Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 28

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 28
búnir til að verja auðvaldið með hvaða vopnum, sem er. Og þessvegna á sá verkalýður, isem ætlar að af- nema þetta auðvaldsskipulag, enga^aðra leið en vægð- arlausa dægurbaráttu fyrir hagsmunum sínum, háða með verkföllum og hvaða öðrum ráðum, sem duga, með rótfestu í .þýðingarmestu vinnustöðvum auðvalds- framleiðslunnar o'g sú verkfallsbarátta leiðir til sífelt skarpari árekistra við burgeisastéttina og ríkisvald hennar— eins og m. a. síðustu atburðirnir á Akureyri og Siglufirði sýna, — og nær að lokum hámarki sínu í vopnaðri uppreisn verkalýðsins gegn hervæddri yf- irstétt íslands. Og í þeirri úrslitabaráttu verða þeir fátæku bændur og fiskimenn, sem ,,milliflokkunum“, enn tekst að blekkja, hinir sjálfsögðu bandamenn verkalýðsins. Það er eina leiðin til verklýðsbyltingarinnar o'g só- síalismans. Og sú leið verður eingöngu farin undir forustu Kommúnistaflokks íslands, og ,Alþjóðasam- bands kommúnista, eins og hin volduga Sovétbylting í Rússlandi og nú í Kína, bezt hefir sýnt og isannað. J. J. endar bækling sinn með tilvitnun í Einar Ben.: ,,Því brauzt eg frá sókn þeirra vinnandi vega, í vonlausu klifin, um hrapandi fell“, — og hyggst með því að skýra aðalþáttinn í lífsstarfi mínu og íélaga minna, myndun Kommúnistaflokksins á Iislandi. Fyrst hann virðist helzt óska eftir skýring- unni á því starfi í ljóðlínum, þá skal eg honum til geðs minna á vísu Þorsteins Erlingssonar, eins braut- ryðjanda sósialismans á Islandi, orta fyrir 40 árum síðan: „Og ef við nú reyndum að brjótast það beint, þó brekkurnar verði þar hærri, vort ferðalag gengur,svo grátlega seint, og gaufið og krókana höfum við reynt, og framtíðarlandið er fjarri.“ 220

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.