Réttur - 01.06.1946, Blaðsíða 57
HÉTTUR
137
klaufaleg og ósönn, en þó framar öðru brosleg, ákaflegri og grynnri
en tilfinningar þeirra, þau voru nærri skopstælingar. Aðeins þögn-
in og alger kyrrðin, sem er sterkara en nokkurt faðmlag, hefði átt
við, en hvorugt átti þrótt til þess, og þau féllust i faöma.
„Segðu mér — hvernig var það?“ spurði hún, þegar þau leystu
faðmlagið.
„Hræðilegt", sagði hann, annað ekki.
Hann gældi við höfuð barnsins og fann hökuna litlu leita lófa
hans. Hann þekkti varla drætti þessa barnsandlits. Það eina, sem
hann mundi, voru svipbrigði þess, og láður en hann sá fyrsta bros
þess, í’étt áður en hann fór, hafði tilvera barnsins ekki verið hon-
um áþreifanlegur veruleiki. En barnið fyllti hann bjartsýni og von-
um, en framar öllu mat hann það skiilyrðislausa frumstæða trausty
sem barnið bar til hans. Dag einn er hann hafði slegið á fingur
drengsins fyrir að hanga í hundinum, hafði hann leitað huggunar
i faðmi föður síns. Þungt af svefni, með mjúka hökuna í lófa hans,
virtist barnið tjá honum hve traust þess var algert, það næði
einnig til drauma þess. Fyrir barnið var Kassncr óþrjótandi fagn-
aðarefni. „1 gær, um þetta leyti....“ Kassner dró hægt til sín
höndina og bar hana upp að augunum, svo hann sá fingurna í
skimunni. Skyldu neglurnar hafa vaxið Þau fóru fram i fremra
herbergið. Hún snéri sér að honum.
„Tóku þeir gilt falska vegabréfið, þarna....“
Hann hafði kveikt. Ósjálfrátt heyktist hún í herðum; en létti.
„Ég var svo hrædd um.......“ sagði hún.
Við vindlingsglóðina hafði andlit lians sýnzt tært, en það var
svo beinabert að það breyttist ekki mikið, þó hann legði af. En
hún vissi 'fullvel um bréf frá konum fanga,_ sem þekktu ekki menn
sína aftur; frá konum, sem voru beðnar að koma meö hrein nær-
föt, af því að skyrtan sem maður honnar var i, var storkin í
blóði....“ Hann hafði orðið svo ofsahræddur".
„Tóku þeir gilt falska vegabréfið?" spurði hún ööru sinni.
Hann fann að þessar spurningar komu aftur og aftur, þó hann
væri kominn, eins og þær höfðu leitað á dag eftir dag meðan Anna
var ein.
„Nei, elcki fyrst. Seinna taldi annar maður þeim trú um að
hann væri Kassner."
Hún leit upp í svo mælahdi þögn, að hann gat svarað: