Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 35
MENNING
BÓKIN Gamall þrjótur, nýir
tímar er fyrsta bókin af níu í
ljóðabókaseríunni Norrænar bók-
menntir. Er það Nýhil sem stend-
ur að þessari metnaðarfullu út-
gáfu. En Nýhil hefir undanfarið
verið afkastamikið forlag á sviði
ljóðabóka. Fyrir þessi jól hafa
komið út þrjár bækur af seríunni
auk umræddrar bókar: Rispa
jeppa eftir Hauk Má Helgason,
Blandarabrandarar eftir Eirík Örn
Norðdahl og Gleði og glötun eftir
Óttar Martin Norðfjörð. Það er
skemmst frá því að segja að hér
er virðingarvert framtak á ferð og
augljóslega gert af krafti og dugn-
aði auk þess sem augnamiðið virð-
ist vera að hrista upp í íslensku
bókmenntalandslagi, sem er vel.
Höfundur Gamals þrjóts, nýrra
tíma er Örvar Þóreyjarson Smára-
son, sem er e.t.v. betur þekktur
sem meðlimur hljómsveitarinnar
Múm. Hann hefir áður fengið út-
gefin ljóð sín í Ljóðum ungra
skálda (2001), en þetta er hans
fyrsta útgefna ljóðabók. Fyrr á
þessu ári gaf hann út, einnig á
vegum Nýhil, sitt fyrsta bók-
menntaverk, skáldsöguna úfin,
strokin undir höfundarnafninu
Örvar der Alte. Sú bók einkennist
um margt af nostalgíulegu aft-
urliti til drengjabókmennta á borð
við fimm seríuna eftir Enid Blyton
og Kim-bókanna eftir Jens K.
Holm. En í úfin, strokin er þó
meira lagt upp úr súrrealískri
stemmningu en heilsteyptum
söguþræði.
Hér kennir svipaðra grasa;
heildaryfirbragð bókarinnar er
nostalgíukennt. Stuðst er við
„gamaldags“ orð á borð við „mak-
indalegur“ (10), „skrælingi“ (25)
og „koffortinu“ (26) en auk þess
er reynt að skapa einhvers konar
bernska og kersknisfulla stemmn-
ingu þar sem sogið „er upp í nefið
í kór/ og farið í sleik“ (46).
Stemmningu sem í fljótu bragði
mætti tengja við súrrealisma,
dadaisma og konkret ljóð þar sem
meðal annars er brugðið fyrir sig
bullorðum og hljóðgervingum eins
og „krmmmkrúkrúnk“ (20) „gobb-
edí“ (35) og „grælpast“ (43). En
þessi form stóla svo fremur á
óræð hughrif og var á sínum tíma
stefnt gegn hefðbundnari og jarð-
bundnari formum. Segja má þó að
hér sé efniviðurinn um margt
jarðbundinn en úrvinnslan miðist
að því að gefa honum draum- eða
ruglingskennt yfirbragð.
Hér er því um tvískiptingu, sem
titill bókarinnar felur í sér, að
ræða. Nostalgíukennt yrkisefni
þar sem litið er til fyrri ára og
notkun áðurnefndra forma mód-
ernismans og þess að ljóðin eru
gefin út 2005. Ljóðmælandann
skynjar maður sem, kannski ekki
gamlan, en alltént eldri en tvæ-
vetra (sbr. höfundarnafnið der
Alte: gamall á þýsku) og er eink-
um dvalið við fortíðina þótt ljóst
sé að tímarnir séu nýir. Er þessi
tónn sleginn strax í upphafsljóðinu
þar sem segir: „væri ég örlítið
yngri/myndi ég hrekja nútímann í
burtu með naglaspýtu/eða priki/
eða kekkjótum hrákaslummum“
(7).
