Réttur


Réttur - 01.06.1946, Side 59

Réttur - 01.06.1946, Side 59
RÉTTUK 139 getið sér til tengslanna við sorg hennar sem orð hans báru í sér, og ekkert sem tengdi þau olli henni þjáningar. „Bara að ég gæti gefið þér gleði....“ sagði hún. Hún fann að hann gat ekki fylgzt með henni, og hristi höfuðið raunamædd, svo viðkvæmnisleg og feimin, að honum skildist enn einu sinni, hve grófir karlmenn alltaf eru í ástamálum. „Líf mitt er það sem það er. Ég hef sætt mig við það, og meir að segja valið það.... Mig langaj' aðeins til að þú hafir örlítið rúm fyrir mig í þínu lífi. En ég var að hugsa um dálítið, átti við að mig langaði til að gefa þér meira en ég geri“. Kona sem hún var kunnug, fékk mann sinn lieim úr fanga- búðum. Hann vaknaði nærri á hverri nóttu, veinandi: „Sláið mig ekki". Kassner hafði lokað augunum og önnu fannst hún mundi ekki verða ólirædd þó hann svæfi. „Þær stundir koma", hélt hún áfram,' „að mér finnst það ekki þjáningin sem breytist, heldur vonin...." Hún leit upp döpur, falin augun milli langra, dökkra fcránna, og hrukkaði cnnið. Við hvert svipbrigðið af öðru tók gáfulegt andlit hennar á sig hinn þaulkunnuga skýrleik, það virtist vakna til vitundar. Nú þekkti hann aftur þessar fáu, einföldu hreyfingar, sem eru leynd- ardómur hvers andlits, þekkti tár þess, ást, nautnasvip þess; and- litsdrættir hennar gátu oröið honum svipur gleðinnar sjálfrar. Engum þeim auðmýkingum hefði hann getað orðið fyrir í fanga- klefanum, að þcssi augu hefðu ekki tekiö þær á sig líka, ef þau hefðu vitað. Þjáningardrættirnir hurfu smámsaman úr svip henn- ar, er hún hélt áfram máli sínu. „Ég hcf svo oft látizt tala við þig, að ég er enn hrædd um að ég kunni að vakna af draumi. Ég hét því aö segja ekki eitt dap- urlegt orð þegar þú kæmir. Gleðin í mór er ríkari en....“ Hún fann ekki orðið, cn handaði frá sér hcndinni og brosti i fyrsta sinn ga.rnla, brosinu, sem sýndi faUegu t'ennu.rnar hennar, Loks sagði hún, ekkí beizkjulaust. ..... en hún þorir ekki að láta á sér bæra," eins og hún væri enn hrædd. Hún hafði ekki þorað að segja þetta fyrr en nú; var það of snemmt til þess að þó ekki væri nema hugmyndin um hamingju yrði til með þeim? Lifið var að umlykja hann eins og armur hans

x

Réttur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.