Réttur - 01.06.1946, Side 3
RÉTTUR
83
ræna annan, ef margir menn eru látnir vinna með léleg-
um verkfærum það verk, sem einn gæti unnið með góðu
tæki, ef skipulagsleysi á framleiðslu og verzlun hindrar
þau afköst vinnunnar, sem eru undirstaða allrar vel-
megunar.
Sósíalistaflokkurinn hóf það verk 1944 að sameina
þjóðina til slíks átaks, til þess að hefja lífsafkomu al-
þýðunnar á hærra stig og tryggja efnahagslegt sjálf-
stæði og menningu þjóðarinnar. Afturhaldsöfl yfirstétt-
arinnar hafa reynzt drjúg í að tefja það verk og spilla
því, en mikið hefur samt á unnizt — og þó er það aðeins
byrjunin.
6. nóvember 1946 lagði Sósíalistaflokkurinn fram til-
lögur sínar, um hvernig áfram skyldi halda. Eru þær
grundvöllur að stjórnarsamstarfi, settar fram í 12
manna nefndinni. Tillögurnar fara hér á eftir:
Ufaniíkis- og sjálfstæðismál
1. Staðið skal gegn öllum frekari ágangi á yfirráðarétt Is-
lendinga yfir landi sínu. Staðið sé vel á verði gegn mis-
beitingu þeirra sérréttinda, sem erlent ríki hefur fengið á
landinu. Samningnum við Bandaríkin um Keflavíkurflug-
völlin.i sé sagt upp, strax er íslendingar hafa rétt til þess.
2. 1 samstarfi við hinar sameinuðu þjóðir skal þess vandlega
gætt að gerast ekki beint eða óbeint þátttakendur í einni
,,blökk“ stórvelda gegn öðrum. Kappkosta skal að taka
sjálfstæða málefnalega afstöðu í þeim málum, er fyrir
koma á þingi hinna sameinuðu þjóða. Samkomulag sé haft
innan stjórnarinnar um afstöðu þá, er ísland tæki til allra
veigameiri mála á þingi sameinuðu þjóðanna.
3. Teknir séu upp samningar nú þegar við aðrar þjóðir um
að tryggja íslandi viðurkenningar á 10 mílna landhelgi.
Sendinefndir séu sendar í þessu skyni til Bandaríkjanna,
Sovétríkjanna og Bretlands. Jafnframt sé leitað samninga