Að mörgu leyti tekst ágætlega
upp. Þó er ekki hægt að segja að
ljóðin nái tangarhaldi á lesand-
anum og sumt er frekar ódýrt
kveðið, þótt færa megi að því rök
að bernsk stemmningin kalli á
slíkt. Það er fremur að þau eigi
sína spretti og suma frekar fína
og jafnvel skondna eins og: „aldrei
myndi kona eins og þú/ilma af
manni eins og mér“ (51). Og vel
tekst t.d. upp í ljóðinu „Í Öskju-
hlíðinni“ þar sem „spæla sig meyj-
ar á steini“ og „hnakkar drengja/
varðveita sólina“ (31). Það er líka
kannski svo að æskilegra sé að
líta á bókina heildrænt stemmn-
ingarlega séð fremur en frá ljóði
til ljóðs. Og sé það gert virkar
hún betur en ella. Það breytir þó
ekki því að hún er ekki sérlega
kraftmikil og fæst ljóðin halda al-
mennilega dampi. Hræringur hins
gamla og nýja er ekki að virka
nægilega vel. Hið gamla er til
þess einhvern veginn full ríkjandi.
Það mætti því segja að titillinn sé
að vissu leyti réttnefni; eitthvað
gamalt og hið gamla er sjaldnast
kraftmikið eða ögrandi á nýjum
tímum.
Gamalt, ekki svo nýtt
Morgunblaðið/Árni Torfason
Örvar Þóreyjarson Smárason
BÆKUR
Ljóð
Eftir Örvar Þóreyjarson Smárason. 62
bls. Nýhil gefur út. 2005.
GAMALL ÞRJÓTUR, NÝIR TÍMAR
Ólafur Guðsteinn Kristjánsson
SJÓNHRINGUR borgarinnar er
jafnan þröngur, takmarkast við
manngert umhverfi og vélrænan
hraða. Hvort tveggja er síðan reynt
að bæta upp með lítils háttar gervi-
náttúru. Í sveitinni er sjónhring-
urinn víðari, göngulag tímans annað
og eðlilegra. Lífið er þar nálægara,
dauðinn sýnilegri. Sjálfsvitund ein-
staklingsins, sem lifir í og með nátt-
úrunni, tengist einatt árstíð og víð-
áttu. Ljóð Sigríðar Jónsdóttur ber
þess öll merki. Bók sinni velur hún
heitið Einnar báru vatn. Hvað ber að
lesa úr því? Almennt talað er vatnið
tákn lífsins. Báran af vindi vakin
getur þar á móti verið ímynd hreyf-
ingarinnar, framvindunnar, aflvak-
ans. Barnið skynjar strax og skiln-
ingarvit þess ljúkast upp að líf hvers
og eins – manns og dýrs – er ein-
stakt, byrjar með fæðingu, endar
með dauða. Og verður aldrei end-
urtekið. Sigríður yrkir um vonina,
ástina og söknuðinn í önn daglega
lífsins. Allt tekur það lit af umhverf-
inu og dulmagni verundarinnar í lif-
andi náttúru. Þar er hvaðeina ein-
stakt en jafnframt öðru háð eins og
sjálfsmyndin sem verður til af ótil-
greindum fjölda raðkvæmra mynd-
brota sem við söfnum ósjálfrátt sam-
an og getum síðan, til hagræðingar
fellt, undir hugtakið endurminning.
Ef hér er óljóst talað lýsir skáld-
konan því betur í ljóði sem ber
yfirskriftina Selsund, gagnorðu er-
indi þar sem allt er sagt en ekkert
ofsagt:
Selsund.
Ég var gestur þar.
Þar er gróið hlað.
Þar gengur móðir til hjarðar.
Þar ríkir himinninn einn.
Þar býr huldusveinn.
Þar stígur tíminn hægt til jarðar.
Ljóð er í senn feluleikur og sann-
leiksleit; eða valið milli þess að vera
eða vera ekki og þar með þrautinni
að láta lífsdæmið ganga upp. »Það er
alltaf eitthvað / sem ekki stemmir.«
Svo segir í ljóðinu Uppgjör. Og í
ljóði, sem ber yfirskriftina Ljóti
óvinur, veltir skáldkonan upp þeirri
spurningu hvort heldur óvinurinn
sæki að eða búi innra með manni
sjálfum. Að lifa er í senn að leita og
slauka sem merkir að slampast með
naumindum yfir einhvers konar
ófæru. En Slauka er raunar fyr-
irsögn eftirfarandi ljóðs:
Sökktu steini í ófæruna
Hann hverfur í vatnið.
Stefndu grjóti í djúpið.
Þú sérð það ekki,
þess sér hvergi stað.
Í golandi straumnum
á fótur þinn vissu
um festu.
þar er fært.
Legg þú orð í belg
þar sem enginn heyrir.
Láttu hjarta þitt tala
fyrir daufum eyrum.
