Réttur


Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 30

Réttur - 01.05.1953, Blaðsíða 30
118 RÉTTUR ný aðferð til að falsa vísitöluna, þannig að hækkun erlendu varanna vegna gengislækkunarinnar gætti sem minnst í útreikningi hennar. Með gengislækkun þessari var verið að uppfylla eitt af áðumefndum skilyrðum Marshallsamningsins. Sendimað- ur hinna bandarísku, dr. Benjamín Eiríksson, samdi ásamt Ólafi Björnssyni, prófessor og íhaldsframbjóðanda, frum- varpið að gengislækkunarlögunum. 1 greinargerð frumvarpsins var fullyrt að áhrif laganna yrðu: Að fiskverðið til útvegsmanna myndi hækka, að framfærslukostnaður myndi fyrst í stað hækka um aðeins 11—13%, en þegar fram í sækti myndu kjör launþega verða betri en áður og loks myndu öll framleiðslutæki sjáv- arútvegsins verða fullnýtt og gjaldeyrisframleiðslan þar af leiðandi stóraukast. Allar þessar fullyrðingar reyndust vera staðlausir stafir. Fiskverðið lækkaði, varð 75 aurar fyrir kíló í stað 85 aura áður. Allt verðlag stórhækkaði. 1 febrúar 1950, eða í mán- uðinum á undan gengislækkuninni, var framfærsluvísitalan, reiknuð eftir gömlu reglunni 347 stig, en 1. janúar 1951 var samsvarandi vísitala 489 stig og hafði þannig hækkað um 142 stig á 10 mánuðum og 1. jan. s.l. var hún komin upp í 628 stig, hafði nær því tvöfaldazt. Um nýtinguna á framleiðslutækjum sjávarútvegsins er það að segja, að allur bátaflotinn lá bundinn í höfn allan janúarmánuð 1951. Samdi ríkisstjómin þá við útvegsmenn um að þeir fengju umráð yfir gjaldeyri, sem næmi helmingi af andvirði út- fluttra bátaafurða, (annarra en þorskalýsis, síldar og síld- arafurða). Hér var um að ræða dulbúna gengislækkun, því allur bátagjaldeyrir hækkaði ýmist um 25%, 47% eða 60%, og ýmsar fast ákveðnar vörutegundir, þ. á m. margskonar vefnaðarvörur og byggingarvörur, má því aðeins flytja til landsins, að þær séu greiddar með bátagjaldeyri.

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.