Morgunblaðið - 02.01.2006, Qupperneq 44
KARL Sigurbjörnsson, biskup Íslands, gerði
hjónavígslu samkynhneigðra að umtalsefni í
nýárspredikun sinni í gær. Hann sagði að Þjóð-
kirkjan hlyti að hika við, engin kirkja hefði stig-
ið slíkt skref. Hann sagðist treysta Alþingi og
ríkisstjórninni til að fara með gát og leyfa
hjónabandinu að njóta vafans.
Biskup sagði í upphafi er hann vék að þessum
málum að Þjóðkirkjan hefði lengi staðið fyrir
samtali um málefni samkynhneigðra og fagnað
réttarbótum þeim til handa. „Ég ítreka að Þjóð-
kirkjan stendur heilshugar með samkyn-
hneigðum sem einstaklingum og réttindum
þeirra í samfélaginu,“ sagði hann.
Hann sagði síðan að ýmsir kölluðu eftir nýrri
skilgreiningu á hjúskap og hjónabandi, þar sem
kyngreining skuli afnumin. „Þjóðkirkjan hlýtur
að hika við gagnvart því að viðurkenndum
grundvallarhugtökum og viðmiðum sé þannig
breytt. Engin kirkja hefur stigið slíkt skref.
Um þetta hefur verið deilt á vettvangi kirkj-
unnar hér sem annars staðar.“
„Þjóðkirkjan
hlýtur að hika við“
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLUNNI 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181,
ÁSKRIFT-AFGREIÐSLA 569 1122, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI 1 MÁNUDAGUR 2. JANÚAR 2006 VERÐ Í LAUSASÖLU 220 KR. MEÐ VSK.
DÆLUR
FYRIR FISKELDI
Sími 568 6625
FYRSTA barn ársins 2006 fæddist á Landspítalanum
í Reykjavík 34 mínútum eftir miðnætti á gamlárs-
kvöld. Foreldrarnir eru Jörgen Ívar Sigurðsson og
Anna Lilja Stefánsdóttir. Þeim fæddist 16 marka
drengur og gekk fæðingin vel að sögn móðurinnar.
„Ég var komin á spítalann um þrjúleytið á gamlárs-
dag og hann fæddist um hálfeitt um nóttina. Það eru
allir hressir og allt í góðu,“ sagði Anna Lilja. „Það er
ofsalega gaman að eiga fyrsta barn ársins. Mig grun-
aði þó ekki að drengurinn kæmi á þessum tíma því
ég reiknaði með að hann kæmi tveimur vikum fyrir
tímann. Ég var sett þann þrítugasta desember og
hann fæddist því á réttum tíma,“ sagði hún. Fyrir
eiga Anna Lilja og Ívar soninn Júlían Vigni.
Morgunblaðið/Ómar
Fyrsta barn ársins 16 marka drengur
94 SJÚKLINGAR, sem lokið hafa
meðferð á Landspítala – háskóla-
sjúkrahúsi, eru enn inniliggjandi
eða rúmlega 11% allra legusjúk-
linga sem liggja að jafnaði inni á
sjúkrahúsinu. Samtals hefur þessi
hópur legið inni í um 12.000 daga að
lokinni meðferð. Flestir eru aldrað-
ir og bíða eftir hjúkrunarheimili eða
75 manns en yngri einstaklingar eru
á annan tug og bíða eftir búsetuúr-
ræði á vegum svæðisskrifstofa.
Ekki er útlit fyrir að ástandið
viðeigandi deildum og auk þess
skapast vandamál við að sjúklingar
fái ekki rúm á stofu og þurfa því að
dvelja á göngum sjúkrahússins.
En sjúklingar sem bíða útskriftar
eiga auk þess rétt á annars konar
aðbúnaði en þeir fá á sjúkrahúsinu.