Þegar grunur vaknar
verður trú þín vissa
og vonin tekur land.
Athyglisvert er hve hugvitlega
Sigríður getur lagt út af vanabundn-
um athöfnum í daglega lífinu eða til-
vist hversdagslegra hluta og blásið
lífsanda í einstakar kyrrlífsmyndir í
ríki náttúrunnar eða nánasta um-
hverfi, svo sem í ljóðunum sem bera
heitið: Heimboð, Draugur, Krúnu-
djásn, Áverkar, Á sumum bæjum og
Á sumardaginn fyrsta 2004.
Ljóð Sigríðar eru aldrei innantóm,
aldrei leiðinleg og yfirleitt gagnorð.
Skáldkonan hefur með öðrum orðum
góða nærveru eins og sagt er nú á
dögum. Á stöku stað hefði mátt
sleppa orði eða ljóðlínu, að vísu. Les-
andann langar að njóta getspeki
sinnar og eiga sinn tillögurétt.
Í fáum orðum sagt: Einnar báru
vatn er borið uppi af skaphita,
smekkvísi, alþýðlegu brjóstviti,
djúpri tilfinningu og skynsamlegri
rökhugsun.
Frágangur og útlit bókarinnar er
bæði vandaðra og ásjálegra en títt er
um ljóðabækur þessi árin. Hvort
tveggja er verk Bjarna Harð-
arsonar. Sá kemur víða við, enda ber
hann nú hitann og þungann af menn-
ingunni á Suðurlandi.
Gagnort
Sigríður Jónsdóttir
BÆKUR
Kvæði
Höf.: Sigríður Jónsdóttir. 80 bls. Sunn-
lenska bókaútgáfan. Selfossi, 2005
EINNAR BÁRU VATN
Erlendur Jónsson
JOHANNES V. Jensen ólst upp við
raunsæisstefnu, hvarf ekki beinlínis
frá henni en sveigðist til sýmbólisma
og annarra skyldra hugmynda sem í
gangi voru um aldamótin 1900; jafn-
vel til nokkurrar duhyggju. Hann
var tveim árum yngri en Marcel
Proust. En Proust kemur ósjálfrátt
upp í hugann við lestur bókar þess-
arar. Stíll beggja var það sem
Frakkar kalla rétrospectif. Orða-
bókahöfundum hefur gengið bögg-
ulslega að útleggja orðið. Nema þá í
lengra máli – það sé með öðrum orð-
um eitthvað sem eigi að bregða ljósi
yfir liðinn tíma, púntum. Fall kon-
ungs lýtur vissulega að löngu horfn-
um tíma. Það er að forminu til sögu-
legt verk, reist á góðum og gildum
sagnfræðilegum heimildum, gerist á
árunum í kringum 1520 þegar Danir
töpuðu Svíþjóð. En sagan líkist ekki
öðrum sögulegum skáldverkum sem
út komu um fyrri aldamót, svo sem
Quo vadis eftir Sienkievits sem afl-
aði höfundi sínum Nób-
elsverðlauna skömmu
síðar. Fall konungs er í
aðra röndina sálfræði-
róman, tilfinn-
ingaþrunginn hug-
lægur samsetningur;
lítið eitt litaður af póli-
tík; kemur ekki nýstár-
lega fyrir sjónir nú að
liðinni góðri öld frá út-
komu en þótti róttæk
og fersk fyrir sinn tíma.
Atburðarásin er ekki
rakin eftir formúlum
sagnfræðinnar. Hún er
þvert á móti séð, heyrð
og upplifuð gegnum
skilningarvit aðalsöguhetjanna. Þær
eru fyrst og fremst áhorfendur og
þolendur, en stundum líka þátttak-
endur. Þungavigt atburðanna ræðst
af því hvernig þær vinna úr reynslu
sinni. En með því að taka fyrir við-
burðarík – að ekki sé sagt örlagarík
stjórnarár Kristjáns II. – hefur höf-
undur náð í uppskriftina að mann-
legu eðli með öllum sínum frum-
hvötum og torræðu geðflækjum sem
oftar en ekki brutu sér leið upp á yf-
irborðið með hrikalegum afleið-
ingum. Síðan leitaðist höfundur við
að greina og gegnlýsa
viðfangsefnið með
sinni magnþrungnu og
margslungnu stíl-
færslu. Aðalsögu-
hetjurnar, Mikkel og
Axel, eru báðir kóngs-
ins lausamenn í orðsins
fyllsta skilningi; frum-
stæðar manngerðir og
sýnilega mótaðir með
hliðsjón af hlutverki
því sem höfundur ætl-
aði þeim í verkinu.
