hrannar Baldursson, 16½ v.
Hlíðar Þór Hreinsson, 15½ v.
Hjörvar Steinn Grétarsson, 14 v.
Lenka Ptatnikova, 14 v.
Halldór Brynjar Halldórsson
sigraði á Jólahraðskákmóti SA
Jólahraðskákmót Skákfélags Ak-
ureyrar var háð 27. desember sl.
Þátttakendur voru 22 og efstu menn
þessir:
Halldór Br. Halldórsson, 19½ v. af 21 mögul.
Rúnar Sigurpálsson, 19 v.
Rúnar Berg, 18 v.
Ólafur Kristjánsson, 17 v.
Stefán Bergsson, 15 v.
Hrannar Baldursson
jólasveinn TR
Jólahraðskákmót Taflfélags
Reykjavíkur fór fram 28. desember
sl.
Þátttakendur voru 19 og efstu
menn þessir:
Hrannar Baldursson, 12½ v. af 14 mögul.
Jóhann Ingvason, 11½ v.
Siguður P. Steindórsson, 10 v.
Daði Ómarsson, 9 v.
Dagur A. Friðgeirsson, 8 v.
Páll Andrason, 8 v.
Að lokum óska umsjónarmenn
skákþáttarins lesendum gleðilegs
árs og þakka samfylgdina á árinu,
sem er að líða.
Fimm Íslendingar
tefla í Hastings
Bragi Kristjánsson
SKÁK
Hastings Masters
Hastings, Englandi
28. desember 2005 – 6. janúar 2006
SÚREFNISÞEGUM hefur fjölg-
að mjög mikið á síðustu árum eða
um rúmlega 100% á fimm árum.
Árið 2000 voru þeir 150 en í lok síð-
asta árs nutu 305 einstaklingar
slíkrar þjónustu. Á árinu 2004
fjölgaði þeim um 9%. Þetta kemur
fram á vefsíðu Tryggingastofnunar
ríkisins, TR. Langflestir súrefnis-
þegar eru með langvinna lungna-
teppu eða lungnakrabbamein en
aðrir sjúkdómar koma einnig við
sögu, m.a. kæfisvefn og offita.
Í nýútkominni ársskýrslu Súr-
efnisþjónustu TR kemur fram að
súrefnisþegar eru flestir komnir á
efri ár en um 200 súrefnisþegar eru
fæddir á árunum 1920 til 1940. Í
skýrslunni segir að súrefnisþegar
með öndunarvélar hafi um síðustu
áramót verið 60 talsins. Af þeim
hafi 23 eingöngu þurft næturmeð-
ferð en 34 þurft sólarhringssúrefni
og öndunarvél, flestir vegna lang-
vinnrar lungnateppu. Tveir starfs-
menn sinna Súrefnisþjónustu TR,
læknir og hjúkrunarfræðingur, en
þjónustan nær til landsins alls. Öll-
um súrefnisþegum er fylgt reglu-
lega eftir, ýmist með símtölum eða
heimsóknum.
Í frétt TR segir að á árinu 2003
var í samvinnu við Samtök lungna-
sjúklinga stofnaður hópur súrefn-
isþega innan samtakanna sem hef-
ur það markmið að bæta aðstöðu
og lífsgæði súrefnisþega. Fram
kemur í skýrslunni að súrefnisbún-
aður sé í sífelldri endurskoðun og
nú séu komnir í notkun svokallaðir
léttkútar með hraðtengi sem eru
ólíkt léttari en eldri búnaður.
Súrefnisþegum fjölgar hratt