Morgunblaðið - 02.01.2006, Side 33

Morgunblaðið - 02.01.2006, Side 33
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 33 DAGBÓK YOGA •YOGA • YOGA - RÉTT SLÖKUN losar um spennu í vöðvum, róar og kyrrir hugann. - LÍKAMLEG ÁREYNSLA Í ÆFINGUM. Þá styrkjum við vöðva, liðbönd, liðamót, mýkjum hrygginn og örvum blóðrás. - RÉTT ÖNDUN þýðir að anda djúpt og vel. - RÉTT FÆÐI sem stjórnast af hófsemi og fjölbreytni. - JÁKVÆTT HUGARFAR. Að beina huganum jákvætt að verkefnum dagsins strax að morgni. Morgun-, hádegis-, síðdegis- og kvöldtímar. NÝJUNG - KRAFTYOGA -KRÖFTUGAR YOGAÆFINGAR Sértímar fyrir byrjendur og barnshafandi www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is YOGASTÖÐIN HEILSUBÓT Síðumúla 15, sími 588 5711 og 694 6103 www.yogaheilsa.is • yogaheilsa@yogaheilsa.is Frá nemendasýningu í Borgarleikhúsinu Innritun og upplýsingar í síma 561 5620 frá kl. 13-17 www.ballett.is Kennsla hefst 9. janúar Gleðilegt ár! Árlega eru gefin út hérlendis um 900 þús-und eintök af almanökum og dagatölumaf ýmsum gerðum. Elst þeirra erAlmanak Háskólans sem komið hefur út síðan árið 1837 og er raunar annað elsta rit sem komið hefur samfellt út á Íslandi. Einungis Skírnir á sér lengri sögu og hefst hún tíu árum fyrr. Í Almanaki Háskólans má finna margvíslegan fróðleik, auk hefðbundins dagatals. Þar eru sem dæmi upplýsingar um sjávarföll og gang him- intungla. Sérstakur kafli er um reikistjörnurnar og annar um sólmyrkva og tunglmyrkva sem verða á árinu. Þá er þar yfirlit um hnetti him- ingeimsins, mælieiningar, veðurfar og ríki heims- ins, svo eitthvað sé nefnt. „Á bak við almanakið er löng hefð. Þetta er í raun viðmiðunaralmanak sem önnur dagatöl hér- lendis fara eftir svo það er talsverð ábyrgð sem felst í að sjá til þess að það sem þar standi sé rétt,“ segir Þorsteinn Sæmundsson, ritstjóri almanaksins. Hann hefur starfað lengst allra við útgáfu þess og hefur séð um hvorki meira né minna en 43 árganga. Þorsteinn segir að komið hafi fyrir, og þá sér- staklega áður fyrr, að villur hafi verið í dagatölum sem einkaaðilar hafi gefið út hérlendis. „Einu sinni kom til dæmis fyrir í einni slíkri dagbók að þorrinn var látinn hefjast á röngum degi, viku of snemma. Sjónvarpið fór eftir þessari bók og skipulagði sérstaka þorradagskrá. Þegar villan uppgötvaðist var það orðið of seint og ekki hægt að breyta því sem þegar hafði verið ákveðið,“ seg- ir hann. Þorsteinn bendir á að fólk rugli gjarnan saman Almanaki Háskólans og Almanaki Hins íslenska þjóðvinafélags. „Þetta eru hins vegar tvö rit. Þjóðvinafélagið fékk heimild til að taka Almanak Háskólans upp í sitt almanak þegar það var stofnað árið 1875 og sú venja hefur haldist síðan,“ segir hann og bætir við að í því síðarnefnda sé til dæmis árbók Íslands þar sem sagt sé frá atburðum ársins. Þorsteinn var um tíma einnig ritstjóri þessa almanaks. Almanak Háskólans má nálgast í bókabúðum en einnig á vefnum. Tekin hefur verið upp sú ný- lunda að bjóða fólki að gerast áskrifendur og nálgast almanakið í gegnum tölvu. Á síðunni www.almanak.is er hægt að skrá sig og á síðunni www.almanak.hi.is geta allir nálgast viðbótarupp- lýsingar sem ekki eru í sjálfu almanakinu. Yfir ár- ið getur þurft að gera breytingar á textanum, til dæmis ef ný tungl uppgötvast. Þarna er einnig ýmis fróðleikur á borð við þann sem er í almanak- inu og hægt er að lesa bæði um brandajól og heimskautsbauginn, auk þess að fræðast um hve stórt „hænufetið“ raunverulega sé. Almanak Háskólans | Hefur komið út síðan árið 1837 Gefið út í 170. skipti  Þorsteinn Sæ- mundsson fæddist árið 1935. Hann lauk stúd- entsprófi frá MR árið 1954, BSc. Hons.