Báðir láta berast stað
úr stað, lifa fyrir líð-
andi stund. Óneit-
anlega svipar þeim til
umrenninga Hamsuns. Rittengsl
þurfa þó engin að vera, hvorki milli
verka né höfunda. Þetta lá í loftinu.
Áratuginn fyrir aldamótin kenndu
Skandínavar gjarnan við hið »sjæle-
lige gennembrud«. Ungir höfundar,
leiðir á glansmynd þeirri sem þjóðfé-
lagið var að taka á sig, lögðu upp í
leit að hinu upprunalega, eðlilega,
náttúrlega. Og það fundu þeir í
manngerð flakkarans sem hvergi
átti hagsmuna að gæta og naut því
hins óskoraða frelsis eins og skepn-
an í árdaga.
Johannes V. Jensen var mjög al-
þjóðlega þenkjandi persóna og alls
enginn Stórdani. Atburði liðna tím-
ans mat hann á annan veg en sagn-
fræðin. Pólitískar deilur voru á sögu-
tímanum útkljáðar með
manndrápum. Aðrar lausnir höfðu
ekki verið fundnar upp. Sagnfræð-
ingar höfðu jafnan gert mikið úr því
er áttatíu höfðingjar voru háls-
höggnir í Stokkhólmi. Hitt taldist
vart í frásögur færandi, sem Jo-
hannes V. Jensen lýsir af engu minni
nákvæmni í sögu sinni, er tvö þús-
und bændur voru brytjaðir niður á
Jótlandi. Þegar bókinni er lokað
verður lesandinn margs vísari um
mannlegt eðli á umbrotatímum en
sáralítið fróðari um hina við-
urkenndu Danmerkursögu sextándu
aldar. Slíkt er ofhlæði stílsins með
gnótt líkinga og annars konar út-
úrdúra að sagan sjálf er stundum
nær því að staðna en mjakast þó stað
úr stað með dægranna hægagangi.
Þýðingin hefur vísast verið ná-
kvæmnisverk. Hnökrar í íslenska
textanum eru ekki margir; helst að
þýðandinn hafi gripið til langra sam-
setninga þegar ekki var á öðru völ,
svo sem »ónálganlegur« og »hern-
aðarfræðilegur«. Undirritaður finn-
ur ekki í skjótu bragði orð í stað hins
fyrrtalda. Hið síðartalda útleggst að
sjálfsögðu með »herfræðilegur« sem
er löngu orðið algengt á máli frétta-
manna, tveim atkvæðum styttra.
Orðasambandið »og sem« fer ekki
heldur vel, en það kemur allvíða fyr-
ir.
Bókinni lýkur með greinargóðum
eftirmála þýðanda. Meðal annars
minnir hann á Nóbelsverðlaunin sem
Johannes V. Jensen hlaut 1944.
Styrjaldarlok voru þá skammt und-
an. En Svíþjóð var enn innilokuð af
herjum Þjóðverja. Svíum var því
stór vandi á höndum. Johannes V.
Jensen varð fyrir valinu. Hann var
öllum þóknanlegur, líka Þjóðverjum!
Eftir stríðið varð að hvítþvo hann af
hinu síðartalda.
Að útliti er bókin hin ásjálegasta.
Kápan er bæði smekkleg og vel úr
garði gerð. Bandið er þar á móti lé-
legt, bókin sligast við lesturinn eins
og títt var um íslenskar bækur á ár-
um áður. Sjálfur textinn, sem er með
smáu letri, er á hinn bóginn allt of
daufur og grár. Lettarnir, sem
prentuðu, hafa sýnilega sparað
svertuna. Smátt letur þarf ekki að
vera illlæsilegt – ef þar er vel skýrt!
Skuggar hins liðna
BÆKUR
Skáldsaga
eftir Johannes V. Jensen með teikningum
eftir Sikker Hansen. Þýð. Atli Magn-
ússon. 217 bls. Reykjavík, 2005.
FALL KONUNGS
Erlendur Jónsson
Johannes V. Jensen