Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 23

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 23
engu gleymt af svívirðingunum, sem þýzku kratarnir létu dynja yfir Thálmann, þegar þeir sjálfir kusu Hindenburg til að vernda þjóðina fyrir — Hitler! Nú lætur J. J. sömu svívirðingamar dynja á okkur komm- úniistum um að við séum að hjálpa íhaldi og fasisma til valda með því að kjósa okkar eigin flokk gegn sam- einuðum fasisma og sosialfasisma allra hinna. Eg ætla ekki að deila við J. J. um þróunina í Þýzka- landi, — heldur vísa til ritgerðar þýzka kommúnista- foringjans Heckert í „Rétti“ 1933: „Hvað er að gerast í Þýzkalandi“. Sagan afhjúpar sjálf með hverjum mánuðinum, sem líður, Ifirrur J. J. oglhjal hans um ,,sök“ kommún- ista á vexti fasisman^. í Austurríki verður fasismi Dollfuss ofan á í mann- skæðri borgarastyrjöld, þótt verkalýðurinn gerði ein- hverja hetjulegustu uppreisn nútímans. Af hverju? Var verkalýðurinn isvo klofinn eða kommúnisminn svo sterkur, — eins og J. J. og kratabroddamir álíta að þurfi að vera til slíks? Nei, — kommúnisminn var afarveikur, en sósíaldemokrataflokkurinn — „lýðræð- isflokkur“ alveg í anda J. J. — var geysisterkur, hafði 9/10 verkalýðsins á bak við sig, hafði yfirgnæfandi meirihluta í Wien og stærstu boi'gum Austurríkis, átti fjölda „fyrirmyndar-sjóða og banka og allskonar samvinnufyrirtækja“. Verkalýðurinn var ,,óklofinn“, en það þýddi bara að 9/10 hlutar hans fylgdu erind- rekum auðvaldsins og trúðu þeim, — m. ö. o. verka- lýðurinn var klofinn á þann íhörmulegasta hátt, sem hugsast gat, — yfirgnæfandi meiri'hluti hans var undir áhrifum erindreka andstæðingsins. Og sosial- demokratiska foringjaklíkan, sem verkalýðurinn fekk völdin 1918, sveik hann í hendur burgeisaistéttarinnar, afvopnaði hann eins og hún frekast gat, brást hon- um í hvert sinn, er á reyndi eins og t. d. 1927 í Vínar. uppreisninni, og kórónaði svo svik sín með því að ráð- ast aftan að honum í uppreisninni 12. febr., eyði- 215

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.