-prófi frá háskólanum í St. Andrews í Skotlandi árið 1958 með stjörnu- fræði sem aðalgrein og doktorsprófi í stjörnu- fræði frá Lundúna- háskóla fjórum árum síðar. Þorsteinn hóf störf við Raunvís- indastofnun Háskólans þegar hún var stofnuð árið 1966 og vann þar sem sér- fræðingur, fræðimaður og vísindamaður allt til starfsloka á þessu ári. Þorsteinn hefur ritstýrt Almanaki Háskólans síðan árið 1963, fyrstu árin í samvinnu við Trausta Einarsson prófessor. Samgangsvandi. Norður ♠852 ♥KDG1093 ♦K74 ♣6 Suður ♠DG93 ♥6 ♦ÁD2 ♣KDG97 Suður er sagnhafi í þremur gröndum og fær út tígulgosa. Hvernig er best að spila? Útlitið er gott, nægt framboð af slög- um og allir litir vel valdaðir. En sam- gangurinn milli handanna er ekki alltof greiður og því er mikilvægt að gera hlutina í réttri röð. Fyrsti slagurinn er að sjálfsögðu tekinn heima, en það væri glapræði að spila hjarta í öðrum slag: Norður ♠852 ♥KDG1093 ♦K74 ♣6 Vestur Austur ♠Á107 ♠K64 ♥75 ♥Á842 ♦G1098 ♦653 ♣10842 ♣Á53 Suður ♠DG93 ♥6 ♦ÁD2 ♣KDG97 Austur drepur þá strax á hjartaás og spilar aftur tígli. Við það lendir sagn- hafi í alvarlegum samgangsvand- ræðum og níundi slagurinn á lauf fer fyrir lítið, því suðurhöndin þvingast illi- lega þegar hjörtu blinds eru tekin. Þessi vandræði má fyrirbyggja með því að spila laufinu fyrst. Sem sagt: taka á tígulás heima í fyrsta slag og spila laufkóng. Ef austur drepur og spilar tígli, tekur suður heima, hirðir einn slag á lauf og sækir svo hjartað. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | dagbok@mbl.is 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Bxc6 dxc6 5. 0-0 Re7 6. Rxe5 Dd4 7. Dh5 g6 8. Dg5 Bg7 9. Rd3 f5 10. e5 c5 11. b3 b6 12. Bb2 Dg4 13. De3 Rd5 14. De1 Bb7 15. f3 Dg5 16. Rc3 0-0-0 17. Rxd5 Bxd5 18. De2 f4 19. b4 c4 20. Rf2 Hhe8 21. Hfe1 De7 22. a3 Kb8 23. d3 cxd3 24. cxd3 g5 25. d4 h5 26. Dxa6 g4 27. De2 Bf6 28. Re4 Bh4 29. Hf1 Hg8 30. Kh1 Hdf8 31. Rd2 Staðan kom upp í heimsbikarmóti FIDE sem lauk fyrir skömmu í Khanty-Mansiysk í Rússlandi. Stór- meistarinn Murtaz Kazhgaleyev (2.601) frá Kasakstan hafði svart gegn ofurstórmeistaranum Teimour Radjabov (2704). 31. … Bg3! 32. Hfc1 hvítur hefði orðið óverjandi mát eftir 32. hxg3 fxg3. 32. … Dh4 og hvítur gafst upp enda getur hann ekki umflú- ið mátsókn svarts. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | dagbok@mbl.is Svartur á leik. Að láta gott af sér leiða af heilum hug UNDANFARIÐ hef ég velt því fyrir mér hvort við Íslendingar séum að gera hlutina á réttum for- sendum. Mikið hefur verið rætt um að uppboð sem að einhverjir fyr- irmenn héldu til styrktar Unicef hafi ekki verið haldið af heilum hug, heldur einungis sem auglýs- ing fyrir þessa menn. Auðvitað er besta auglýsingin sem við sem þjóð getum fengið sú að við séum alltaf tilbúin til að hjálpa öðrum, en hjálpar það okkur ef við erum ekki að gera það á réttum forsendum? Í skólanum mínum gekk yfir tískubylgja á dögunum. Í staðinn fyrir nýjustu diesel gallabuxurnar og i-podana komu börn sem njóta styrktar ABC-hjálparstarfs. Margir tóku að sér að styrkja barn, en ekki allir af heilum hug. Umræður sem áttu sér stað í skól- anum snerust margar hverjar um það hver hefði keypt flottari föt eða leikföng handa barninu sem að það styrkti. Mér hálfpartinn blöskraði, fólk var farið að líta á þessi aumingja börn sem minna mega sín í samfélaginu í dag sem tískufylgihluti. Það hjálpar þessum börnum ekki neitt að eiga flottan bol eða fallegt dót, reyndar tekur ABC það meira að segja fram að ekki sé viturlegt að senda þeim lit- ríka og fallega hluti heldur séu peningagjafir betur þegnar. Ég er alls ekki að letja það að fólk taki að sér barn og styrki það, svo lengi sem fólk geri það á réttum for- sendum. Það er auðgandi fyrir sál- ina að vita að maður getur ein- hverju breytt. Ég hef í nokkur ár styrkt barn hjá ABC, ungan strák í Úganda sem á ekki gott líf. Á heimilinu er enginn vinnufær og oft lítinn mat að fá, þar kem ég til hjálpar. Ég styrki skólagöngu hans og sé hon- um fyrir læknisþjónustu og fæði. Fyrir skitnar 2000 kr á mánuði. Ég hvet því alla til að sleppa því einu sinni í mánuði að fara í bíó og fá sér popp og kók og eyða í stað- inn peningnum til styrktar góðs málefnis. Öll framlög, stór sem lítil skipta máli. Einnig hvet ég alla til þess að kaupa diskinn Hjálpum þeim þar sem að stórsöngvarar landsins taka sig saman og endur- útgefa gamalt lag til styrktar góðs málefnis. Íris Bjarnadóttir nemi. Kolfinna týndist frá Álfheimum KOLFINNA týndist í lok nóvember frá heimili sínu í Álfheimum. Hún er svört með hvítar hosur á fram- fótum og hvítar tær á afturfótum, með hvítan smekk og hvítt nef. Hún er eyrnamerkt en ekki með ól. Ef einhver hefur orðið var við hana endilega láta okkur vita í síma 553 5251. Velvakandi Svarað í síma 5691100 kl. 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.