Réttur


Réttur - 01.05.1953, Page 29

Réttur - 01.05.1953, Page 29
KÉTTUR 117 1 þriðja lagi skyldi dregið úr verklegum framkvæmdum hér á landi og Bandaríkjunum tryggt vald yfir því, hve mikið skuli lagt í fjárfestingu á Islandi. Með samningsgerð þessari afsalaði Island sér efnahags- legu sjálfstæði sínu. Mjög ýtarlegar upplýsingar um Mars- hallsamninginn og afleiðingar hans eru í grein Ásmundar Sigurðssonar í 1. og 2. hefti Réttar á síðastliðnu ári, og ennfremur í grein Einars Olgeirssonar um Marshall-„gjaf- imar“ í 1. hefti Réttar þessa árs. 1 desember 1948 lét ríkisstjórnin enn hækka tollana um svipaða upphæð og í fyrra sinnið, eða um 50 milljónir króna. Hinn 30. marz 1949 samþykktu því nær allir þingmenn þríflokkanna, að Island skyldi gerast aðili að Atlanzhafs- bandalaginu. — Þar með gerðist Island þátttakandi í hernaðarbandalagi og hinu eilífa hlutleysi, sem lýst var yfir árið 1918, var kastað á glæ. Þessi samningsgerð var auðvitað fyrirboði þess, sem nú er komið á daginn, að ísland yrði hernumið á ný og myndi það að sjálfsögðu hafa mjög mikil áhrif á efnahagsþróun- ina hérlendis — eins og líka er komið á daginn. 1 sept. 1949 var gengi krónunnar gagnvart dollarnum lækkað um rúm 30%, en það þýddi að allar vörur frá doll- arasvæðinu hækkuðu um 44%. Var hér um stórfellda kjara- rýrnun að ræða, því ýmsar helztu nauðsynjavörurnar, svo sem kornvörur, ýmsar vefnaðarvörur og nauðsynjar land- búnaðarins, voru fluttar inn frá Ameríku. Að afloknum alþingiskosningum í október 1949 tók minni- hlutastjórn Ólafs Thors við völdum, en 14. marz 1950 var núverandi samsteypustjórn íhaldsins og framsóknar mynd- Rð. Hin nýja ríkisstjórn hafði aðeins setið í fáa daga, þegar gengi krónunnar var enn lækkað, að þessu sinni gagnvart öllum erlendum gjaldeyri. Gengislækkunin varð stórkostleg. Allur erlendur gjald- ■eyrir hækkaði um rúmlega 74%. Jafnframt var fundin upp

x

Réttur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.