Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 50

Réttur - 01.06.1946, Side 50
130 KÉTTUR fangaklefa eða kirkjugarða. Á stórum auglýsingaspjöldum um söngleiki hoppuðu dökicbiáar manneskjur, og fólkið, sem fram hjá gekk virtist herma eftir skrípalátum þeirra, — en undir öllu þessu, eins og sofandi haf, lágu heimarnir, sem enn lifðu í Kassner, hann har í sér síafturkvæmar titrandi öldusveiflur þeirra. Hann átti erf- itt með að hrista af sér doðann. Fleiri matarbúóir og fatabúöir, gluggi, fullur af ávöxtum, ó, dýrðlegu ávextir, þrungnir öilum anda og safa jaroarinnar! Fyrst af öllu varð hann að hitta önnu. Samt brá hann sér inn i tóbaksbúð, keypti nokkrar sígarettur, kveikti strax i einni, en fann í gegnum tóbaksreykinn sama þokulieiminn, — hattabúð, glugga fullan af undarlegum leðurmunum, úrsmíða- verkstæði (menn seldu meira að segja klukkustundir.. . . klukku- stundir sinar utan fangaklefanna), kaffihús. Fólk. I>að var enn til. l)að hafði haldið áfram að iifa meðan hann sökk niður í helheima. Hann athugaði fólkið með samskonar misleit- um tilfinningum og gripu hann eitt sinn í stríðinu, þegar hann rakst á sýningarglugga með allavega skrípahlutum, á hvítum sal, blóðstökktum. Hér mættust verkamannahverfin og hverfi mið- stéttarfólksins. ... Var hann meðal vina eða fjandmanna — eða rneðal fólks, sem var sama urn hann? Til voru menn, sem þútu gott að vera saman í hálfvelgju og hálfvináttu, og aðrir, ser.i reyndu með þolinmæði eða ofsa að knýja þá, sem næst sátu til aukinnar tillátsscmi, — eða allir þreyttu fæturnir, sem á gólf stigu — eða hendur undir borðum með fingurna fléttaða. Lífið. Hið örveika líf manna, — en þarna, fast við dyrnar, stóðu þrjár konur, ein þeirra fögur, svipur hennar minnti á önnu. !>nð voru líka konur til í heiminum, en einveran hafði gert hann hriftreg- an fremur en hrifnæman. Samt langaði hann að snerta þær, ein3 og hann hafði áður langað til að klappa hundinum. þ>ví eftir þessa níu daga voru hendur hans nærri dauðar. Og einhversstaðar að baki hans veinuðu menn i fangaklefum, og maður hafði gefið líf sitt fyrir hann. Hversu fávíslegt að gefa þeim bróðurnafn, sem aðeins voru tengdir blóðböndum. Hann steypti sér út í hálfvolga þvælu sundurlausra setninga og upphrópana eins og það væri lífs- varminn sjálfur, skynsemdarlaus en undursamlegur, — hann var drukkinn af rnannúð. Hefði hann farizt um morguninn, hefði draumur hans um eilífð ef til vill einmitt verið þessi dumbungs hauststund, sem smám saman virtizt skilja frá sér mannslíf eins

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.