Réttur


Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 15

Réttur - 01.05.1953, Qupperneq 15
RÉTTUR 103- Til mæðra með 2 böm: kr. 2125 á ári — — — 3 — — 4270 ------- — — 4 og fleiri:— 6400 - — Mæðralaun greiðast auk barnalífeyris til ekkna, frá- skildra kvenna og ógiftra mæðra. Allar þessar tillögur voru ýmist felldar eða fengu enga afgreiðslu á Alþingi. Stjórnarflokkarnir stóðu fast á móti. Það þurfti víðtækasta verkfall, sem háð hefur verið á íslandi til þess að fá nokkrar endurbætur á lögunum um almannatryggingar á þessu þingi. Með samningum við verkalýðsfélögin í desember 1952, skuldbatt ríkisstjórnin sig til að leiða í lög fjölskyldubætur með öðru og þriðja bami, en til þessa hafa þær aðeins verið greiddar, ef bömin eru fjögur eða fleiri. Miðað við vísitöluna 157 eru árlegar fjölskyldubætur með öðru barni kr. 628 og með þriðja barni kr. 942. 1 lögum þessum eru f jölskyldubætur til ekkna og ein- stæðra mæðra kallaðar mæðralaun. Tilgangurinn með þessari nafngift er tvjþættur. 1 fyrsta lagi að kom- ast hjá því að greiða f jölskyldubætur og barnalífeyri sam- tímis. Fyrir bragðið fá t. d. öryrkjar, sem hafa börn á framfæri sínu og njóta barnalífeyris, engar fjölskyldu- bætur. 1 öðru lagi, að bægja frá kröfunni um mæðralaun með því að gefa bótum, sem em alls annars eðlis, þetta nafn. Að bætur þessar verðskulda illa nafnið mæðralaun, sést á því, hversu smánarlega lágar þær eru, ef börnin era færri en fjögur. Ef barnið er eitt greiðist ekkert, ef þau eru tvö, aðeins 628 krónur, og ef þau era þrjú, aðeins 1570 krónur á ári. Eftir stendur því að fá raunveruleg mæðra- laun tekin upp í lög. Sósíalistar báru fram þá viðbótartill. við framvarpið, að ellilaun og örorkubætur skyldu hækka um 10% og sömu- leiðis að aðrar tekjur lífeyrisþega mættu vera helmingi hærri en nú, áður en til skerðingar kemur á bótunum. Nú

x

Réttur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.