„Sjúklingur sem hefur lokið með-
ferð á náttúrlega ekki að vera mán-
uðum saman á bráðasjúkrahúsi, það
er ekki góð þjónusta,“ segir Anna
Lilja. „Þessir einstaklingar eiga rétt
á að vera í heimilislegu umhverfi í ró
og næði.“
unarheimili er u.þ.b. 14 þúsund kr.
Samkvæmt upplýsingum frá
LSH þarf rúmlega helmingur þess-
ara sjúklinga að bíða í meira en 90
daga á stofnuninni að lokinni með-
ferð. Ríkisendurskoðun segir í nýrri
skýrslu sinni um starfsemi LSH á
árunum 1999–2004, að sé gengið út
frá að meðalbiðtími biðsjúklinganna
sé 90 dagar sé kostnaður á hvern
sjúkling á bilinu 2,7–4,5 m.kr. Fyrir
94 sjúklinga þýðir þetta því 254–423
m.kr.
Að auki leiðir útskriftarvandinn
til þess að sjúklingar sem bíða eftir
þjónustu spítalans komast ekki að á
breytist að neinu marki fyrr en nýtt
hjúkrunarheimili verður tekið í
notkun í Mörkinni árið 2007, sam-
kvæmt upplýsingum Önnu Lilju
Gunnarsdóttur, framkvæmdastjóra
fjárreiðna og upplýsinga á LSH.
Kostnaður á bilinu
250–420 milljónir króna
Áhrifin af vandanum eru margs
konar. Kostnaður meðallegudags á
LSH er a.m.k. 2–3 sinnum meiri en
t.d. meðaldaggjald á hjúkrunar-
heimili. Áætlaður kostnaður hvers
meðallegudags á LSH er 30–50 þús-
und kr. en meðaldaggjald á hjúkr-
Um 90 sjúklingar á LSH bíða eftir hjúkrunarrýmum og öðrum úrræðum
Hafa legið inni í 12 þús-
und daga eftir meðferð
Eftir Sunnu Ósk Logadóttur
sunna@mbl.is
Um 11% | 10
ÓLAFUR Ragnar Grímsson, forseti Íslands,
sagði í nýársávarpi sínu að enn skorti verulega
að bætt hefði verið úr brýnni þörf í dvalar- og
hjúkrunarmálum aldraðra. Hann sagði að hér
þyrftu allir að leggjast á árar, Alþingi og sveit-
arstjórnir, hagsmunasamtök og atvinnulífið.
Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra gerði
málefni aldraðra einnig að umtalsefni í ávarpi
sínu á gamlársdag. Hann sagði m.a. að aldraðir
ættu að geta notið ævikvöldsins með reisn og
helst sem lengst á eigin heimili og meðan heilsan
leyfði úti í atvinnulífinu.
Ólafur Ragnar sagði að það væri til marks um
siðmenningu hverrar þjóðar hvernig hún byggi
öldruðum ævikvöldið og gerði þeim kleift að
njóta áranna sem eftir væru. „Margt hefur vel
verið gert á þessu sviði og við hjónin höfum í
heimsóknum okkar víða um land séð glæsileg og
vel búin húsakynni, hitt áhugasamt starfsfólk
sem kappkostar að auðga líf heimilismanna.
Engu að síður skortir enn verulega að bætt hafi
verið úr brýnni þörf,“ sagði hann.
Hann sagði að afkoma og aðbúnaður aldraðra
þyrfti að færast einna fremst í forgangsröð.
Nefnd fjalli um matvælaverð
Halldór Ásgrímsson kom víða við í ávarpi sínu
og sagði m.a. að ekki yrði við það unað til fram-
tíðar að matvælaverð á Íslandi væri langt um-
fram það sem væri í grannríkjunum. Því hefði
hann ákveðið að setja á fót nefnd með fulltrúum
stjórnvalda, aðilum vinnumarkaðarins og sam-
tökum bænda til að skoða og skilgreina ástæður
þessa og koma með tillögur um úrbætur.
