Réttur


Réttur - 01.05.1953, Page 18

Réttur - 01.05.1953, Page 18
106 RETTUR draganda þess ástands, sem ríkjandi var hér á landi fyrir rúmum 10 árum. n. Kreppan mikla, sem hófst í Bandaríkjunum haustið 1929, breiddist hingað út til Islands eins og til annarra auð- valdslanda. Aðalútflutningsvara þjóðarinnar, saltfiskurinn, féll niður í þriðjung þess verðs er hún hafði verið í. Fram- leiðsla landsmanna dróst saman, og um leið magnaðist at- vinnuleysið. Til þess að losna úr klóm kreppunnar reyndu valdhafarn- ir að skerpa arðránið á verkalýðnum og sjómönnunum. Þessvegna kom til harðra stéttaátaka á árunum fyrir heimsstyrjöldina 1939. Um vorið 1939 var hin svokallaða þjóðstjórn mynduð, stjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknar og Alþýðuflokks- ins. Eitt fyrsta verk þessarar ríkisstjórnar og flokka henn- ar á Alþingi var að samþykkja lög um gengislækkun. Jafn- framt var samningsrétturinn tekinn af verkalýðsfélögun- um um kaup og kjör meðlima sinna allt árið 1940. Þá var og lögfest að kaupgjald gæti ekki hækkað nema á þriggja mánaða fresti og aldrei nema um hlut af dýrtíðinni. Skipulagsmál verkalýðshreyfingarinnar voru í hinu mesta öngþveiti. Flestum verkalýðsfélögunum var stjórnað af krötum eða íhaldinu. í Alþýðusambandinu ríkti algert einræði Alþýðuflokksins. Fyrstu tvö ár styrjaldarinnar og reyndar nokkuð leng- ur átti íslenzk alþýða við sífellt versnandi kjör að búa. Verðhækkanir á nauðsynjavörum urðu gífurlegar; hins- vegar hækkaði kaupgjald mjög lítið vegna kaupþvingunar- laga þjóðstjórnarinnar. (Verðhækkanir á daglegum neyzlu- vörum frá því fyrir stríð til 1. okt 1940 urðu frá 30% til 200%, kjöt hækkaði um 70%, mjólk um 50% og fiskur um 150% — en kaupið hækkaði á sama tíma mest um 27%). 1 byrjun ársins 1942 hófust verkföll í Reykjavík. Þjóð-

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.