Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 44
124
KÉTTUR
mánuðum traðkað niður frelsi og sjálfstæði tékknesku
þjóðarinnar, — þannig hneigði hann sig og bugtaði mið-
sumars 1939. Styrjöldin var á næstu grösum, og þá gat
hann ómögulega stillt sig um að legg.ja áherzlu á, að lier-
foringjar Finna væru gamlir hermenn úr ])ýzka hemum.
Þó var Erkko ekki í þeirra tölu, er einhæfastir voru í af-
stöðu sinni. Hann var að vísu með Þýzkalandi, en hann
var jafnvel enn meira með Englandi. Helzt hefði hann
kosið, að þessi ríki hefðu getað komið sér saman um
sameiginlega stefnu í austurvegi. En fyrst og fremst var
hann mótsnúinn Rússlandi. Það var hörmulegt, að for-
ystan í utanríkismálum Finnlands skyldi vera þann veg
vaxin í þeirri pólitísku kreppu, sem nú fór að höndum,
þar sem taka varð afstöðu til krafna Sovétríkjanna um
öryggi við Finnska flóa.
Það var á sigurárinu 1945, 27. október, á hátíðisdegi
bandaríska flotans, að forseti Bandaríkjanna, Harry
Trumann, hélt ræðu. Hann ræddi um pólitísk markmið
Bandaríkjanna og lýsti yfir, að Bandaríkin ágirntust
ekkert frá öðrum þjóðum, — en tehlu sig hafa rétt til
að hafa þar flotastöðvar, seni þau teldu sér nauðsynlegt
öryggis síns vegna. Ræðu hans var fagnað víðsvegar um
Vestur-Evrópu og talin ágætt sýnishorn um afstöðu
hófsams og lýðræðissinnaðs stjórnmálamanns. Nú var
reyndar kominn á friður í heiminum, en þó töldu Banda-
ríki Norður-Ameríku sig eiga rétt á að kref jast hernaðar-
stöðva víðsvegar um jarðkringluna. ísland hefur verið
tilnefnt og Grænland sem og ýmsar eyjar og eyjaklasar
bæði í Atlanzhafi og Kyrrahafi. Og liggja allir þessir
staðir allfjarri innsiglingunni við Long-Island og flota-
höfninni í Brooklyn. En nú er allt í lagi, heimurinn þarfn-
ast öryggis.
En menn hafa ekki alltaf verið svona frjálslyndir.
Ónei. Einu sinni var annað stórt ríki, sem varð að hugsa