Réttur


Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 10

Réttur - 01.10.1933, Blaðsíða 10
allar hans kenningar byggjast á, er þessi: „Á 50 árum hefir bændastéttin kastað af sér hlekkjum innlendrar •og erlendrar kúgunar“. En hvað er sannleikurinn um frelsi bændastéttar- innar á Islandi? Sannleikurinn er sá að eftir 4 ára ,,bændastjórn“ J. J. með styrk kratabroddanna og síðan samvinnu Framsóknar við íhaldið er nú ástandið þannig: Skuldir bænda nema samkvæmt skýrslum um 83 rnilj. kr. — en eru raunverulega miklu hærri —, en allar eignir þeirra eru metnar 68 milj. 900 bændur skulda meir en þeir eiga. 1100 bændur .skulda 75—100% móts við eignir. Það þýðir að þriðj- ungur bændastéttarinnar er í rauninni gjaldþrota. — Kúgun bankaauðvaldsins kemur gagnvart þessum bændum fram í því að þeir verða að greiða megin- hluta af afrakstri búsins í vexti til lánsstofnana, ef þeir á annað borð greiða það. Og, ef þeir greiða af- borganir, þá verða þeir að borga þrjú dilksvirði fyrir hvert eitt, sem þeir fengu að láni 1928 og 1929. Af því að við kommúnistarnir ,,á mölinni“ vafalaust þekkjum hagi fátækra bænda betur en bændaforing- inn Jónas frá Hriflu eftir skrifum hans að dæma, er bezt að fræða hann um eftirfarandi upp úr opinber- um skýrslum um hag bænda: I Eyjafirði, sem J. J. lýsir sem paradís samvinnunn- ar, á 5. hver bóndi ekki fyrir skuldum. En K. E. A. vex að auð og sjóðum, meðan skuldir bænda aukast og bónda er neitað um úttekt út á gefin dilkaloforð, nema þeim sé þinglýst. í Suður-Þingeyjarsýslu á því sem næst 4. hver bóndi ekki fyrir skuldum. Sama saga í Múlasýslum. í Strandasýslu eru það 54 bændur af 211, sem þann- ig er ástatt um, og skulda þeir að meðaltali 5271 kr., en meðaltal lausafjáreignar þeirra er 2250 kr. Það svarar til þess að þeir eigi 60—70 ær, 2 kýr, 2—3 'hesta. Þeir geta aldrei iselt frá búi sínu meira en fyrir 202

x

Réttur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Réttur
https://timarit.is/publication/319

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.