Þá kom fram í ávarpinu að hann hefði ákveðið,
í tilefni 75 ára afmælis Þjóðgarðsins á Þingvöll-
um, að efnt skuli til hugmyndasamkeppni á árinu
um framtíð nánasta umhverfis Valhallar.
Nýársávörp forsætisráðherra, forseta og nýárspredikun biskups
Bætt verði úr brýnni þörf
í málefnum aldraðra
Áramótaávörp | 21 og miðopna
STARFSMENN á slysa- og bráðadeild
Landspítalans í Fossvogi verða oftar en
áður fyrir ógnunum og árásum af hálfu
þeirra sem þangað leita. Í vaxandi mæli
er um að ræða menn sem koma á slysa-
deildina um helgar undir áhrifum örv-
andi fíkniefna og þessum mönnum
fjölgar eftir því sem lengra líður á nótt-
ina. Kristín Sigurðardóttir, læknir og
fræðslustjóri á slysadeild, telur að
lengdur afgreiðslutími veitingastaða
hafi meðal annars ýtt undir aukna fíkni-
efnaneyslu og vill að hann verði styttur
á nýjan leik.
„Ég held því ekki fram að fíkniefna-
vandinn sé til kominn vegna þess að af-
greiðslutími veitingahúsa var lengdur.
En með því að lengja afgreiðslutímann
sendu borgaryfirvöld út þau skilaboð að
það væri bara allt í lagi að drekka leng-
ur og þar af leiðandi meira,“ segir
Kristín.
Lægra verð á áfengi
fyrir miðnætti?
Kristín segir að lenging afgreiðslu-
tímans hafi haft ýmis neikvæð áhrif og
því sé eðlilegt að huga að því að stytta
hann á nýjan leik.
„Það hafði sína galla að fá alla út á
sama tíma en í staðinn fyrir að lengja
afgreiðslutímann, mátti ekki frekar
skipta veitingastöðum í flokka þannig
að sumir loki klukkan eitt, aðrir klukk-
an tvö og svo framvegis? Og má ekki
kanna möguleika á því að lækka verð á
áfengi fyrir miðnætti? Þetta þyrfti ekki
endilega að vera dýrara fyrir veitinga-
húsaeigendur því í staðinn gætu þeir
lokað stöðunum fyrr,“ segir Kristín.
Verða oft-
ar fyrir
ógnunum
og árásum
Telur lengri | 12
Áhrif lengri afgreiðslu-
tíma veitingahúsa
GERT er ráð fyrir að um 800
íbúðir verði byggðar á líðandi
áratug í Fjarðabyggð og hafa
aldrei verið jafnmiklar bygging-
arframkvæmdir á Austurlandi og
um þessar mundir.
Í aðalskipulagi Fjarðabyggðar
fyrir árin 2000 til 2010 hefur ver-
ið ráðstafað lóðum fyrir 798 íbúð-
ir og hafa 220 þeirra þegar verið
byggðar. Um er að ræða 159
íbúðir á Eskifirði, 79 í Neskaup-
stað og 560 á Reyðarfirði, en þar
rúmlega tvöfaldaðist íbúafjöldinn
á liðnu ári með tilkomu starfs-
manna við byggingu álversins.
Auk mikillar uppsveiflu í
íbúðabyggingum í sveitarfélaginu
hafa verið byggð eða eru í
byggingu iðnaðar- og þjónustu-
hús í Fjarðabyggð á 35 lóðum,
samtals rúmlega 32 þúsund fer-
metrar.
Aldrei
meira
byggt
eystra
Fasteignablaðið
Morgunblaðið/Ómar
METÞÁTTTAKA var í Gamlárshlaupi ÍR
að þessu sinni, en alls luku 439 hlauparar
keppni. Orkuríkir drykkir eru hlaup-
urunum nauðsyn á leiðinni og eins gott
að hafa allt tilbúið þegar þeir hlaupa
hjá. | Íþróttir
Orka fyrir ára-
mótahlaupara