Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 4

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 4
knýja með fiskveðinu þá fiskimenn, sem ekki vilja af frjálsum vilja þýðast drottnun Kveldúlfshringsins, til að afhenda hringnum fisk sinn. Hvort bankarnir hafa gert þetta til að tryggja Kveldúlfi gróða og halda honum frá gjaldþroti, sem ef til vill hefði hrifið bankana með yfir um, skal ósagt látið. Svo hafa bankarnir fengið einkavald yfir öllum gjaldeyri landsins, þ. e. a. s. þeir ráða hverjir fá að flytja vörur inn og mestmegnis hverjir fá að reka at- vinnu í landinu. En ráðin yfir útflutningnum höfðu þeir mestmegnis fyrir. Það ástand, sem nú ríkir í íslenzku þjóðfélagi, er því beinlínis alræði hins sameinaða banka- og stórút- gerðarauðvalds eða fjármálaauðvaldsins eins og við köllum það. Áþreifanlegasta tákn þess út á við er fiskhringur- inn. Áþreifanlegasta dæmið um drottnun þess yfir rík- isvaldinu er einkasalan, sem Ólafur Thors gaf fisk- hringnum 6. des. 1932. Og eitt ljóst dæmi um að þetta bankavald er sett á borð við löggjafarvaldið er eítir- farandi orð J. J. í grein sinni í ,,Tímanum“ 23. júlí 1932: ,,Auk þess var þeim bent á, að heppilegra væri út á við, að hafa ekki beinlínis lögskipaða einkasölu, þegar í stað, heldur meira dulbúna. Var þá sú leið farin að nota vald bankanna til að sameina alla ís- lenzka fiskframleiðendur inn í einkasöluhringinn. — Fyrir bankana var málið lífsnauðsyn. Þeir höfðu á undangengnum árum lagt fram meginið af veltufénu til útgerðar og verzlunar með fisk. Á bönkunum höfðu lent hin stórfelldu töp, sem hin skipulagslausa sala orsakaði. Fyrir bankana var lífsnauðsyn að skipu- lag væri á sölunni. Þess vegna hafa þeir, sem alþjóðar- eign, notað vald sitt til að sameina hina dreifðu krafta inn í einkasöluna. Málið mátti leysa annað hvort með valdi Alþingis eða bankanna. Síðari leiðin var tekin nú og fylgja því bæði kostir og gallar, þótt eigi verði meira um það rætt að sinni“. 196

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.