Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 40

Morgunblaðið - 02.01.2006, Page 40
40 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 MORGUNBLAÐIÐ RUMOR HAS IT kl. 1.40 - 3.45 - 5.50 - 9 - 11.10 RUMOR HAS IT VIP kl. 9 - 11.10 CHRONICLES OF NARNIA kl. 1 -2 -3 -4 -5 -6 -7 -8 -10 -11.10 CHRONICLES OF NARNIA VIP kl. 3 - 6 KING KONG kl. 6 - 8 - 11 B.i. 12 ára. HARRY POTTER OG ELDBIKARINN kl. 3 B.i. 10 ára. Litli Kjúllin M/- Ísl tal. kl. 1 Rumor Has It kl. 1.50 - 3.50 - 5.50 - 8 og 10.05 The Chronicles of Narnia kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 og 10.45 KING KONG kl. 4 - 8 og 10 b.i. 12 ára Harry Potter and the Goblet of Fire kl. 2 - 5 - 8 og 10.45 b.i. 10 ára Litli Kjúllinn (Chicken Little) kl. 2 íslenskt tal La Marche de L´empereurkl. 2 UPPLIFÐU STÓRFENGLEGAS BYGGÐ Á SÍGILDUM ÆVINTÝRABÓKUM C.S. Byggð á sönnum orðrómi. Jennifer Anistion fer á kostum í þessari frábæru rómantísku gamanmynd. Með Óskarsverðlauna hafanum Shirley MacLaine og Kevin Costner. sýningartímar gilda fyrir 1-3 . janúar sýningartímar gilda fyrir 1-3 . janúar C K JU MORGUNBÍÓ SAMBÍÓ ÁLFABAKKAHÁSKÓLABÍÓ Í FYRRA var það Spaugstofan sem réð ríkjum við gerð Áramóta- skaupsins, nú var komið að húm- oristum mestmegnis úr hópi kvenna að setja mark sitt á þetta vinsælasta sjónvarpsefni ársins. Sem dæmi um mikilvægi þessarar árlegu uppákomu má nefna að þangað er farið að leita að tilnefn- ingum og verðlaunahöfum í að- algreinum sjálfra Edduverð- launanna. Ekki veit ég hvort leyndist ein- hver hugsanlegur Edduþegi í skaupinu 2005, en þar var einn senuþjófur öðrum fremur og hann er allavega Edduson. Björgvin Franz Gíslason brá sér í allra söng- fugla líki og stóð sig vel eins og hann á kyn til í báða leggi. Ferskir vindar eru nauðsynlegir Áramótaskaupi, sem aldrei fyrr. Lengi vel héngu menn yfir tækinu og létu allt yfir sig ganga, innihald- ið skipti ekki sköpum. Ein rás, einn miðill og kylfa réð kasti um útkom- una. Meðalskaup fær mann til að brosa nokkrum sinnum, sjaldan til að hlæja upphátt og þannig leið uppákoman. Fyrir utan söngatriðin hans Björgvins rann það óvenju há- punktalaust hjá þó það væri sjald- an beinlínis leiðinlegt. Það var af- skaplega vel til fundið að setja það í gjörgæslu kvennalandsliðsins sem einnig myndaði rammann utan um framvinduna. Þar með var tryggt að yfirbragðið og húmorinn var á öðrum nótum en oft áður. Handritshöfundarnir héldu sig efnislega við hefðbundna forskrift, atburði ársins í spéspegli. Til allrar guðs lukku hvíldu þeir áhorfendur að mestu leyti á gömlu lummunum, ríkisstjórninni, Bessastaðabónd- anum og öðrum fastagestum, en beindu spjótum sínum að öðrum skotmörkum. Mikið grín var gert að einhverju sauðslegasta skemmtiefni sem sést hefur á skjánum og nefndist við hæfi „Íslenski batsjelorinn“. Hann fékk þó allavega útreið þetta kvöld- ið, þó rósirnar gengju ekki út. Ædólið kom einnig talsvert við sögu, þar sem Björgvin Franz fékk að blómstra, sem fyrr greinir. Þá var skopast lítillega að Markúsi Erni (enda stafar lítil hætta af hon- um lengur), Auðuni Georg (ef ein- hver man hann). Hannesi Hólm- steini og Jónínu Ben, Öllu í drasli og ellilífeyrisþegum, fasteigna- möngurum og lánastofnunum, Oprah og Pétri Blöndal, og svo mætti lengi telja. Minni frá liðna árinu flugu hjá, hvert af öðru og gleymdust yfirleitt jafnóðum. Skaupið ’05 var ósköp smekklegt (ef undan er skilið lánlítið skop um færeyska gimsteininn Eivöru), satt best að segja veit ég ekki hvort það er lof eða last því það var jafnframt heldur flatneskjulegt úr fjarlægð. Eitt atriði fannst mér virka full- komlega; bíóferð móðurinnar, kol- ruglaðrar í skipulagshrærigraut borgarinnar við sundin. Glatt en frekar flatt SJÓNVARP RÚV Leikstjóri: Edda Björgvinsdóttir. Handrit: Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Halldóra Geirharðsdóttir, Hallgrímur Helgason, Helga Braga Jónsdóttir, Hlín Agnarsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Stefán Karl Stefánsson, Unnur Ösp Stef- ánsdóttir. Stjórn upptöku: Kristín Jóns- dóttir. Umsjónarmenn: Helga Braga Jóns- dóttir, Kristín Pálsdóttir. Kvikmyndataka Björn Helgason. Klipping og samsetning: Kristín Pálsdóttir og Steinþór Birgisson. Aðalleikarar: Björgvin Franz Gíslason, Björk Jakobsdóttir, Edda Björgvinsdóttir, Eggert Þorleifsson, Halldóra Geirharðs- dóttir, Helga Braga Jónsdóttir, Hilmir Snær Guðnason, Hjálmar Hjálmarsson, Margrét Vilhjálmsdóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Ólafur Darri Ólafsson, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sólveig Arnarsdóttir, Þórhallur Sigurðsson. Sjónvarpið 31. des. 2005. Ísland 2005. Áramótaskaupið Group 2005 „Meðalskaup fær mann til að brosa nokkrum sinnum, sjaldan til að hlæja upphátt og þannig leið uppákoman,“ segir m.a. í dómi. Sæbjörn Valdimarsson Fáðu úrslitin send í símann þinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.