Réttur - 01.06.1946, Page 4
84
RÉTTUR
um einkarétt Islendinga til fiskveiða á landgrunni Islands.
Engin sérréttindi verði veitt öðrum þjóðum, hvað snertir
veiði liér við land.
4. Utanríkisþjónusta Islands sé efld og bætt samkvæmt sér-
stöku samkomulagi ríkisstjórnarinnar.
5. Leitazt sé við að koma á sérstöku samkomulagi við Norð-
menn, Færeyinga og ef til vill aðrar fiskveiðaþjóðir um
samstarf um fiskrannsóknir, fiskframleiðslu og sölu og
kjör og réttindi fiskimanna.
C. Stefnt sé að því að útvega Islandi markaði sem víðast
fyrir vörur sínar, en sérstök áherzla sé lögð á að efla
viðskiptasambönd við þau lönd, sem tryggt geta oss ör-
ugga framtíðarmarkaði án liættu á viðskiptakreppum og
markaðshruni.
7. Utanríkisverzlun þjóðarinnar sé stjórnað þannig, að þjóð-
in cigi alltaf nokkurn gjaldeyrisvarasjóð bæði með tilliti
til nýbyggingar atvinnulífsins og vegna efnahagslegs sjálf-
stæðis þjóðarinnar.
8. Það sé stefna ríkisstjórnarinnar að forðast að taka lán
crlcndi3 nema um stuttan lánsfrest á ákveðnum fram-
leiðslutækjavörum væri að ræða og þá einungis fyrir verð-
mæti varanna sjálfra.
9 Tryggja skal að stóriðjufyrirtæki landsins séu óháð er-
lcndum auðhringum um framleiðslu sína og sölu.
Nýsköpun aívinnulífsins
1. Heildarstjórn á nýsköpun atvinnulífsins.
2. Seðlabanki Islands og bankarnir.
3. Innkaupastofnun þjóðarinnar.
4. Ríkisrekstur.
5. Ráðstafanir til efiingar sjávarútvegsins.
G. Raforka og stóriðja.
7. Byggingastofnun ííkisins.
8. Lnndbúnaöurmál.