Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 12

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 12
bankaauðvaldið að sínuleytieinsogtogaraauðvaldið.*) Sá samruni birtist m. a. vel í samsetningu bankaráð- anna. Og þegar svo bankaauðvaldið heimtar sparnað^ af hinum fátæku, heimtar að bændur neiti sér um jafnvel ýmsar lífsnauðsynjar, til að geta staðið í skil- um með vexti og afborganir, þá er S. í. S. og kaupfé- lögin eins og verkfæri í hendi þess til að framkvæma sparnaðinn með því að hætta að flytja ýmsar vörur, hafa þær alls ekki til, — og J. J. gerist sjálfur einhver aðalboðberinn að þessari blekkingarkenningu banka- auðvaldsins. Ef J. J. langar til að fá að vita um einstök dæmi um hvernig kúgun bankavaldsins kemur fram við ein- stök fyrirtæki bænda, þá má nefna það hvernig Bún- aðarbankinn kúgaði Mjólkurbú Ölfusinga til að ganga inn í mjólkurhringinn með hótunum um að ganga að því ella. — Og Búnaðarbankinn kvað vera „beinlínis undir yfirstjórn kjósenda í landinu“ að sögn J. J. (bls. 26), líklega undir yfirstjórn smá- bænda! Þá er að athuga áhrif útlenda auðvaldsins. J. J. staðhæfir að allt um „áhrif erlendra banka á íslenzk stjórnmál" séu hreinn uppspuni kommúnista. Hann heldur m. ö. o. að erlent bankavald, sem á um 80 miljónir króna hjá ríkinu, bönkunum, bæjun- um og einkafyrirtækjum sé áhrifalaust á íslenzk stjórnmál! Aðeins renturnar af þessari fúlgu: 4 mil- jónir króna myndu nægja til að kaupa handa lands- mönnum allt hveiti, rúgmjöl, sykur, olíu og benzín, *) Það er jafnvíst að S. í. S. myndi ekki þola það að banka- auðvaldiS gengi að því (eins og auðvitað fœst fyrirtæki á íslandi), eins og hitt er víst að engin auðvaldsstjórn á íslandi myndi virki- lega þora að gera S. I. S. upp, þrátt fyrir allt kjaftæði kaup- mannaklíkunnar gegn því, og það sökum þess að slíkt „uppgjör“ myndi óhjákvæmilega, gera meginþorra bænda á Islaudi hyltinga- sinnaðan og knýja þá til baráttu undir forystu verkalýðsins og Iv. F. I. gegn fjármálaauðvaldinu og auðvaldsskipulaginu yfirleitt. 204

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.