Réttur - 01.06.1946, Side 6
RÉTTUR
86
f) Að ákvarða um fjárfestingu í byggingum, hve mikil hún
skuli vera í atvinnufyrirtækjum og mannvirkjum atvinnu-
lífsins, íbúðarhúsum, opinberum byggingum og öðrum.
Stjórnin á þessari fjárfestingu sé framkvæmd með leyfum
til að hefja byggingar, er sé lögbundið skilyrði til þess
að fá byggingarefni. Þau séu veitt af eftirtöldum aðilum
samkvæmt heildarákvörðun ráðsins, er gerð sé í samráði
við þá:
1. Ráðið sjálft fyrir atvinnustöðvar og mannvirki atvinnu-
lífsins.
2. Byggingarstofnun ríkisins fyrir íbúðarhús í bæjum,
fyrirhuguðum bæjum og opinberar byggingar.
3. Nýbýlastjórn fyrir sveitirnar.
Höfuðstefna ráðsins um staðsetningar bygginga skal nán-
ar ákveðin.
g) Stofnlánadeild sjávarútvegsins við Landsbanka Islands og
fiskvéiðasjóður sameinaðir í eitt undir stjórn ráðsins með
scrstökum framkvæmdastjóra.
h) Gjaldeyriseftirlitið með bönkunum sé í höndum bankaráðs
þessa.
i) Hagskýrslugerð landsins verði endurskipulögð, í því skyni
að hún geti gefið sem fullkomnasta mynd af atvinnulífi
og þjóðfélagsþróun. Kallaðir verði sérfróðir menn til að
gera tillögur um þá endurskipulagningu.
** i
2. Seðlabanki íslands og bankamir
a) Settur sé á stofn sérstakur Seðlabanki Islands, er hafi einn
seðlaútgáfuréttinn og stjórni í krafti hans og yfirráðanna
yfir gjaldeyrinum banka- og peningapólitík landsins í
samræmi við ákvarðanir bankaráðsins. Hlutverk seðla-
bankans er að sjá um fjárhagslega framkvæmd áætlan-
anna.
Seðlabankinn yfirtekur núverandi seðlabanka Lands-
þanka Islands með öllum eignum hans, gullforða o. s. frv.