Réttur - 01.06.1946, Side 42
122
RÉTTUR
hyggst að koma í framkvæmd miklum áætlunum um
virkjagerð á eyjunum. Finnska stjórnin hefur neitað að
verða við þessum fyllilega réttmætu óskum og synjað um
allar upplýsingar. Auðsætt er, að viðbárur um hernað-
arleyndarmál, sem fylgja neituninni, eru harla lítilvæg-
ar. . . . Sovétstjórnin telur Álandseyjamálið mjög mik-
ilvægt, einkum með tilliti til síðustu viðburða í alþjóða-
málum. Við getum ekki sætt oss við neinar tilraunir í þá
átt að einskisvirða hagsmuni Sovétríkjanna í þessu máli,
sem er svo afdrifaríkt fyrir landvarnir vorar“.
Afstaða finnsku stjórnarinnar var í senn heimsku-
leg og ögrandi. Annars vegar rauf hún alþjóðlegt sam-
komulag fyrir áskoranir Þjóðverja. Hins vegar neitaði
hún að gefa Sovétríkjunum nokkra skýringu, en þau
voru sá aðilinn, er mest átti í hættu, ef eyjarnar yrðu víg-
girtar þvert ofan í gerða samninga. Þetta var eitt af
þeim atvikum, sem kom Rússum til að efast enn meir um
heilindi Finna og vilja þeirra til að vera góðir grannar.
Það olli og því, að krafan um öryggi við Finnska flóann
var nú höfð meira á oddinum. Og þetta varð eitt afdrifa-
ríkasta skrefið, er leiddi til öngþveitis og árekstra undir
árslokin 1939. Þetta verðum við að minnsta kosti að
reyna að láta okkur skiljast nú, þótt seint sé.
Ekki batnaði ástandið við samningaumleitanirnar milli
Sovétríkjanna og Vesturveldanna. Ráðstjórnin krafðist
þess þá, að þau ásamt Frakklandi og Bretlandi skyldu
ábyrgjast, að hvorki Lettland, Eistland né Finnland yrðu
notuð sem stökkpallur til árásar gegn Sovétríkjunum, ef
Þjóðverjar hæfu innrás. Samábyrgð þessi skyldi koma
til framkvæmda, ef Þjóðverjar settu lið á land í þessum
ríkjum. Ætla mátti, að Finnum þætti sér hagur í slíku,
en afstaða finnsku stjórnarinnar var með öllu neikvæð.
Hún fór f jandsamlegum orðum um granna sinn í austri
og gerði enn erfiðara fyrir um samkomulag milli Sovét-
ríkjanna og vesturveldanna.