Réttur - 01.06.1946, Side 8
83
RÉTTUE
4. Ríkisrekstur
Ríkið eða bæjarfélög taki að sér rekstur ákveðinna fyrir-
tækja eða framleiðslugreina, sem hagkvæmt er að séu á
einni hendi, eða skila óeðlilega miklum gróða og verða ör-
fáum cinstaklingum að féþúfu.
5. Ráðstaíanir til eílinaar siávarútveainum
Eftirfarandi ráðstafanir verði gerðar til þess að efla sjáv-
arútvcg og fiskiðnað í landinu:
A. öflun fiskiskipa:
a) Keyptir verði til 1950 25—30 togarar til viðbótar þeim,
scm þegar liafa verið kcyptir. Bæjarfélög og svcitarfélög,
sem vilja koma á togaraútgerð hjá sér og þarfnast fjár-
liagslegrar aðstoðar, skulu ciga þess kost að fá lán fyrir
öllu kaupverði skipanna, enda hafi það ráð, sem það hlut-
verk hefur með höndum, samþykkt staðsetningu þeirra.
b) Bátar þeir, sem smíðaðir hafa verið á vegum ríkisstjórn-
arinnar eða cru í smíðum á hennar vegum bæði innan
lands og utan, verði seldir með þeim kjörum, að útvegs-
menn cða útgerðarfélög geti keypt þá.
c) Aflað verði skipa, sem til þess eru fallin að stunda á þeim
selvciðar frá fslandi annað hvort með því, að ríkið reki
veiðarnar sjálft eða styðji félag eða einstaklinga til þess
og geri auk þcss ráðstafanir, til þess að hægt sé að vinna
úr aflanum.
d) Ríkið láti byggja hvalvinnsluskip og hvalbáta til hval-
veiða á suðurhöfum með tilliti til þess, hve hagkvæmt er
að hafa hvalfciti til blöndunar á síldarfeiti til smjörlíkis-
framlciðslu.
B. Efling sjávarútvegsiðnaðar:
a) Ríkið reisi fiskiðjuver á eftirtöldum stöðum á næstu tveim
árum: