Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 11

Réttur - 01.06.1946, Side 11
RÉTTUR 91 nefnd annast rekstur á, þar sem hægt er að reyna ýmsar nýjungar á síldarsöltun og miðla reynslu til annarra salt- enda. h) Hraðað verði sem allra mest byggingu tunnuverksmiðja þeirra, sem ákveðið hefur verið að reisa á Siglufirði og Akureyri. Þá skulu og byggðar tunnuverksmiðjur, þar sem söltun er svo mikil, að það teljist hagkvæmt og skal stefnt að því, að allar síldarUmnur, sem notaðar eru hér á landi, séu smíðaðar innan lands. i) Hraðað verði sem allra mest byggingu síldarniðursuðu — og niðurlagningarverksmiðju þeirrar, sem ákveðið hefur verið að reisa á Siglufirði. C. Hafnir og viðlegupláss fyrir bátaútveginn: a) Lögð verði megináherzla á að hraða sem mest byggingu hafna á þeim stöðum, sem hægt er að stunda vetrarver- tíðarveiðar frá, með það fyrir augum, að allir bátar geti farið á vetrarvertíð á fiskisælustu miðin. 1 þessu skyni skal og byggja við hafnir þessar verbúð- ir og íbúðir, er fullnægi bátaflotanum, og skal annaðhvort ríkið sjálft byggja þessi mannvirki eða viðkomandi hafnir með aðstoð ríkisins. b) Hraðað skal, svo sem frekast er unnt, byggingu landshafn- ar í Njarðvík og Keflavík, svo sem ákveðið hefur verið, c) Höfn í Hornafirði verði gerð að landshöfn og hafnarmann- virki gerð þar og hafskipabryggja byggð. d) Bætt verði úr hafnarþörf út-Snæfellsness með því að byggja landshöfn á Rifi á Snæfellsnesi, og séu jafnframt gerðir góðir vegir, er tengi Ólafsvík og Hellissand við Rif og tengi Rif við þjóðvegakerfið utan við Jökul. Jafn- framt verði komið upp verbúðum og mannaplássum fyrir bátana og lagður grundvöllur að bæjarmyndun. h

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.